Kvennablaðið - 10.08.1911, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 10.08.1911, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 51 skakkar hugmyndir um hitt kynið. Ég held nærri því að sumir búi sér til í hug- anum nokkurs konar mót, og hugsi sér að þeir sem séu mátulegir í þetta mótið, séu »sannir« karlmenn og þeir sem séu mátulegir í hitt »sannar« konur! Hugs- um okkur allar þær skökku lýsingar á kvenfólkinu, sem við höfum heyrt! Alt hjalið um hvað konur gætu gert eða ekki. En þegar litlu efnin í »sönnu« kon- urnar og karlmennina koma saman í skóla, þar sem alt er sameiginlegt fyrir þau: sömu námsgreinar, sömu félögin og áhugamáljn, þegar þau fara að vinna þar saman þá sjá þau einmitt svo vel, hvað er sam- eiginlegt í lundarfari beggja kynjanna og hvað er sérkennilegt. Þá þurfa þau ekki að hlusta á neinar sögusagnir um það hvernig liitt sé. Þau vita það af eigin reynslu. — Sumir eru altaf svo hræddir um að stúlkurnar verði ókvenlegar, ef þær eru með piltum. En ef kvenleikinn er það dýpsta í konunni, hennar insta eðli, þá er engin hætta á því að hún missi hann svo fljótt. Þegar piltarnir sjá að stúlkurnar geta verið góðir félagar í skólanum, því skyldu þeir þá efast um að þær yrðu það í þjóð- félaginu? Og svo eitt enn. Ég held að til séu þeir, sem séu smeikir við samskólana, af því að þeir haldi að hætt sé við daðri á milli piltanna og stúlknanna þar. Þar er ég á annari skoðun. Hvernig stendur á því að uppeldis- systkin giftast svo sjaldan? Af því þau þekkjast svo vel. Unglingar, sem koma saman á ferm- ingaraldri í mentaskólanum og eru þar til tvítugs, vaxa og þroskast saman. Þau munu yfirleitt þekkjast of vel, til þess að fara að verða skotin hvort í öðru. Einmitt af þessari ástæðu finst mér óheppilegra, að stúlkur, sem ætla að taka stúdentapróf, taki gagnfræðapróf viðkvenna- skóla og haldi svo áfram í lærdómsdeild- inni svo nefndu. Því þá eru þær orðnar eldri, og verður erfiðara að kynnast skólabræðrum sínum. Þessi félagsskapur skólasystkina er svo saklaus og eðlilegur, sem hugsast má. En þegar drengjum og telpum er stíað í sundur í uppvextinum, eins og algengt er; — í Reykjavík þykir það ókarlmannlegt fyrir drengi að leika sér með telpum. í barnaskól- anum þar hafa drengir og telpur altaf leik- ið sér sitt á hvorum helmingi leiksviðsins — og gera víst enn, og ég man að þegar ég var í neðri bekkjum barnaskólans, og telpur sátu saman og drengir sér, þá var það algeng hegning lijá suinum kennurun- um, að láta drengi og telpur sitja saman, þegar þau he/ðu eitthvað af sér broiið! Þegar þannig er farið með börnin og unglingana, þá er náttúrlegt að forvitni vakni hjá þeim um að vita hvernig hitt er, þegar þau fara að vaxa upp. En hvar geta þau kynst? — Á böllum, kaffihús- um og götunni. Og oft held ég að þau kynnist þar hvort öðru í dulargerfi, ef svo mætti segja, og lítill tími verði til þess að kynna sér livort annað í raun og veru á slíkum stöðum. En í skólanum, þar sjáum við á bak við gerfin. Stúlkunum hættir altaf við að hafa oftrú á karlmönnunum og of litla trú hver á annari, en í skólanum sjáum við að blessaðir piltarnir eru engin ofur- menni. Þar blekkjum við ekki hvort ann- að með utanað lærðum spakmælum og hnittiyrðum og við sjáum með undrun að oft getur búið ruddaskapur undir snyrti- menskukápunni og að sá, sem er klaufa- legur á mannamótum getur þó verið mesta prúðmenni. Nei, ég held ekki að stúlkum verði hættara í mentaskólanum, að þessu leyti, en í kvennaskólanum. Þátttaka stúlkna í mentaskólanum er enn í byrjun. Alt er erfiðast fyrst, en betur gæti skólinn auðvitað verið snið- inn eftir stúlkunum og gott væri að hafa kvenkennara við skólann. En lilýtt og gott samband getur verið á inilli náms- stúlkna og kennara þólt það sé karlmaður.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.