Kvennablaðið - 10.08.1911, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 10.08.1911, Blaðsíða 1
Kvennablaðið kott ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, exlendifl 9 kr. [60cent vestan- haffl) */» verðsinfl borgiflt fyrfram, en * /» fyrir 16. júli. ionutalílflbib. Uppsogn skrifleg, bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gei. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 17. ár. Reykjavík, 10. ágúst 1911. M 7. Kosningarnar í lmust. Eins og öllum mun kunnugt, hefir Alþingi verið rofið og kosningar eiga að fara fram 28. október. Svo verður aukaþing haldið næsta vetur, og þá kemur stjórnarskrárbreytingin frá í vetur til endilegrar atkvæðagreiðslu. Allar þær konur, sem nokkuð hugsa um kosningarrétt kvenna og hafa áhuga á þvi máli, ættu nú að taka höndum saman til að hjálpa til þess, að á þing yrðu þeir menn kosnir, sem væru því fast fylgjandi, að eng- inn munur yrði gerður á réttindum kvenna og karla við stjórnarskrárbreytinguna, og að þingmannaefnin annaölivort skuldbindu sig til að framfylgja stjórnarskrárfrumvarpi því, sem samþykt var í vetur, eða að minsta kosti að þau atriði um pólitískan kosningarrétt og kjör- gengi, sem snerta konur í henni yrðu látin standa óbreytt. Til þess að fá þessu framgengt, þurfa konur að gangast fyrir að fá að vita afstöðu þingmannaefnanna svo snemma, að nógur sé tími fyrir þær að undirbúa sig undir að taka þátt í kosningunum. Því þeir þingmenn, sem ekki vilja veita konum pólitískt jafnrétti með stjórnarskrárbreytingunni eiga að falla við kosningarnar, og að því eiga konur að styðja eftir mætti. Kvenréttindafélögin, og öll þau önnur kvenfélög, sem ant er um þetta mál, notið tímann til haustsins til undirbúnings undir það! í þingtíðindunum getið þér séð hver- ir voru með oss eða móti. Takið afstöðu eftir því. Ef þessi stjórnarskrá gengur óbreytt fram, þá verður aftur leyst upp þing og kosið að nýju eftir næsta þing, — og þá verðum vér orðnar kjósendur. Það er það æskileg- asta. Að því ættum vér að vinna. En fáist því ekki framgengt, þá verðið þér að reyna að fá þeim mö>nnum, komið^að, sem veita konum jöfn pólitísk réttindi. Það er fyrsta sporið. Þegar svo langt er komið, þá fyrst getum við byrjað að sýna hverju við viljum íá breytt, eða komið í framkvæmd. íslenzkar konur! Látið sjá í sumar og í haust, að þér vitið hvað þér viljið! Rekið það ámæli af okkur, sem þau blöð og þeir stjórnmálamenn halda fram, sem oss eru mótdrægir, að fæstar af okkur konum óski eftir meiri réttindum. Um þingtímann í vetur voru nokkrir menn hér í bænum að ráðgera að mynda félag móti kosningarrétti kvenna. Þeir voru að því komnir að mynda það, með konum sínum, en hættu við þegar á átti að herða. Tilgangurinn var að fá konur alment til að skrifa undir áskorun til Alþingis um að veita konum ekki kosningarrótt. Einn af þessum mönnum sagði siðar, að liann væri reyndar með jafnrétti kvenna, en það hefði verið svo gaman að „narra þær“ til að skrifa undir svona áskorun, og það hefði mátt fá fjölda af undirskriftum. Verið því á verði í haust og í vetur. Margir af beztu karlmönnunum eru með mál- um okkar. Fáið öll þingmannaefnin til að láta uppi hvernig þeir snúi sér í þessu máli, og styðjið þá kröftuglega, sem eru oss vin- veittir. B. B. Samskólar. Greinar hafa undanfarið verið í sum- um blöðunum, þar sem minst hefir verið á mentun ungra stúlkna. Var það talið mjög æskilegt, að fyrirkomulagi kvenna- skólans í Reykjavik yrði breytt þannig, að fullnaðarpróf frá honum jafngilti gagn- fræðaskólaprófi, svo að stúlkur gætu geng-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.