Kvennablaðið - 19.04.1913, Page 1
Kvenn&blaðið kost
ar 1 kr. 60 au. inn-
anlands, erlendis 3
kr. [66 cent vestan-
hafa) */• ▼‘‘Tðsina
borgist fyrfram, en
a/» fyrir 16. júli.
UppsÖgn Bkrifleg
bundin við &ra-
mót, ógild nema
komin sé til út-
got. fyrir 1. okt
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
19. ár.
Reykjaví k, 19. a p r il 1913.
M 4.
o
o
)OOOOOOOGOOOOOGOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOGOOCOOCOOOO(
Árni Eiríksson,
Austurstræti 6. 3
o
Alt af nægar birgðir af Vefnadarvöruni, Prjonafatnadi, Solik- O
uni og Vetlinguin. Enn fremur ííreinlætisvörur frá Gólfþvotta-
o
o
o
klútum til Tannbursta, og fjölda margt fleira, t. d. ýmislegt hentugt til O
Suinargjafa og tækifærisgjafa fyrir fullorðna og börn. 3
Gódar rörurl Gott verdl o
o Fljót og lipur afgreiðsla! o
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOGOO
Ú t s ý n.
(Frh). í henni tóku þátt konur frá öll-
um hlutum Iandsins. Tuttugu járnbraut-
arlestir gengu aukreitis, til að flytja þær til
og frá. í Hyde-Park, þar sem þær námu
staðar, voru 20 ræðupallar reistir, og töl-
uðu konur á þeim öllum í einu, en þó
heyrði engin til annarar. Á hverjum ræðu-
palli var borin upp tillaga til fundarsam-
þyktar, sem var samþykt með miklum á-
huga. Fréttaritari »Times« áætlaði, að þar
hefði verið hálf miljón til 570 þús. manns
saman komin. Á samskonar samkomu í
Hyde-Park, sem verkamenn héldu 1884,
þegar kosningarlaga-frumvarp þeirra var á
ferðinni, voru þó ekki nema 40 þús. manns
samankomnir. Eftir þenna mótmælafund
fylgdu margir fleiri fundir hingað og þangað,
og skrúðgöngur. Ein skrúðgangan var haldin
í London 1912 og tók það 3 klst. að kom-
ast þaðan sem hún hófst og til enda.
Miðlunar-frumyarpið.
Allir þessir stóru mótmælafundir höfðu
engin áhrif á Asquith, sem sagðist vera
enn eindregið móti kosningarrétti kvenna,
og neitaði þess vegna að bera fram stjórn-
arfrumvarp um það. í þessum vanda var
mynduð stór nefnd af þingmönnum úr öll-
um pólitískum flokkum þingsins, sem samdi
miðlunar-frumvarp, sem kallað var »The
Conciliation Bill«, sem þeir héldu að allir
flokkar mundu sætta sig við, og mundi
geta komist gegnum þingið, sem þing-
mannafrumvarp. Suffragetturnar lofuðu að
gera vopnahlé, þangað til afdrif frumvarps-
ins væru kunn, og frumvarpið var sam-
þykt við aðra umræðu með 299 atkv.
gegn 189. En þá sýndi stjórnin, að hún
væri ekki hlutlaus, eins og hún hefði heitið,
heldur fjandsamleg kosningarrétti kvenna.
Hún neitaði tíma til þriðju umræðu frum-
varpsins, og svo var þingtíminn úti og
málið dautt.