Kvennablaðið - 31.05.1919, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ
35
mönnum. En árlega fjölga litlu aumargest-
irnir á Barnaeynni. Það eru alt saman fátœk
alþýöuskölabörn. — ForstöÖuna hefir á hendi
alþýðuskólakennarinn C. Waisberg. (Frh.)
Móðbréf.
Alt hefir sinn tíma, segir prédikarinn. Þetta
á ekki sízt við um gömlu fötin okkar, þegar
vorið kemur með löngu björtu kvöldin, þá
langar okkur enn þá einusinni til að fara að
dæmi slöngunnar, skifta um ham og verða
flunkurnýjar frá hvirfli til ylja. Mér finst lang-
líklegast að fíkjublaðið hennar Evu móður
okkar, hafi átt að vera til prýðis, mér finst
eg sjá í anda, augun í henni full af barna-
legri undrun, þegar slangan smeygði sér úr
gamla hamnum gljáandi og rennileg. Síðan
höfum við aldrei getað við þetta losnað, frem-
ur en erfðasyndina. í dimmviðri og rigningatíð
lítum við með mikilli velvid á gömlu
flikurnar, sparsemin þýtur upp í votviðrinu.
Við getum orðið svo langt leiddar, að lenda
í djúpum hugleiðingum um hégómaskap
kvenfólksins og hærra þroskastig karlmanns-
ins, sem sjáist bezt á tildurlausum og hent-
ugum fatnaði. En alt er þetta gleymt þegar
sumarsólin kemur, þá hættum við alveg að
hugsa um þroskastigið, og lítum með öfund
og aðdáun á móðblöðin. Hugurinn getur vilst
til annara landa, þar sem til eru konur rík-
ari en nokkrar trollarafrúr, töfrandi og breyti-
legar, meistaraverk af skraddarans náð, sem
gætu fleygt árslaununum okkar fyrir einn
einfaldan búning.
— Rennilegar eigum við að vera í ár, pilsin
eru yfirleitt stutt og þröng, sum ekki meira
en 90 cm. á vídd. Má þá segja um þær sem
þau béra — mátulegt er meyjar stig — mál
mun vera að gifta sig. — Mörg pils eru
rykt og því nokkuð víð um mjaðmirnar, en
sýnast þrengri neðst. Önnur vefjast um kon-
una í mjúkum skáfellingum, sem oft eru
dregnar saman í annari hliðinni, í mittinu.
Skuggamynd af konu í þesskonar pilsi ætti
að minna á grískan vasa. Treyjurnar á úti-
fötum eru síðari en áður, — margar eru
með mjóum beltum, falla mjúkt og liðlega.
Silkivesti eru mjög mikið notuð, ýmist áföat
eða laus, undir opnum treyjum. Hnappar
eru mikíð notaðir, þeir eru altaf svo þægi-
legir ef telja á „skal — skal ekki", en
hvers vegna enda þeir aldrei á stakri -tölu?
Treyjurnar eru oft stungnar, eða með þráð-
mjóum „listum". Kiminóermar sjást á mörg-
um kápum og treyjum. Ermar á kjólum eru
þröngar eða engar. Nýjustu yflrhafnirnar
virðast vera kynblendingar af slögum og
kápum, víðastar um mjaðmirnar, ermarnar
einhvernvegin samvaxnar bakinu, — penninn
verður staður þegar eg ætla að reyna að
lýsa þessu. — Þá eru allskonar slög mikið
notuð. Sumar slá þeim yfir aðra ðxlina eins
og einstaka reykvízkar stúlkur báru möttul-
inn þegar kalt var — áður en sú leiðinlega
kápuöld rann yflr þetta land.
Móðlitúrinn? Vorliturinn á göngufötum er
sagður brúnt og grátt, þó svart og dökk-
leitt haldi sér í móð. Nýju móðlitirnir eru
sterkur grænn litur, með bláum blæ og
einkennilega riðrautt, sem best á við dökk-
hærðar stúlkur. — Efnin eru mjúkt krepsilki
og silkiprjónies gróft og fínt, allskonar silki-
efni og hýjalín.
Ef við lítum í gluggana hjá Fonnesbech,
einhverri fínustu týzkubúð Kaupmanna-
hafuar — þá gæfi okkur á að líta! Hvað
segið þið um hvítan hýjalínskjól, með legg-
ingum úr gul-hvítu klæði og með skúfum?
Eöa um bleikrauðan kjól úr silkikrepi, prýddan
með útsaum úr Ijósbláu ullargarni, sem myndar
þverrákir. Dálitlir Ijósbláirskúfar voru niðurmeð
hliðarsaumunum, með nokkurra þumlunga
railiibili. Þarvarlíka einfaldur kampavínslitur
kjóll úr silkikrepi, með sléttum undirkjól úr
silki í sama lit. Undirkjóllinn, hálsmál og
ermar prýtt með samlitum tréperlum. Þar
voru hvítir ullarkjólar úr chevioti, útsaumaðir
með grófu svörtu ullargarni. Þar mátti sjá
kjóla, sem mintu á hökla. Einn var þar blár
að llt með giltum reitum, eins og skákborð.
Sá tilvonandi eigandi ætti að geta sungið:
„Den Ungersvend han tabte og Jomfruen
hun vandt.