Kvennablaðið - 31.07.1916, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 31.07.1916, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐI© 55 Út af líkri deilu í finskum blöðum og tímaritum, hefir einn af merkustuuppeldis- fræðingum Finna, prófessor Oker-Blom í Helsingfors tekið til máls um þetta efni. Hann hefir áður ritað margar bækur um börn, eðli þeirra og uppeldi, og hefir verið nú í tíu ár, læknir við finsku alþýðu-barna- skólana í Helsingfors. Nú við síðustu ára- niótin, þegar hann lagði þetta starf niður, þá ritaði hann bók um reynslu sína og skoðanir um barnaskólana, bæði hvað heilsu barnanna snerti og fleira. Þar á meðal eru margar athuganir og ályktanir viðvíkjandi samskólakenslunni og sam- skólauppeldi barnanna, sömuleiðis um kenslukonur og kennara, kenslustörf þeirra og árangur og áhrif af þeim. Með því það er bygt á reynslu hans, og aðstaða þess- ara skóla líkist að mörgu skólum vorum, sem allir eru samskólar, er bæði konur og karlar kenna við, býst Kvbl. við að les- endunum þyki fróðlegt að heyra álit hans um þessi efni. Höf. segir að í undirbúningsbekkjunum í lægri alþýðuskólunum, þar sem börnin eru á aldrinum milli 7—9 ára, þar séu börnin mjög móttækileg fyrir að hafa gott gagn af kenslunni og áhrifum skólans. Það sé alveg jafnt með drengi og stúlkur. I efri bekkjum hærri alþýðu-barnaskólanna geti þetta verið dálítið öðruvísi. Þar eru drengir og stúlkur sitt í hverjum bekkj- um og þar geti verið dálítill munur. Venju- lega sé framför stúlkubarnanna góð, út allan skólann, þegar frá sé dregnar örfáar undantekningar, þar sem ríkt inngrónar lakari tilhneigingar og lyndiseinkenni fari að koma í Ijós, fyrst við 12—13 ára ald- urinn, þegar komið sé upp í efri bekkina. »Dálítið sé þessu öðruvísi farið í drengja- bekkjum hærri alþýðu-barnaskólans. f fyrsta og öðrum bekknum verði menn varir sömu menningaráhrifa á drengjum, eins og komi fram í lægri skólunum, í samskólabekkjunum. En í efri bekkjun- um líti oft út sem áhrifin séu ekki jafn góð. Skapferli drengjanna er sem menn vita, öðruvísi en telpnanna, og það er eðli- legt að þessi munur fari einmitt að koma fram á umbrotatímum unglingsáranna, sem drengirnir eru nú að komast á. I þessum bekkjum kenna karlmenn einir, og það eru ekki neinar ávítur eða ámæli til þeirra, þótt þetta sé sagt. Þvert á móti eru til drengjabekkir, þar sem engin slík afturfaraáhrif finnast, ef eg má kalla það svt>, heldur geta þeir í þessu tilliti fullkom- lega telft við telpubekkina. Eftir að í mörg ár að hafa aðgætt al- þýðu-barnaskólana í Helsingfors, hafaár- lega verið gerðar hérumbil 200 læknisskoð- anir á sumum bekkjunum, og við þau tækifæri, sem hafa gefið framkomu nem- endanna nokkuð frjálsari blæ, sem áreið- anlega speglar menningarástand þeirra, þá heji eg stundum komist að þeirri niður- stöðu, að drengirnir í samskólabekkjunum stóðu þar hærra, en nemendurnir í hinum föstu drengjabekkjum hærri skólans. Eg ætla ekki að reyna til að skera úr því hvaða ástæður hafa unnið að þessum góða árangi meðal drengjanna í samskóla- bekkjunum, eins og eg álít mig ekki held- ur geta dæmt um, hvort telpurnar í sam- skólabekkjunum kunni að hafa fengið nokkur skaðleg áhrif af þessu sameigin- lega uppeldi, sem eg hefi þó ekki getað fundið neinar líkur til. Ef samskólauppeldið hefir í sjálfu sér svona góð áhrif á drengina, þá verður spurningin þessi: Hvort er kennarinn eða kenslukonan hæfari til að stjórna samskóla- bekk? Hvert þeirra hefir venjulega betri skilyrði til að fóstra börn, í orðsins fylstu merkingu? Reynslan er sú venjulega, að framförum hvers bekkjar í þekkingu, og enn nú fremur framför hans í siðmenn- ingu, sé áreiðanlegasti votturinn um kenslu- hæfileika kennara bekksins, um skoðun hans á skyldum sínum sem uppeldisfræð- ingi og fóstra, og um hans eigið siðmenn- ingarástand. í Helsingfors eru flestallir samkenslubekkirnir lagðir í hendur kenslu- kvenna. Góð siðmenning og framfara- árangurinn hjá drengjunum í þessum betkjum ætti þá, ef þessar athuganir eru

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.