Kvennablaðið - 31.03.1916, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 31.03.1916, Blaðsíða 5
KVENNABLABÍÐ 21 vera með til þess að skapa efni i_ menn, sem að eins sé metið eftir sjónarmiði þjóðasamkepninnar, heldur að mann^efnin séu metin sem lifandi þjóðarkraftur, sem beri að vernda á allan hátt, þjóðinni sjálfri til heilla og framfara. »Að gefa líf, til þess að því sé eytt aftur, það er hið sorglega hlutskifti kvenna villiþjóðanna. En að gefa líf, varðveita það og þroska, það er hin gleðiríka líísákvörðun siðmenningar-kvenn- anna. Óljósar náttúruhvatir og vanmáttur eru hinar raunalegu uppsprettur, sem móð- urnafn fyrri tíða kvenna spralt úr. En af fullum, frjálsum og ábyrgðarrikum vilja og frjálsu vali mun móðurstaða frarn- tíðarkvenna spretta«. Út af þessum hugleiðingum kemst hún eðlilega að strfðinu og afleiðingum þess, þar á meðal hinum voðalegu kynsjúk- dómum og útbreiðslu þeirra. Móti kröf- urn stjórnmálamannanna um, að konur fæði nú sem allra flest börn handa fóst- urjörðunni, setur hún þá kröfu kvenna — vegna þeirra sjálfra og óborinna kynslóða að ekki einn einasti maður, sem verið hafi í stríðinu, fái, að því afstöðnu, heimfararleyfi, fyr en eftir nákvæma lækn- isskoðun og tryggilega rannsókn. Slik krafa hefir lika komið fram frá þýzka fé- Iaginu, sem er til varnar kynsjúkdómum, og í því félagi eru margir frægir læknar. Sannarlega veitir ekki k'onum ófriðar- landanna af þvi að hafa bæði vit og vilja til að ganga sinn eigin beina veg, ef þær eiga ekki að sökkva ofan í alt þetta hræði- lega myrkur, sem umkringir þær. Ætla Frakkar að verða tvikvœningar? Þessi spurning er hvorki gaman né háð, heldur hræðilegasta alvara. Hún er titill á »leiðara« i La Francaise nú í vetur. Þessi grein skýrir frá því, að manntjölgunar- málið sé rætt þar með jafnmiklum fjálg- leik og i hinum Sambandsríkjunum og Miðríkjunum. Greinin sýnir, hvað voðalega Iangt Frakkar ganga í þessum efnum. Og höf. vísar ekki þessari spurningu frá sér sem fjarstæðu, heldur rökræðir hana Iið fyrir lið, eins og þegar menn berjast af öllum kröftum fyrir sínurn málstað. Hún tekur upp ástæður mótpartsins og rökræðir þær: Ein miljón kvenna verða að stríð- inu loknu í Frakklandi umfram tölu karl- manuanna. Er það leyfilegt að dæma þær til einlífis? Ætti ekki að leyfa þeim að eiga mann i sameiningu með annari konu? Börn verðum við þó að eignast! Sjálf svarar hún svo þessari spurningu með því að ‘spyrja landa sína, hvort þeir hafi barist svo lengi móti þeim þjóðum, sem þeir kalli siðlausar, til þess á tuttug- ustu öldinni eftir fæðingu Jesú Krists að innleiða fleirkvæni í »Code Francais«. Sem vér vitum hafa ekki franskar konur kosningarrétt. Lagalegt íleirkvæni geta því tuttugustualdarmennirnir lögleilt, eins vel og þeir geta í alvöru rökrætt slík mál opinberlega. England í skuld við Edith Cavell. í vetur hélt Asquith ræðu í neðri deild- inni í Parlamentinu, þar sem hann talar um hið »undursamlega ár i sögu Eng- lands«, sem öllu öðru fremur hafi kent mönnum, hvilíka karla og konur England tigi, eins og t. d. Edith Cavell, hjúkrun- arkonuna nafnkunnu, sem með hugrekki sínu, með því að vinna fyrir land sitt og þjóð með dauðann visan fyrir augunum hefði gefið hrauslustu mönnum fagurt eftirdæmi um fullkomnasta hugrekkið. Og svo bætir forsætisráðherrann við: Og í hinu sameinaða brezka konungsríki finn- ast þúsundir likra kvenna, sem við höf- um ekki vitað að væru til, þangað til fyrir einu ári. Rithöfundurinn Bernhard Shaw skýrir þessi ummæli ráðherrans á sinn hátt, sem ráðherranmn hefir líklega ekki getist sér- lega að. Bernhard Shaw segir, að eftir það, sem Edith Cavell hafi gert fyrir England, þá sé eðlilegt, að enskir menn

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.