Kvennablaðið - 19.03.1913, Síða 1
Kvennablftðið koit
ar 1 kr. 60 au. inn-
anlande, erlendis 2
kr. [60cent vestan-
hafa) */• vprðains
borgist fyrfrara, en
*/» fyrir 15. júli.
UppaÖgn skrifleg
bundin við ára-
mót, ógild nema
komin sé til út-
get. fyrir 1. okt
og kaupandi bafl
borgað að fullu.
19. ár.
Reykjavík, 19. mars. 1913.
M 3.
Útsýn
Enskar konnr og kvenréttindamálin.
Af því ísl. blöðin flytja aldrei nema
örstuttar athugasemdir um kosningarrétt-
arbaráttu enskra kvenna, þá er réttmætt
að lesendur Kvennabl. fái stutt yfirlit yfir
sögu þessa máls og hvernig hún stendur nú.
Vér verðum að líta til baka tii árs-
ins 1867., þegar John Stuart Mill bar upp
breytingartillögu við kosningarréttarfrum-
varp karlmanna, sem veitti konum sama
kosningarrétt. Undirskriíta áskorun til
Parlamentisins var þá send út í snatri, og
á 14 dögum undirskrifuðu 1500 alþektar
konur nöfn sín undir hana, Samt var
breytingartillagan feld, en samþykt lög um
að veita búandi karlmönnum kosningar-
rétt.
Árið eftir stofnuðu konur fyrsta kven-
réttindafélag sitt þar í landi: »National
Union af Women Suffrage Societies«. For-
maður var Mrs Millecent Fawcett, sem
enn er fyrir því félagi. Maður hennar var
vinur Mills, og fylgdust þeir að i þessu
máli. Enda var Mrs. Fawcett fyrsta kon-
an, sem talaði þar í landi opinberlega á
fundum.
Santján ára friðsöm agitntion.
Konur unnu nú alvarlega að þvi að
agitera fyrir þessum málum, bæði við þing
og þjóð, í sautján ár. En engu varð um
þokað í þessu máli. Þær héldu fjölmenna
fundi, og fengu einróma fundarsamþyktir
og áskoranir til stjórnarinnar að veita kon-
um kosningarrétt. Þær sendu Parlament-
inu yfir 9000 áskoranir, sem bera nöfn 3
milj. kvenna, margfalt hærri tölu en þvi
hafði verið send í nokkru öðru máli. Meiri
hluti þiugmanna í neðri deild hafði heitið
þeim fylgi sinu, svo alt virtist benda á að
sigurinn væri að eins tímaspursmál.
Árið 1884
bar frjálslynda stjórnin, sem þá sat að völd-
um, upp kosningarlagafrumvarp, sem veitti
miklu víðtækari kosningarrétt, þannig að
mikill hluti verkamanna í sveitunum fengu
hann lika. Við það var sú breytingartil-
laga ger, að veita konum lika kosningar-
rétt. Hún var feld, vegna þess að Glad-
stone, sem þá var forsætisráðherra, talaði
á móti henni, og skoraði á alla þingmenn,
sem væru henni meðinæltir og hefðu lofað
fylgi sinu, að hætta við það, og greiða at-
kvæði á móti, því ef hún yrði samþykt,
þá segði stjórnin af sér. Þeir létu sér það
að kenningu verða, og sviku öll sín fyrri
loforð. Mr. Gladstone hét þá að hann skyldi
greiða veginn fyrir þingmannafrumvarpi
um kosningarrétt kvenna sama ár, og gefa
því nægan tíma til að ganga í gegn um
deildina. En þegar til kom, var það tekið
út af dagskrá daginn, sem það átti að
koma til annarar umræðu.
í 20 ár unnu konur nú áfram þolinmóðlega
að þessari sömu agitation; þær mótmæltu
aðeins stillilega þessum svikum, en héldu
enn rólegu, lagalegu agitationinni áfram.
Margar konur voru reyndar farnar að
missa vonina. Árið 1897 sendu þær Parla-
mentinu feyki stóra undirskriftar áskorun
með 250,000 nöfnum undir. AIIs höfðu
þær sent þinginu síðan 1867 þrjátíu og
tvisvar sinnum undirskriftar áskoranir.
En 1897 tók Parlamentið málinu mjög illa
og skammaði konurnar fyrir þráa þeirra
og uppreisnaranda.