Kvennablaðið - 31.03.1916, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 31.03.1916, Blaðsíða 6
22 KVENNABLAÐIÐ álíti hana hetju. En þeim sæmi varla að spjalla mikið um, hvað hún hafi þolað sem kona. Kynferði hennar geri ekkert til, og engin ensk hegningarlög geri nokkurn mun á karli og konu. Ekki sæmi þeim heldur að tala svo ákaflega riddaralega um hana, því að hefði hún komist lifandi heim aftur frá Belgíu og krafist að fá pólilisk réttindi, sem veitt eru sérhverjum óbrotnum karlmanni, og ef hún svo hefði brotið eina rúðu til þess að vekja athygli manna á sér, þá mundi hún hafa verið gefm skrílnum á vald, sem hefði meitt hana og móðgað sem allra grófast og síðan misþyrmt henni likamlega sem ó- þyrmilegast, með samþykki þeirra manna, sem nú dýrkuðu hana sem hálfguð eða gyðju. »Það sem við getum gert í viður- kenningarskyni við hana«, bætir hann við, »það er að gefa kynsystrum hennar póli- tisku réttindin. Ef þessari tillögu verður tekið með dauðri fyrirlitningu, þá veit ég að sjálfsfórn Edith’ Cavell’s er neitað af ættjörðu hennar«. Það hlýtur að vera ofurlítið óþægilegt fyrir Mr. Asquith að vera mintur á þetta núna, einmitt þegar hann er nýbúinn að lýsa yfir þvi, að hann hafi ekki fyrri vitað að til væru hugaðar konur á Englandi, og vera þá mintur á þær konur, sem fyrir hans tilstilli hafa verið æstar upp svo lengi, að þær hafa sýut sig reiðubúnar að fórna lífi sínu fyrir það málefni, sem þær unnu fyrir. Rænuleysi. Undarlegt virðist pað, livað ungar stúlluir hér á landi virðast margar gjörsneyddar allri félagstilfinningu og áhuga fyrir öllum sköpuð- um hlutum. Pað er algerlega undantekning, ef ung stúlka tekur sig fram um nokkurn skap- aðan hlut, sem miðar til framfara eða bóta fyrir aðra í nokkru. Oftlega heyrast þær kvarta og klaga yfir lágum launum og ranglátum. En aldrei verða menn varir við að pær geri neitt til að koma á félagslegum samtökum og sam- vinnu, í því skyni að bæta kjör sín, eða sér til gagns og framfara í nokkurri grein. Pær þumbast þetta hver út af fyrir sig, alt af hálf- óánægðar og nöldrandi með atvinnu sina, ef þær hafa hana nokkra, en aldrei gerandi ncina alvarlega tilraun til að koma á félagsskap, sem heimti neina sérþekkingu af þeim og fullkomn- un i sinni atvinnu, eða til þess að bæta kjör þeirra allra yfirleitt. Nei, svari menn kvörtunum þeirra yfir launa- mismun þeirra sjálfra og karlmanna, sem stunda sömu atvinnu, því, að þær skuli mynda félags- skap sín á milli, samtök og samvinna geli valdið þungu hlassi, og margar liendur geti lyft því bjargi, sem ein fái ekki bifað, þá ypla þær öxlum og segjast ekki kæra sig um félags- skap. Og bendi menn á, að þetta sé eitt af kvenréttindamálunum, þarna sjái þær mismun- inn í einu atriði milli þeirra og karlmannanna, þá hlægja þær fyrirlitlega og segjast ekki kæra sig um fiein »kvenréltindiv, — þær hafi nóg réttindi, vilji þau alls ekki fleiri né meiri. 'Ef menn vissu ekki að margar ungar stúlkur eru vel gefnar að ýmsum hæfileikum, þá gætu menn haldiö að það væru alveg óvenjulega heimskar konur, sem nú væru að vaxa upp, eftir þessum og þvílíkum tilsvörum að dæma. Hvað er það leyfi og vcnja, sem nú er að verða algeng, að ungar og gamlar konur, kom- ist að sem ílestum stöðum og sýslunum, sem karlmennirnir liata áður liaft, annað en rétt- indi fyrir konur til að taka þátt i samkepninni á vinnumarkaðinum sem þær áður voru al- gerlega útilokaðar frá ? Ungu stúlkurnar okkar mega vita, að það eru ekki margir tugir ára síðan þessi réttindi voru konum leyfð, það er að segja: síðan vinnuveitendur fóru að líla á þann möguleika, að nota konur til ýmsra starfa. Pað cr vist ekki meira en 20 ár, ef það er svo mikið, síðan fyrsta stúlkurnar hér í bæ kom- ust að verzlun, með afarlágum launum, þvi auð- vitað var það til að spara sér fé, að vinnuveit- endur í fyrstu fóru að nota stúlkur við ýmsan atvinnurekstur sinn. Og stúlkurnar, sem þá áttu ekki völ á annari atvinnu en að vera vinnu- konur, gripu báðum höndum hvert litið ta'ki- færi sem þeim bauðst, til að gela unnið fyrir sér, og þurfa ekki að vera foreldrum og vanda- mönnutn til byrði. Svo komu stöðurnar við barnakenslu, en fáar voru þær i fyrstu, og feit voru ekki launin. En dyrunutn var þá ofur- lítið lokið upp að atvinnumarkaðinum, og kon- urnar tróðust á hurðina og opnuðu hana meira og meira. Bráðum mun hún standa upp við vegginn og dyrnar galopnar fyrir konurnar og alla þeirra hæfileiká.— Hvílík gleði ætti það ekki að vera fyrir ungt fólk? Pað er naumast mögulegt að skilja að til sé svo mikið rænu-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.