Kvennablaðið - 10.08.1911, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 10.08.1911, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 53 félagi einu. Það er afar-stór fylking. Þá koma eldri kvenréttindafélögin. Þau eru stærst. Er fylkingarnar ganga fram hjá hússvölum einum, heilsa allir að hermannasið, þar stendur elzta kvenréttindakona Lundúnaborgar, heflr hún unnið fyrir kvenréttindamálið í 50 ár. Meðfram fylkingunum gengu vagnar til þess að hjálpa þeim, sem kynnu að gefast upp en lítið þurfti þeirra við. Konurnar gengu áfram glaðar og hugrakkar. 70 leik- araflokkar lóku hergöngulag kvenna, en þær sungu undir, 1000 fánar blöktu, auk allra smá-flagganna. Félög gegn kvenréttindum eru til á Eng- landi höfðu þau sent 50 — fimmtíu — karlmenn, er báru spjöld með áskriftinni: „Konurnar vilja ekki hafa kosningarrétt". En þeir urðu að aðhlátri. „Þið eruð á eftir tímanum!" var kallað til þeirra „lítur helzt út fyrir það að konur vilji ekki fá kosningarrétt!" — Um kvöldið voru haldnir stórir kvenna- fundir. Skrúðganga þessi heflr haít afar-mikil áhrif, og er sagt að margir þingmenn, sem áður hafl verið mótfallnir kosningarrétti kvenna hafi snúizt, er þeir sáu þessa fylkingu kvenna af öllum skoðunum og stéttum, sameina sig ' um málefni allra kvenna. Einhver. ensk kven- réttindakona kemst svo að orði í einu af blöðum þeirra : „Ein af aðal-ástæðunum fyrir því að konur þarfnist kosningarréttar er sú, að þær eru svo ólíkar hver annari. Þess vegna er það ef til vill ljósasti vottur þess hvað við óskum einlæglega að fá kosningarréttinn, að við viljum að allur skoðanamunur verði að lúta, fyrir hinni sameiginlegu trúokkar á kvenréttindamálið". L. V. Kvenna Stórþingið í Ntockhólmi. I. Eins og lesendur »Kvennabl.« vita, skyldi halda hið 6. stórþing Alþjóða Kosn- ingarréttarfélags kvenna í Stockhólmi í vor, dagana 11.—17. júní síðastl. Tveir full- trúar voru kosnir af Kvenréttindafél, ísl. til að mæta fyrir íslands hönd, sem nú er upptekið í Alþjóða Sambandið. þær voru frk. Laufey Valdimarsdóttir stud. mag., og frk. Inga L. Lárusdóttir, báðar við nám í Kaupmannah. Auðvitað var Kvrfél. ísl. svo fátækt, að það gat ekki kostað þær að neinu leyti, og Alþingi veitti heldur ekki neinn ferðastyrk, af því þar áttu kon- ur í hlut, þótt það veitti einmitt ríflegan ferðastyrk handa tveimur karlmönnum til Frakklands, á líkt mót, og handa Bók- mentafélaginu samskonar styrk til að mæta á fundi í Kristjaníu í sumar. Fundurinn hófst ekki reglulega fyr en 12. júní. En 11. júni flutti kvenpreslur- inn, hin fræga kvenréttindakona, miss Anna H. Shaw, prédikun í Gustaf Vasakirkjunni í Stockhólmi, sem var alveg troðfull af fólki. Svíar voru það frjálslyndari en Norðmenn, að þeir leyfðu henni kirkjuna. En í prédikunarstólnum mátti hún ekki standa, heldur við hlómskreytt borð fyrir framan altarið. Hún lagði útaf því, að guð hefði gefið sitt orð í heiminn, og það hefðu verið konur, sem fyrstar hefðu með- tekið það og flutt boðslcapinn út. Benti á fjöldamargar konur í biblíunni, einkum nýja teslamentinu, sem það hefðu gert. Kristur hefði hvergi gert mun á körlum og konum; það hefði kirkjan gert, en hann ekki. — — Á mánudagsmorguninn var Stórþingið opnað kl. 10 í stóra salnum í veglegasta hótelli borgarinnar, Grand Hotel. Alt leik- sviðið var skreytt með pálmum og blóm- um. þar uppi sat stjórn Alþj. Samb., Mrs. Catt í miðju, og hinar stjórnarkonurnar beggja vegna við hana. Á bak við þær var heiðursgesturinn, skáldkonan Selma Lagerlöf; fulltrúi norsku stjórnarinnar, frk. Kristin Bonnevie, frk. Helena Westermark frá Finnlandi, fyrverandi þingmaður, og form. Kvenréttindalandsfélagsins sænska. Niðri í salnum sátú svo fulltrúar þessara 22 landa sem í Sambandinu eru, og aðrir þátttakendur fundarins, hvert land út af fyrir sig og einkendi flaggið fyrir framan stólaröðina frá hvaða landi hverar voru. í instu röð voru: Ungverjaland, Austur- ríki, ísland og Rússland. Framan við ís- land var að eins tvílitt merki: blátt og hvítt. Þegar fundurinn var settur, ritarar komnir og ýmsir aðrir starfsmenn, afhenti Amerísk kona, ein af fulltrúunum, Mrs. Catt formannskylfuna frá Washington- ríkinu, sem nú í vetur veitti konura

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.