Kvennablaðið - 05.05.1911, Page 5

Kvennablaðið - 05.05.1911, Page 5
KVENNABLAÐIÐ. 21 Filippus hinn góði frá Búrgund varð veikur 1461, og læknarnir skipuðu að höfuð hansværi rakað, pá skipaði hann að höfuð allra aðals- manna i ríki hans skyldi rakast eins. Flestir kínokuðu sér við að hlýðnast pessari skipun, en þá voru þeir höfuðrakaðir með valdi. Merkar útlendar konur. Tzu-Hsi keisarmlrotning' í Kína. (Niðurl.) Sagt er að nú hafi keisaradrotningin í nokk- ur ár lifað svo óvenjulegu nautnalífl, að mest hafi það líkstþví, sem hinir rómversku keisar- ar lifðu; veizlur, skemtiferðir, sjónleikir og grímudansleikir voru daglega i vesturhluta hall- arinnar, þar som Yung I.u elskhugi hennar réði engu, heldur eftirlætiskvennavörðurinn An Tehai, sem þar hafði öll völdin. Margt var skrafað um samband drotningarinnar og þessa kvennavarðar. Pau voru saman á myndum, og satt erþað, að hún sætti sig við ráðríki hans. En King prinz og ýmsir fleiri, sem gramir voru honum fyrir hinar feiknaháu skatlakröfur hans handa honum sjálfum.persónulega, fengu hina keisaraekkjuna ieynilega til þess að hjálpa sér til að fá liann af dögum ráðinn, áður en Tsu-Hsi fékk nokkura vitneskju um, hvað var á seyði. Pegar hún varð þessa vís, varð hún æfareið, og lét dæma rnarga til voðalegra pintinga. En samsærismennirnir höfðu ekki annað fyrir til- tæki sitt, en að hún tók sér annan ungan yflr- kvennavörð, sem hafði sömu hæfileika til að sjá um skemtanir og standa fyrir þeim. Honum gaf hún sömu völd og sá fyrri hafði liaft, ognú safnaði hann sér auðæfum með sömu ósvífnu skattakröfunum og fyrirrennari hans, svo eigur hans námu um 2 miljónir pd. sterl. Pað var hann, sem eyddi þvi fé, sem ætlað var til her- skipanna, til þess að skreyta með sumarhöllina, svo allur herskipaflotinn var í ólagi, þegar ó- friðurinn við Japan hófst. Nú var hinn ungi ómyndugi keisari kominn til lögaldurs, og tók við ríkisstjórninni 1872, að eins 16 ára gamall. Honum hafði aldrei geðjast að móður sinni, en hafði jafnan haldið sér að hinni keisaradrotningunni, enda verður það ekki varið að Tzu-Hsi hafði aldrei verið honum móð- urleg. Hún leitaðist við að leiða hann inn í allskonar svall og nautnir, svo hann dó eyði- lagður að kröftum og heilsu að eins eftir þriggja ára ríkissljórn, 19 ára gamall. Af því hin unga drotning hans var með barni, safnaði Tzu-Hsi ríkisráðinu saman, og neyddi það með aðstoð Yung-Lu og hermanna hans, til þess að velja heilsulitinn frænda hennar til keisara, sem þó var beinl á móti allri venju, þegar réttur ríkiserfingi var til, sem hefði ver- ið, ef beðið hefði verið eftir því að Aluta drotn- ing fæddi barnið og vita hvort það yrði sonur. Til þess að mótmæla þessu ofurvaldi, þótt af veikum mætti væri, og til lítils kæmi, réð Aluta sér bana, og um leið var hinn væntanlegi rikiserfingi úr sögunni. Einn af æðstu embættismönnum ríkisins mót.mælti einnig þessum aðförum Tzu-Hsi á sama hátt, með því að ráða sér bana, en sendi henni fyrst opið mótmælaskjal, þar sem hann fordæmir brevlni hennar. í því segir hann eins og sannur föðurlandsvinur: »Hræðsla min er prívat veikleiki minn, en dauði minn er opin- ber skylda«. Að siðustu leggur hann henni á hjarta að hætta ekki ofsóknunum gegn útlendingum. Litli nýi ríkiserfinginn feldi sig betur við hina keisaraekkjuna eins og fyrirrennari hans. Tzu-Hsi gerði heldur ekkert til að laða hann að sér og gifti honum eftirlætisfrænku sína, sem var mjög ógeðfeld kona. Um þessar mundir komst Tzu-Hsi á snoð- ir um að Yung Lu var i ■ kærleikum við eina hirðkonuna, og að hin keisaraekkjan var því hlynt. Hún varð mjög reið og gerði Yung Lu rækan á brott í sjö ár. Hin keisaraekkjan varð veik alt í einu og dó snögglega. Menn grunaði að hún hefði dáið af eitri, en Tzu-Hsi hélt á- fram að ríkja með eftirlætis kvennaverðinnm sínum þangað til vorið 1889, þegar Kuang Hsii komst í hásætið, og hún lét um stundar sakir af ríkisstjórn í 9 ár. Um þessa mundir hófst ófriðurinn milli Iíína og Japan, sem hinn ungi keisari réð fyrir en ekki Tzu-Hsi. Hann syrgði ófarir hersins, og hún bannaði að halda 60 ára fæðingardag sinn hátíðlegan, af þvi hún syrgði ófarir og ósigra hersins. Þessi og því lík dænii hala áunnið henni það, að þegnar hennar kölluðu hana miskunnsama. Eftir að stríðinu var iokið, tók keisarinn sér frjálslega stjórnmálastefnu. Kang-Yu-Wei var æðsti ráðgjafi hans, og hver stjórnaraug- lýsingin rak nú aðra, sem opnaði landið fyrir nýrri mentun, og uppgötvunum Norðurálfu- manna. En Kang-Yu-Wei, sem ekki þóttist ó- hultur meðan Tzu-Hsi, sem nú var kölluð hin gamla Buddha, sat hjá og leit eftir lionum og öllum hans framkvæmdum og breytingum með sínum gáfuðu óánægjuaugum, fékk talið keis- arann á að koma i veg fyrir nokkra hættu frá henni, með því að geyma hana sem fanga i höll einni á lítilli eyju, þar rétt nálægt keisara- höllunum. En fyrst yrði að ráða Yung Lu af dögum. Hann var fyrir löngu síðan kominn heim úr útlegðinni, og var nú hersliöfðingi fyrir

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.