Kvennablaðið - 19.04.1913, Page 3
KVÉNNABLAÐIÐ
27
Fáein orð
um
eldhúsfrelsi og búrréttindi.
wfaö getur verið gott fyrir »dömur« og
»frúr« í kaupstöðum að fá meira frelsi, en fyr-
ir okkur, kvenfólkið í sveitunum, held eg það
skifti litlu máli«.
Nokkrum sinnum hefl eg heyrt konur
mæla á pessa leið.
Og þær be'ra ýmsu við. Segjast ekki vera
vaxnar því að fá aukið frelsi, þær skorti ment-
unarþroska til að kunna með að fara.
Aðrar segja, að þær séu svo önnum kafnar,
sem mæður og húsmæður eða vinnukonur, að
þær mundu ekki geta tekið þátt í opinberum
störfum eða hagnýtt sér meira frelsi en þær
hafi nú.
Og því er ekki að leyna, að við karlmenn
láum öðru hverju að heyra það, að ráðríki okkar
mundi koma í veg fyrir notin, er af auknu frelsi
kynni að mega hafa að öðrum kosti. Og þó
engu af þessu sé borið við, þá eru sumar mæð-
ur og meyjar svo fínar og teprulegar, að telja
það beinlínis ókvenlegt, að eiga þátt í sveita-
málurn, hvað þá í landsmálum. í landsmálum!
Ekki nema það þó, fyrir kvenfólk, að fara að
sitja á fundum með karlmönnum og skifta sér
af almennum málum! Og þó kastaði tólfunum
þá fyrst verulega, ef frelsisaldan bæri þær inn
í stjórnmálin! Mér er nær að halda, að sumar
ungu stúlkurnar líti svo á, að stjórnmálaaf-
skifti beri vott um sérstaka lítilsvirðingu fyrir
kvenlegu eðli.
Veigalitlar virðast mér þær margar þessar
viðbárur. En ámælisvert er það ekki að sama
skapi.
Pað er ekki langur tími siðan að mikill
hluli allrar þjóðarinnar efaðist um gildi frels-
isins fyrir einstaklinginn.
Og er þá eigi að undra, þótt fuglabúrsvist
kvenna á liðnum öldum hafi takmarkað loft-
hæðina í huga þeirra.
Pað má svo að orði kveða, að frelsi kvenna
hafi eigi náð út fyrir eldhússdyrnar að þess-
um tíma.
En það er saifnast að segja, að eldhúsin
hafa ekki verið svo björt eða loftgóð hingað að,
að þau hafi verið mcð öllu hættulaus fyrir
líkamann, hvað þá fyrir andann. Enn þá síður
má hann við reyk og loftleysi. Hann hlýtur að
hafa rúmt um sig til þess að þroskast og dafna.
Honum er alt öðruvísi farið en munum þeim,
er geymast bezt sem næst hlóðunum eða elda-
vélinni, þrátt fyrir það, að hann getur vanist
þcirri hangikjötsvist svo, að hann uni henni
sæmilega. Hann getur jafnvel orðið eins og
fugl í búri, kann bezt við sig í tjóðri vanans.
Má eg nú spyrja? Hvenær haldið þið að
þið verðið vaxnar því að fá frelsi á borð við
karlmennina? Pið teljið skort á mentun
því til fyrirstöðu. En hvenær rætist úr
þeim skorti, á meðan frelsi ykkar er svo tak-
markað, að þið komist ekki inn fyrir þrösk-
uldinn á mentastofnunum þeim, er vænta má
að hafi bezt tök á að þroska anda ykkar?
Eg sé ekki betur en að ófrelsið standi hér
i vegi fyrir aðalskilyrðunum.
Nei, engar viðbárur! Gerið kröfur til jafn-
réttis, hættið ekki fyr en þær eru uppfyltar,
þá fáið þið lykilinn að þeim mentunarþroska,
sem þjóðin getur veitt bæði með skólum sín-
um og opinberum störfum.
Engin kona má láta sér nægja eldhúsfrelsið
hvorki fyrir sig né dætur sínar framvegis.
Pað getur verið, að sumum konum þyki
þau réttindi nægja, að eiga ráð á búrlyklinum,
en færri munu þær vera og er það gott. Það
eru veigalítil réltindi, sem komast fyrir í búr-
krókunum, jafnvel hversu mikið sem þar er
saman komið af nauðsynjum lífsins, hvað þá
þegar þau eru af skornum skamti. Nei — búr-
réttindin hafa alt af verið þröng, skammarleg
þrælaréttindi.
Þær konur, sem neita því, að baráttan fyrir
frelsi og réttindum kvenna sé þýðingarmikið
starf, þær eru blindar af eldhúsreyk vanans og
skilja ekki, hvað frelsið getur haít að þýða í
baráttunni íj'rir daglegum þörfum sálar og lík-
ama, — því sálin hefir sinar þarfir á sinn hátt
eins og líkaminn.
En eg skal engar krókaleiðir fara í þessu
máli. Hverjar athaínir þjóðfélagsins eru þannig
vaxnar, að þær komi að eins við karlmönnun-
um? Hver eru þau störf þess, er konum séu
óviðkomandi?
Tökum til dæmis landbúnaðinn. Snerta af-
leiðingar af linignun hans eða framförum ekki
nokkurn veginn jafnt karla og konur? Eða
samgöngufærin, ætli þau geti talist miklu þýð-
ingarminni fyrir konur, jafnvel þó því yrði
borið við, að þær noti eigi vegi eða brýr að
sama skapi og karlmenn, eða taki sér sjaldnar
far með skipum? í fám orðum sagt: Mega at-
vinnumálin til sveita og sjávar eigi vera jafn-
mikil áhugamál kvenna og karla? Er það ekki
sameiginlegur hagur manns og konu, þegar
afurðir aukast, vaxa í verði, og útlenda varan
fæst með betri kjörum? Hjálpar það ekki til
þess að uppfylla þarfirnar sameiginlega?
Skifta mentamálin ekki ámóta mikið alt
þjóðfélagið, karla og konur? Er kristindómur-
inn konum síður viðkomandi? Og er nokkurt
vit i því að segja, að að eins annan helming