Kvennablaðið - 19.03.1913, Síða 5
KVÉNNABLAÐIÐ
21
þeirra voru sendar út á orustuvellina i »Rauða-
kross«-þlónustu. En sumar höíðu gert sin ráð
sjálfar. Pær hluþu inn á meðal riddaraliðsins og
köstuðu sþrengikúlum inn í óvinafylkingarnar.
Tólf- af þeim féllu meðan þær voru að þessu,
og voru grafnar með karlmönnunum, sem féllu
þenna dag. Á undan þessu áhlaupi voru fjór- j
ar konur sendar til Peking í leynilegum erind-
um. Til þeirra hefir aldrei spurst og ætlað er
að þær hafi verið leynilega drepnar. Tvær aðr-
ar her-konur voru sendar að leita þeirra, og um
þær vita menn það, að þær voru teknar af lífi
opinberlega. — Fjórar konur frá Shanghai voru
að minsta kosti innskrifaðar sem dátar í herfylk-
in og drepnar — þær voru dulklæddar sem her-
menn. Ungur maður nokkur sagði okkur, með
leyftrandi augum af stolti, að systir sinhefðidrep-
iðeinn af Manchu-hershöfðingjunum þannig, að
hún hefði miðað beint á hann frá »línunni«.
í þessu, sem i öllu öðru i Kina, þá er eins
og að þétt huia af óvissu sé yíir allri þessari upp-
reist kvennanna. Við höfum beðið konur um
að safna skýrslum um þessa viðburði, og skrifa
okkur sanna sögulega skýrslu eða yfirlit um alt
það, sem konurnar gerðu til að styrkja stjórn-
arbyltinguna. En síðan ég fór frá Shanghai,
hefi egekki fundið neina kvenréttindakonu, sem
hefir talað ensku, svo eg hefi orðið að tala við
þær með túlki. En eg heíd að ofanrituð skýrsla
muni vera rétt og laus við ýkjur af öllum við'
burðum. (Framh.)
Rödd frá fyrri tímum,
Menn halda að það sé nýtt tímanna
tákn að heimta, að konur fái verklega sér-
mentun til þess að geta unnið fyrir sér,
og margir hrista höfuðin og óska að hinir
góðu, gömlu tímar kæmu aftur, þegar ungu
stúlkurnar gengu hálfiðjulausar og biðu
eftir biðlinum, og ef þær lærðu eitthvað,
þá var það að eins til þess að undirbúa
sig undir húsmóðurstöðuna, þótt oft færi
svo að hana fengu inargar þeirra aidrei,
og yrðu að lifa ósælu ölmusulífi hjá ætt-
ingjum sinum, af þvi að þær höfðu ekk-
ert lært, sem þær gátu lifað af sjálfstæðu lífi.
En oft hefir það líka komið i ljós að
víðsýnustu og vitrustu mennirnir hafa haft
sömu skoðanir á þessu efni eins og við
höfum nú á tímum. Hinn stórgáfaði sænski
rithöfundur, CartJonas Lowe Almquist, f.
1763, einn af merkilegustu og fjölhæfustu
sænskum rithöfundum lýsir skoðun sinni
á þessu máli, i ritgerð, sem hann kallar:
»Heiður vinnunnar« á þessa leið:
»Konan á að undirbúast til að leysa
öll þau störf af hendi, sem henni eru fær,
svo hún með guðshjálp geti unnið fyrir
sjálfri sér með sjálfstæðri atvinnu. Hún
má ekki ætla sér að gifta sig, sem úrræði
til þess að sjá sér farborða, því þá mun
hún gera mann sinn ógæfusaman, og eyði-
leggja sjálfa sig. Þaö er svívirðing fyrir
konur að vera ómagi manna sinna, eins
og það er skömm fyrir karlmenn að fæð-
ast af slíkum konum.
Það er virðingarsök fyrir hverja konu
að hafa ekki samfarir við nokkurn mann,
nema hún elski hann. Hún breytir sví-
virðilega ef hún tekur hvaða mann sem
væri, sem gæti fætt hana og klætt óg gefið
henni hús og heimili og eiginkonu nafn.
Þess vegna á hún að læra einhverja
atvinnugrein, og stunda hana með glöðum
og góðum vilja, svo hún neyðist ekki fá-
tæktar vegna, til þess að taka saman við
einhvern, sem hún ekki elskar, þvi það er
stór synd.
Konan á ekki að trúa þeim, sem segja
sterkan vilja og skýra vitsmuni, að hún
gæti lært það, sem hún þarf á að halda
til þess að geta unnið fyrir sér á heiðar-
legan hátt, sjálfri sér til ánægju og sæmd-
ar. Hún má heldur ekki trúa þeim, sem
segja að konunnar ákvörðun sé að lifa í
þrældómi, og undir annara stjórn, og að
þær missi kvenleika sinn, ef þær vinni
sjálfar fyrir sér með sjálfstæðri vinnu.
Konan á eins og karlmaðurinn að hlýða
guði og þjóna lionum, á hvaða hátt sem
góð þjóðfélagsskipun heimtar. En það er
langt frá því, að vera þrældómur, og því,
að hlýða öllum fyrirskipunum annara
Engin kona getur gert nokkurn eigin-
mann algerlega hamingjusaman, ef hún
elskar hann ekki. Þess vegna má karl-
manninum þykja vænt um að konurnar