Kvennablaðið - 31.05.1919, Síða 2
34
KVENNABLAÐIÐ
um að velja þær í nefndir til þess, sem sét-
þekking kvenna gæti bezt notið sín. Það hefir
oft litið út, sem þeim væri ekkert illa við
að konurnar létu sem minst á sér bera, og
sem minst tillit væri til þeirrá tekið, ef
dæma skal eftir því, hvernig þeir undan-
tekningarlítið hafa gengið fram hjá þeim við
flestar nefndarkosningar. En konurnar eru nú
sem stendur aðeins tvær, þeir 14, — svo þeir
hafa öll töglin og hagldirnar, — ábyrgðina og
heiðurinn af þvi, hvernig bænum er stjórnað.
Barnadagurinn.
Á öllum Norðurlöndum haía menn nú í
mörg ár vanist við að vakna einn góðan
veðurdag upp við að alt væri á fiugi og ferð.
Bílar og vagnar fara um göturnar með alla-
vega skrítilega klæddar ungur stúlkur. Það
einkennilega er, að þessir vagnar þjóta ekki
áfram, heldur fara hægt og hægt, og ungu
stúlknrnar inni í þeim veifa í höndunum
sparibyssum og buddum, eins og þær ætlist
til að eitthvað sé í þær látið. Og á götun-
um morar alt líka af ungum stúlkum, sem
eru þar í sömu erindagerðum. Þær hafa allar
merki, því þetta er sérstakur dagur, sem
þær vinna fyrir. Það er Barnadagurinn eða
Barnahjálpardagurinn, eins og Ðanir kalla
það.
í hverri borg, sem nokkuð kveður að eru
þessir Barnadagar nú orðin föst skemtun.
Því þá er svo sem meira og fleira gert en
betlað. Auðvitað er það gert í stórum stíl
og sumir eru sárgramir yfir þvf, að þeir hafi
ekki frið inni á heimilum sínum, auk heldur
á götunum. En þá eru allar skemtanir fáan-
legar að kveldinu, því listamennirnir leggja
sinn stóra skerf af vinnu til Barnadagsins.
Tilgangurinn til þessarar fjársöfnunar er
líka vinsæll. Því fé skal verja til að koma
fátækum og munaðarlausum borgarbörnum
dálítinn tíma upp í sveit, til þess að þau fái
gott loft, mjólk og hvíld írá skólum, og góð-
an mat. Svo þau hressist og fái roða í kinnar
og kjöt á kroppinn.
En sumstaðar hafa menn líka farið aðra
leið. Komið upp eða keypt sumarheimili fyrir
börnin, og látið svo, einhverja góða konu eða
karl stauda fyrir því. Börnin í bæjum eru
svo veikluð oft og tíðum, að þeim veitir ekki
af að komast í gott sveitaloft. Veldur margt
því, en ekki síst hin illu og óhollu húsa-
kynni, sem margt af efnaminna fólkinu verð-
ur að búa við. »
Og fátt er líka vinsælla en „Barnahjálpin “
í stórbæjunum. Skólakennararnir gangast oft
fyrir að skrifa í sveitirnar og setja auglýs-
ingar í biöðin (sem þau gefa, af því það er
í þessu skyni) til sveitafólksins, að biðja það
að taka nú 4—6 sumarvikur einhvern fá-
tækan skólakrakka, og lofa honum að vera þar
og líða vel í sumarleyfinu. En þar. sem þarf
svo að gefa með börnunum eru notaðir pen-
ingarnir, sem safnast inn Barnahjálpardag-
inn, og ýmsir barnavinir leggja af mörkum
í þessum skyni. Járnbrautirnar veita þeim
ókeypis far til og frá, og bæjarstjórnirnar
styrkja þetta líka smstaðar.
Oft er glatt á hjalla, þegar sá lang-
þráði dagur rennur upp, að börnin fari af
stað. Þau fara ætíð öll sömu dagana. Þá
verður að fylgja þeim á járnbrautarstöðvarnar,
og koma þeim inn í vagnana. Síðan er litið
eftir þeim á allri ferðinni.
Oft hafa samskotin, sem inn komu þenna
eina dag, verið talsvert á 2. hundrað þúsund
krónur. Má af þeirri tölu marka hvað vin-
sælt fyrirtækið er.
Stokkhólmsbúar hafa hér, sem víða
annarstaðar, litið á þetta mál með bæði opnu
hjarta og höndum. Þeir gera svo mikið fyrir
uppeldi og heilsu barnanna, hvar sem bví
verður við komið. Þeir hafa íengið Barna-
hjálparnefndinni heila eyju þar úti í skerja-
garðinum til sumarbústaðai- handa fátækum
börnum. Þessi barnaey er sögð vera „hrein-
asta paradís, að fegurð og heilnæmi". Þangað
er ætlast til, að öll fátæk börn í Stokkhólmi
verði send á sumrin með tímanum. En enn
þá hefir það þó að eins verið nokkuð á
annað þúsund börn, sem komist hafa þangað.
Allur kostnaðurinn við það hefir verið greidd-
ur af samskotafé eða gjöfum frá einstökum