Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 2
18 KVENNABLAÐIÐ sem sérstaklega lagði áherzlu á að vera landbúnaðarskóli ásamt almennum hús- stjórnarskóla, enda hafa bæði Norðmenn og Danir tekið hann til fyrirmyndar að ýmsu leyti. Reyndar höfðu Finnar um likt leyti sett svipaðan skóla á fót hjá- sér, en hann var þó ekki jafnfullkominn og Rim: forsaskólinn, enda bætir hann stöðugt við sig námi, sem reynslan sýnir að er nauð- synlegt. II. Rímforsa-landbúnaðarskóli er stofnaður og rekinn ^af hinu alþekta Fredrika-Bre- mer-Sambandi, sem er sambandsfélag sænskra kvenna og eru deildir af því víða í Svíþjóð. Tildrögin til þessarar stefnu var fyrirlestur, sem haldinn var í félaginu 1903 um: »Verður nokkuð gert til að draga úr úlflutningi og Ameríkuferðum ungra kvenna og hætlunni, sem stafar af því?« Þar var bent á að ógiftu konurnar, sem j flyttu af landi brott, væru miklu fleiri en ungu karlmennirnir, sem færu. Unga fólk- ið væri auðlegð landsins. Spyr nú enginn eftir hvers vegna allar þessar þúsundir ungra stúlkna vilji yfirgefa landið? I fyrirlestrinum var tekið fram, hvernig þessi fjöldi kvenna væri aðallega frá sveit- unum. Stundum færu þær fyrst til bæj- anna og verksmiðjanna og þaðan aftur til útlanda. Svo var bent á hvað nauðsynlegt væri að kenna sveitakvenfólkinu þau störf, sem það ætti helzt að vinna og það þyrfti að gerast í tíma, því konur vöntuðu oftast bæði þekkingu og áhuga fyrir þessum störfum. Það væri ekki til neins að ætlast til að dætnr lærðu alt slíkt af mæðrum sínum. Tímarnir heimtuðu framför og breytta siði. Auk þess hefði konum aldrei neitt slíkt verið kent alment, svo margar mæður væru mjög vankunnandi í því. Árið 1904 fór forstöðukona félagsins, frk. G. Adelborg til Danmerkur, til að kynna sér þá hússtjórnarskóla, sem þar kynnu að vera fyrir sveitakonur. í ferðaskýrslu sinni segir hún, að hversu mörgu sem hún hafi kynst og séð í Danmörku, þá hafi hún engan slíkan skóla fundið, sem hún hefði í huga og vildi fá, þannig, að þar gætu sveitastúlkur fengið bóklega og verk- lega tilsögn í öllum þeim störfum sem að landbúnaðarheimilunum lj’tu, sem lconur þyrftu að vinna við. Þar væru engir skólar, sem kendu konum að fara með skepnur, t. d. kýrnar eða að mjólka, og fara rétt með mjólkina og koma henni i mat. Menn væru að eins að ráðgera að koma þeim upp. Út af þessum upplýsingum og hugleið- ingum var kosin 3 kvenna nefnd til að athuga og undirbúa málið. í nefndinni voru þær frú Lizinka Dyrssen, frk. Lotten Lagerstedt, og frk. Adalborg. í þessa nefnd var síðar bætt fleiri konum og hún gerð að stjórn skólans. Það sást brátt að þessi hugmynd um nýjan landbúnaðar kvennaskóla hafði test rætur og náð vinsældum fólks. Félagið á- kvað þá að stofna Landbúuaðar hússtjórn- arskóla handa kenslukonum. Skólinn var síðan stofnaður á Rímforsa, sem áður var ferðamannahótel. Eigandinn, konsúll Óskar Ekmann keypti hótellið og lánaði félaginu það leigulaust með öllum húsum og 10 tunnu landi. Hann lét einnig gera allar nauð- synlegar umbætur á búsunum og breyt- ingar, byggja dálítinn rauðmálaðan bónda- bæ rétt hjá, og útbúa hann til kenslu í »smábændabúskap«, ásamt fjósi. hlöðu o. s. frv., alt án nokkurs endurgjalds, af því hann áleit fj’rirtækið gert í þarfir föður- landsins. 1910 brann skólinn, svo þá varð að byggja nýtt skólahús frá grunni. Þá breytti konsúllinn fyrri skilyrðunum og gaf skólanum landið og byggingarnar til fullrar eignar og umráða. En þótt skólahúsið og jörðin fengist, þá vantaði nú alla innanstokksmuni og áhöld, bækur etc. En ekki var styrkur af opin- beru fé veittur nema 2500 kr. og af land- búnaðarfélaginu 3900 kr. auk einstöku gjafa frá prívatmönnum. Nú var það skólafyrirkomulagið, sem erfiðast var að ná svo heppilegt reyndist, með því að enginn slíkur skóli var nein-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.