Kvennablaðið - 05.05.1911, Qupperneq 1
Kvennablaðiðkost*
ar 1 kr. 50 au. inn-
anlands, erlendis 2
kr. [60 cent vestan-
hafs) •/• v^rðsins
borgist fyrfram, en
'/» fyrir 16. júli.
Uppeögn akriflog
bundin við ára-
mót, ógild neraa
komin sé til út-
get. fyrir 1. okt
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
17. ár.
Reykjavík, 5. maí. 1911.
M 3.
Frá Rlþing'i.
Þann 22. apríl síðastliðinn var frum-
varp það, sem H. Hafstein flutti: um rétt
kvenna til embættisnáms, námsstyrks og til
embætta, samþykt til fullnustn í Nd. og er
það þá orðið að lögum, sem að eins vant-
ar staðfestingu konungs.
Það eftirtektaverða atvik kom fyrir
í þessu máli, að þegar frumv. kom aftur
til Nd. frá Ed. eftir umræðurnar þar, ó-
breytt að öllu ieyti, nema einni orðabreyt-
ingu ómerkilegri, og menn skyldu því hafa
ætlað að deildin samþykti það í einu hljóði
umræðulaust, að minsla kosti þeir, sem
með því höíðu verið, þar sem það hafði
verið samþvkt í Nd. við 3 umræður með
22 atkvæðum, — þá stóð upp dr. Jón
Þorkelsson og hélt harðorða ræðu móti
því. Kvað frumvarpið vera bæði móti
guðs og manna lögum, það væri stjórnar-
skrárbrot, og þótt konur væru »góð guðs-
gjöf til síns brúks«, þá væru þær ekki
færar í embætti, eða aðrar þær stöður, sem
körlum væru sérstaklega ætlaðar.
Hann sagði frumvarp þetta liafa verið
»rekið áfram þar í deildinni með slíkri ó-
svífni, sem það hefðu verið Góðtemplarar«,
og vildi nú á síðustu stundu láta setja 3
manna nefnd í málið. Önnur tillaga kom
fram að 5 manna nefnd væri sett í það.
H. Hafst. kvað þess enga þörf, Ed. hefði
sett nefnd í það, og hún hefði engar á-
stæður fundið frambærilegar móti því. Ed.
hefði samþykt það óbreytt og hér í deild-
inni hefði það áður verið samþykt með
nær því öllum atkvæðum, því vonaði hann
að deildin yrði sjálfri sér svo samkvæm,
að samþykkja það nú til fullnaðar, svo
það yrði nú samþykt sem lög þaðan.
Síðan var gengið til atkvæða og var
nefndarkosningin feld, en frumv, samþykt
með 16 atkv, gegn 5. Þessir 5 voru þeir
dr. Jón Þorkelsson, Björn Jónsson, Björn
Kristjánsson, Benedikt Sveinsson og Jón
frá Hvanná. Þess má geta að Björn Jóns-
son hafði áður greitt atkvæði m e ð
frumv. við aliar þrjár umræðurnar, en
við þessa síðustu umræðu á móti.
Af fundi voru nýfarnir þeir B. frá
Vogi, B. Sigfússon og Pétur Jónsson.
Frumvarpið er í heild sinni þannig:
»Frumvarp til laga um réttkvenna til
embættisnáms, námsstyrks og embætta.
Í. gr. Konur eiga sama rétt eins og
karlar til að njóta kenslu og Ijúka fullnað-
arprófi í öllum mentastofnunum landsins.
2. gr. Konur eiga sama rétt eins og
karlar til hlutdeildar í styrktarfé því, sem
veitt er af opinberum sjóðum námsmönn-
um við æðri og óæðri mentastofnanir
landsins.
3. gr. Til allra embætta hafa konur
sama rétt og karlar, enda hafa þær og í
öllum greinum, er að embættisrekstri lúta,
sömu skyldur og karlar.
4. gr. Með lögum þessum fellur úr
gildi tilskipun 4. desbr. 1886 um réttkvenna
til að ganga undir próf hins lærða skóla
í Reykjavík, prestaskólans og læknaskólans
og til þess að njóta kenslu í þessum síð-
astöldu skólum«.
Með lögum þessum er fengin mjög stór
réttarbót fyrir oss konur, þar sem stúlkur
þær, sem nú og framvegis stunda nám, geta
haldið því áfram, með sömu von um embætli
á eftir og karlar. Auðvitað teljum vér víst að
þær verði ekki mjög margar fyrst um sinn
sem stunda embættisnám. En þótt ekki
væri nein kona, sem stendur, sem tilstæði
að notað gæti þessi lög á næstu árum, þá