Kvennablaðið - 19.03.1913, Page 2

Kvennablaðið - 19.03.1913, Page 2
18 KYENNABLAÐIÐ Aðferðinni breytt. Þá kemur hin mikla stefnubreyting frá 1905. Nýtt félag hafði verið stofnað 1903: »Women’s Social and Political Union«. Eigin- Iega höfðu verkakonur í námuhéruðunum stofnað það í fyrstu, til að reyna að bæta kjör sín. Þær höfðu afar lág vinnulaun og vildu fá þau hækkuð. En með því að þær höfðu hvorki fé né foringja, sem dugði, vannst þeim lítið á. Þá buðu þær mrs. Pankhurst og miss Christabel Pankhurst og þau mr. og mrs. Pethick Lawrencehjónin að þau skyldu taka að sér stjórn í félaginu. Við það komst félagið 1 annað horf. Það var árið 1905, þegar þetta nýja félag Women’s Social and Political Union« eigin- lega byrjaði á sinni sérstöku aðferð: Að sækja pólitíska fundi þingmannaefnanna við kosningar, og leggja spurningar fyrir þá, á þeim tíma, sem ætlaður var fyrir spurningar kjósendanna. Þá var það á kjósendafundi, sem Sir Edward Grey hélt, að þær Annie Kenny og Christabel Pank- hurst lögðu þá spurningu fyrir hann, hvort hann ætlaði að fylgja kosningarrétti kvenna fram á þingi, ef hann næði kosn- ingu. Hann svaraði þeim ekki, en þær voru dregnar út og hrundið ofan af háum stein- tröppum. Og þá héldu þær samstundis fyrsta mótmælafundinn þar úti fyrir, sem lögreglan var látin sundra með mestu harðýðgi, og draga þær í Holloway fangelsið, þar sem þær voru dæmdar til að vera í glæpa- mannadeildinni, þvert á móti því, sem vant var við karlmenn, fyrir líkar sakir. Þær heimtuðu einfalt fangelsi, eins og pólitískir sakamenn, en þeim kröfum var ekki sint. Traflaðir fundir. Þessu svöruðu konurnar með því, að hvar sem ráðgjafarnir héldu fundi, sem þeim voru andstæðir, þá voru þær þar, til að minna á málefni sitt, og taka fram i fyrir þeim, og fyrir þær sakir einar, voru mörg hundruð konur settar í glæpamanna- fangelsið í Holloway. Sömuleiðis tóku þær oft fram í á fundum fyrir þingmönnunum, eins cg karlmenn gerðu. Blöðin sögðu venjulega, ef karlmenn tóku fram i, að »rödd hefði heyrst«. En væru það konur, þá kölluðu þau þær öllum illum nöfnum. Önnur aðferð hinna svo kölluðu bar- dagakvenna, var að ná samtali við ráðherr- ana, einkum Asquith forsætisráðherra, sem er einbeittur mótstöðumaður kosningaréttar kvenna. En samtal við sig, vildi hann fyrir engan mun leyfa. Nokkrir verka- menn frá hergagnabúrinu í Woolwick höfðu lika beðið hann um áheyrn, en þegar það fékst ekki, þá neyddu þeir hann til að taka á móti þeim, á þeim stað og stundu, sem þeim sjálfum líkaði, en sendinefnd kvenna, með frú dr.Garrett Anderson, sem er borgarstjóri í Aldeborough, og aðrar fræg- ar konur ofan úr landinu, sem stóðu fyrir sendinefndinni, þær fengu beinharða neitun, og þegar þær ætluðu að bíða £eftir að As- quith gengi út, þá var heil lögreglusveit látin reka þær frá. Við þetta og fleiri lík tæki- færi voru mörg hundruð konur settar í varðhald í aðra og þriðju deild Holloway fangelsisins. Hugrekki og dugnaður kvennanna og brot þau, sem þær voru dæmdar fyrir í glæpamannafangelsi, öfluðu þeim samhygð- ar manna, með því að öllum varð Ijóst, að þær voru dæmdar á alt annan veg en karlmenn fyrir sömu sakir. Félag þeirra margfaldaðist að meðlimum, og á hverjum fundi voru stórkostleg fjársamskot. Bæði auðugar og snauðar konur gáfu ríkulegar gjafir í félagssjóð þenna, sem í lok ársins 1912 var orðinn yfir 300,000 pd. sterl. (5,460,000 kr.). Útifundir voru haldnir í öllum borgum landsins, oft afar fjölmennir, þar sem konur töluðu frá upphækkuðum ræðupöllum, og með áhuga sínum og mælsku tókst þeim að vinna almennings- álitið viða með sér. í öllum stærstu tund- arhöllum í Lundúnum og öðrum borgum, hafa verið haldnir fjölsóttir fundir og sam- þyktar fundarálj’ktanir oftast í einu hljóði. Eggjan Gtladstone’s. Þá kom eggjan H. Gladstone’s, innan- rikisráðherra 1908. Það væri ekki nóg, sagði hann, að

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.