Dagskrá - 07.11.1896, Síða 2
Hættir og siðir.
Eptir Fs.
T.
Meðal þeirra hátta sem mest ber á í claglegri fje-
lagsumgengni manna eru kveðjitrnar, og erií þær auð-
vitað mjög breytilegar eptir því sem ;í stendur þegar
menn liittast eða skilja, og eptir því liverrar þjóðar
menn eiga í hlut. Hinar almennu kveðjur eru sprottn-
ar af þeirri grein fjelagsmenningarinnar sem kallast
kurteisi, en hún er aptur ef svo mætti segja ávöxtur af
hinum tveim aðaldyggðum alls fjelagsskapar, mannúð
og löghlýðni.
Islenskar kveðjur verða með kossum, handabandi,
hneigingum, ofantektum eða ávarpi. En þessum ýmsu
kveðjuháttum má beita ýmislega, og verður mörgum út-
lendingum starsýnt á kveðjur manna hjer, er þeir koma
til landsins í fyrsta sinn, Einkum eru það kossarnir
sem vekja eptirtekt, og þykir flestum þeir vera hafðir
hjer of mjög við dagleg tækifæri. Eptir almennri Norð-
álfutísku eru það helst konur sem kveðjast með kossi
og þó ekki nema eptir langan aðskilnað, milli skyldfólks
eða af einhverjum sjerstökum atvikum. En hjer sjást
karlmenn opt og tíðum kyssast hverjum rembingskossin-
um á fætur öðrum, þó þeir sje aðeins málkunnugir,
kvennfólk. heilsast varla kossalaust, og konur og karlar
munu allopt, ástæðulaust að því er virðist, hafa slík
kveðjuatlot, sem betur ætti við að geyma öðrum kring-
umstæðum. Það er ekki laust við að allt þetta mikla
kossaflens í Islendingum sje ógeðslegt og nokkuð ósam-
rýmilegt við lundarlag þeirra og ættareinkenni. Auk
þess eru kossar milli gesta og gangandi mjög vel fallnir
til að breiða út næma sjúkdóma, einkum ýmsa húðsjúk-
dóma, svo sem holdsveiki, sem því miður er svo hrylli-
lega algeng hjer á landi. Það er því aldrei skemmti-
legt að sjá konur láta svo hver að annari, eða að sjá
hina og þessa vera að kyssa ung börn sem eru mjög
móttækileg fyrir sjúkdómum, en út yfir allt tekur þó að
sjá karlenn faðmast og kyssast eins og unnustufólk.
Slíkt er ónátturlegt, viðbjóðslegt og til hneykslunar fyrir
alla þá sem ekki liafa sljófgast fyrir því af löngum vana.
Handaband cr eðlilegasta kveðjan hjer á landi þar
sem þannig er háttað víðast að það þykir sæta tíðind-
um ef gest ber að garði. I þorpum eða bæjum, þarsem
menn hittast daglega er handaband þar á móti of mikið
af því góða, og þar sem heilsað er fjölda fólks í einu
á mjög illa við að ganga á milli til þess að takast
höndum á við hvern sem kominn er. Höfuðbeyging eða
hneiging er nægileg þegar svo stendur á, en sú kveðja
er sjaldan höfð til sveita hjer á landi, þó hún sje hin
lang algengasta af öllum kveðjum meðal útlendinga.
Yfirleitt má segja að kveðjur Islendinga sjeu allt
| of" innilegar. Sönn kurteisi er jafnan samfara persónu-
| leik og sjálfsvirðing, og öll auðmýkt við jafningja manns
á því illa við, jafnt í kveðjum sem öðru. Ofantektir
Islendinga eru allt of djúpar og í rauninni er það óís-
lenskt að taka höfuðfatið ofan þó maður mæti manni.
Hjer þekkir hver annan í bæjunum og menn hittast allt
of opt til þess að nokkur ástæða sje til slíkrar yfirkur-
teisi. Sök sjer er það þó konur sje kvaddar á þann
hátt — ef þær þá hneigðu sig fallega í staðinn — en
karlmenn ættu cinungis að heilsast með ávarpi, þegar
þeir mætast á götum og strætum, og eru hættir Breta
— sem hafa manna minnst um kveðjuatlot — mikið
mennilegri og hentugri fyrir oss í þessu efni, heldur en
hinir þýsk-dönsku kveðjusiðir, er nú mega heita orðnir
algengir í kauptúnum landsins; en hjá Bretum heilsa
konur fyrst og er það mikið kurteisari venja heldur en
hin, og væri sú regla sjerstaklega hentugfyrir oss, vegna
þess að þá mundi minnka um kveðjurnar. Enskir karlmenn
taka aldrei ofan hverir fyrir öðrum, en yppta að eins í
húfuna ef kona heilsar þeim að fyrra bragði. (Mcira).
Fjelagsskapur verkamanna.
Eptir að vjer rituðum grein í síðustu Dagskrá með
þessari fyrirsögn lmfa oss borist góðar undirtektir úr
ýmsum áttum undir þá uppástungu að verkamenn og
handiðnamenn Reykjavíkur skyldu fylkja liði til þess að
halda fram eigin hagsmunum, gegn of mikilli samkeppni
sín á meðal, og til þess að geta haft hönd í bagga með
því hvernig vinnuveitendur nota þá starfskrapta er þeim
standa til boða.
Oss hafa verið sendar greinar þess efnis, og hefur
oss verið sönn ánægja að sjá þar margar sannanir þess
hve lengi þessi sama hugsun hefur vakað fyrir mörgum
hjer, þó þeir hafi ekki komið henni á flot til þessa.
Starfsmannalýðurinn hjer skrifar ef til vill ekki eins góða
rjettritun eins og hin efri borgarastjett, en þeir hugsa
fullt eins vel og málstaður þeirra á eins góða framtíð.
Vjer munum síðar taka þetta mál rækilegar fyrir og
verður þá birt inntakið úr uppástungum þeim er að
þessu lúta og oss hafa verið sendar.
Slökkviliðsæfing var haldin hjer í gær. — Það
kom berlega fram við þessa æfing eins og aðrar fyrri,
að brunabótarlið bæjarins mundi mjög illa fært til þess
þess að veita nokkra verulega hjálp, kæmi hættulegur
eldsvoði upp, t. a. m. um nótt og í hvössu veðri, þar
sem hús stæðu að, og er ekki hægt að kenna því um
að menn vanti ötulleik við æfingarnar. Þvert á móti
virðast bæði undir og yfirliðar ganga vel fram, þar sem
þeir vita hvað þeir eiga að gjöra.
En menn vantar svo gersamlega alla kunnáttu er