Kvennablaðið - 31.08.1911, Side 2

Kvennablaðið - 31.08.1911, Side 2
58 K V E N;NA BLAÐIÐ. troðfullri konunglegu sönghöllinni af á- heyrendum. Við íslenzku konurnar megum vera þakklátar fyrir þær viðtökur, sem fulltrú- arnir okkar fengu, ekki einungis fyrir þá persónulegu vinsemi, sem þeim var sýnd, heldur þá óvanalegu viðurkenningu sem íslandi var hvervetna sjrnd fyrir þeirra hönd. í fyrirlestri þeim, sem Lautey Valdi- marsdóttir hélt liér um fundinn, sagði hún að við hvert tækifæri hefði ísland verið talið með, sem hið fimta af Norðurlönd- um. í einni ræðunni var Norðurlönd- um likt við stjúpmóðurblómið, með sínum fimm mismunandi stóru blöðum. Því eigum vér ekki að venjast, íslendingar. r’egar menu telja Norðurlönd, þá vita þeir aldrei af íslandi, sem þó eitt heíir varðveitt tungu þeirra og sögu til fulls. Á fundi þessum var stofnað alþjóða sambandsfélag karlmanna til að berjast fyrir kosningarrétti kvenna. — Næsta Stórþing Alþjóðasambandsins verð- ur haldið í Buda-Pest 1913. Kvenréttinda- félagið þar tekur til á hvaða tíma árs það verður. Líklegt var að Alþingi hefði veitt ein- hvern ferðastyrk til þessarar ferðar, ekki síður en það kostaði tvo menn á Norð- mandíhátíð Frakka, og einn á háskólahátíð Norðmanna frá Bókmentamentafélaginu. Auðvitað mátti það sjálfsagt heita, að taka því boði, einkum þar sem jafnþektur vís- indamaður var til fararinnar valinn og prófessor Björn M. Olsen. En sjá mættu allir þingmenn það, einkum þeir sem mest vilja útbreiða þekkingu um ísland, aðekki er þj'ðingarlaust að ísland hafi fulltrúa á slíkum allsherjar kvennafundum. Kvenréttindafélag íslands heflr gert sitt til að gera land vort kunnugt í út- löndum og löggjöf þess. Frá því, eða með- limum þess, hafa verið sendar skýrslur á slík allsherjar kvennaþing, sem haldin hafa verið í Kaupmh. 1906, í Amsterdam 1908, í Lundúnum 1909 og í Stockholmi 1911. Þessar skýrslur hafa verið prentaðar með öðrum skýrslum í þingtíðindunum, og þær úthreiddar og lesnar því nær um allan hinn mentaða heim. Menn hafa þannig fengið að vita að islendingar væru sér- stök þjóð, með sérstakri löggjöf, því að eins þær sérstöku þjóðir, sem hafa lög- gjafandi þing, hafa rétt lil að vera í Sam- bandinu. Auk þess hafa menn kynnst mentunar- ástandi og löggjöf vorri í gegn um skýrsl- ur þessar í ýmsum efnum. Og það er ó- liætt að fullyrða að sú þekking hafi aukið virðingu fyrir þessari litlu þjóð. Það er mikið efamál hvort þeir fulltrúar, sem sendir hafa verið út í heiminn af Alþingi, og kostaðir af al- mennafé hafa kynt land vort meira eða gert því meiri sæmd, en Kvenrétt.tél. ís- lands heflr gert bæði með skýrslum sínum og sambandi við erlend kvenfélög á ýmsan hátt. Auðvitað mætti gera það betur ef fé væri meira fyrir hendi. Einhverntíma kom fram sú tillaga á Alþingi, gott ef ekki var frá Jóni Ólafssyni ritstjóra, að veita fé handa einhverjum til að rita í útlend blöð og tímarit um ísland, og kynna það þannig. Á því er auðséð að jafnvel alkunnir menn, sem víða hafa farið og þekkja til, álíta að slíkar ritgerð- ir séu þess verðar, að þær séu borgaðar af landsfé. 17. júni 1911. (Lesið upp á samkomu á Blönduósi). Vor œtljörð kœr með hvílan Jald, þars hvelfist loftsins víða tjald svo blátt og bjart og lireint, með vetrarstorma og vetrarís, en vorsól líka er árla ris og sest á aftni seint, sem hafmey prúð í svölum sœ við sólargl, sem kulda blœ hún tign og svipstór situr œ. Par beið hún gegn um öld og ár, svo íturprúð með slegið hár; oft hvíldi þungi á hvarm. En nú er kinnin hlg og hgr, sig hjúfrar vorsins andblœr nýr um brár og livelfdan barm. I dag svo bjartan blómakrans hún bindur hljóð á teiðið hans, síns mesta og síns göfgasta manns. Öll blómin sin vœnstu hún bindur í sveig og ber þau á sonarins gröf. Hún söknuðinn man þegar sólin hanshneig með sigurdgrð kvöldsins — í höf.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.