Kvennablaðið - 10.08.1911, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 10.08.1911, Blaðsíða 6
54 KVENNABLAÐIÐ. sínum kosningarrétt. Hún var silfurbúin og letrað á hana dagurinn og ártalið, þeg- ar konurnar í Washington fengu kosn- ingarrétt. Þá voru allir fulltrúarnir lesnir upp. Þegar nafn kvenprestsins Miss Önnu Shaw var lesið, þá stóðu allir upp, til að votta henni virðingu sína, fyrir alla hennar prest- legu og félagslegu starfsemi og mælsku í kvenréttindamálinu. Síðar um daginn var þingið opnað á hátíðlegan hátt í »Musikaliska« háskólanum. Leiksviðið var skreytt með pálmum, flögg- um og blómum. Par uppi sátu stjórnar- konur og ýmsar helztu konur fundarins, sömuleiðis allar þær, sem áttu að tala þetta sinn. Inst, bak við gestina, stóð söngflokk- ur Elsu Stenliammers. Þar bauð form. sænsku landsfélagsins gestina velkomna. Meðal tilheyrenda á instu bekkjunum var utanríkisráðherrann Taube greifi. Ýmsir töluðu þarna. En þegar hæst stóð á fundi, var fáni Alþj. Samb. borinn inn af tólf kvenstúdentum. Hann var úr hvítum silkidúk og saumaður með gullvír. í honumstóð nafnið: »The International Wo- men’s Suffrage Allianceit. með gullnum saum- uðum bókstöfum og i kring um þá sólin, sem var að koma upp. Gömul, sænsk kona, Lotten von Kræmer, hafði gefið féð fyrir flaggið. Pær staðnæmdust með fán- ann framan við leiksviðið. Öll flögg í salnum voru þá dregin niður og veif- að og svo heyrðist alt í einu brúsandi hljóðfærasláttur og söngur. Pað var kvenna- söngtlokkurinn frá Gautaborg, sem undir stjórn Elsu Stenhammers söng kvenrétt- indamarsinn eftir Alven, með texta eftir Ossian Nilsson. Að því búnu stóð Anna Kleman upp, formaður Stockhólms Kven- fél. og jfhenti fánann. Mrs. Catt þakkaði öllum, sem þar áttu hlut að máli. Ýmsar konur töluðu og svo var þessi hluti af þingsetningarhátíðinni búinn. Um kvöldið var veisla á Hotel Royal, sem er áfast við Grand Hotel og var líka notað fyrir þingið. Tillögur og ályktanir á Stórþinginu voru margar. Skal hér getið þeirra helstu. Lagt til og samþykt að stækka »Jus Suffragii«, blað sambandsins, sem gefið er út í Rotterdam á ensku, og stjórnað er af Miss Martinu Kramer. Pað hefir nú um 940 kaupendur í 27 löndum. — Ekki er það nú mikið. Þá kom fram fyrirspurn og tillaga um hvernig þau lönd, sem fengið hafa kosn- ingarrétt og kjörgengi geti veitt hinum ríkj- unum betxi hjálp í baráttunni? Eftir að þetta hafði verið lengi rætt, voru eftirfylgj- andi reglur teknar, sem verður að reyna fyrst um sinn: Útbreiða ummæli merkra karlmanna um konur og kvenréttindamálin. Mjög æskilegt að þýða á hvert mál þingsályktun þá, sem Sambandsþingið í Ástraliu samþykti í vetur sem leið, og símaði til forsætisráðherra Englands, og útbreiða hana sem mest. — Noregur hélt því fram að mjög væri nauðsynlegt að fá prestana til þess að gefa gaum að þessu máli, og taka það með á dagskrá sína. Að fá blöðin tit að vera málinu með- mœlt. 1 sambandi við umræðurnar um blöðin var rætt um allar þær öfgar og ósannindafregnir um konur og kvennamál- in, sem árlega kæmu fram í fjölda blað- anna, og breytt væri út af mótstöðumönn- um þeirra. Samþykt var að konur í hverju landi skyldu standa á verði til að reka öll slík ósannindi aftur, og leiðrétta allar mis- sagnir í þéim efnum strax og færi gæfist. Ef efni sakarinnar væru ókunn yrði sam- bandsstjórnir Kvenréttindalandsfélaganna að setja sig í samband við þau landsfélög sem væru rægð, eða vissar konur úr þeim, og fá sér þannig áreiðanlegar upplýsingar til að láta svo í þau blöð og fl. sem flutt hafa missagnirnar. Byrjað var á því að mótmæla ýmsum þeim upplýsingum, sem prófessor Rauter- skjöld hafði gefið í skýrslu sinni til sænsku stjórnarinnar, um áhrif af kosningarrétti kvenna í ýmsum löndum. Finnland og ýms fleiri lönd mótmæltu þeim upplýsinguin, sem hann hafði gefið þaðan um kvenréttinda- hreyfinguna og afskifti kvenna af lands- málum. Sömuleiðis fékk bæði sænska stjórnin, og prófessorinn, bréf frá stór- þinginu með óánægju yfirlýsingu þess, yfir aðförum stjórnarinnar og prófessorsins. Mótmælt var að nefna það »Almenn- an kosningarrétt«, þótt allir fulltíða karl- menn hefðu kosningarrétt, ef konur hefðu hann ekki líka. Ákvörðun var ger um það að skora á öll kvenfélög, sem vinni að pólitískum kosningarrétti kvenna, að taka höndum saman við kvenréttindafélögin í hverju landi, þegar kosningarréttarmálið liggi fyrir, eða sé sérstaklega á dagskrá þjóðanna (eins og t. d. hjá okkur ísl. í haust og vetur). Tillaga kom fram um að láta semja skýrslur f hverju landi um alla stöðu

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.