Dagskrá

Issue

Dagskrá - 21.11.1896, Page 1

Dagskrá - 21.11.1896, Page 1
Verð árg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skriflcg bnndin við 1. juli komi til lítgefanda fyrir októberlok. I, 38-34. Reykjavík, laugardaginn 21. nóvember 1896. Verslunarmál. Búðirnar eru bankar Islendinga. [Framh.]. Hve afarmikið tjón landsmenn bíða af peningaleys- inu sjest glögglega þegar litið er á verslunaraðferð kaup- manna hjer við land allt fram á þennan dag. Það er alkunnugt, að hjerlendar verslanir kaupa opt afurðir af búum og bátum Islendinga við svo háu verði, að hverjum manni virðist auðsætt að þeir muni tapa á þeim kaupum á erlendum markaði. En þegar öllu er á botn- inn hvolft verður skaðinn enginn vegna þess að þeir kaupa varning landsmanna að eins í orði kveðnu fyrir svo hátt verð; þeir borga hann sem sje ekki með pen- ingum eða peningaverði heldur í erlendri vöru sem þeir verðleggja sjálfir óháð allri samkeppni eptir að þeir hafa bundið kaupmarkað verslunarþegnsins, með því að ná frá honum afurðum hans mcð háu boði. Þetta ástand er og hefur verið rótgróið átumein alls verslunarlífs hjer á landi. Flestir munu hafa orðið varir við það meira og minna sjálfir og allir hafa heyrt það nefnt, ýmsum nöfnum. Stundum er það kallað einokun, stundum vöruskiptaverslun, stundum skuldaverslun. — En allt á það rót sína að rekja til eins og hins sama: að almenningi gefst ekki kostur á því að fá hæfilegt peningalán út á eignir eða atvinnu sína. Bankar, sparisjóðir og aðrar lánsstofnanir geta jafnan lánað fje móti lægri vöxtum heldur en kaupmenn, vegna þess að minni kostnaður leggst tiltölulega á hvert útlán peningastofnunar, enda er verslunarfje jafnan ætlað til gróða en ekki, einungis til venjulegra vaxta. Sú trygging sem verslanir hjer heimta fyrir því að skuldir verði borgaðar á rjettum tíma, er og einatt fullt svo góð eins og það sem lánsstofnanir gjöra sig vel á- nægðar með. En á hinn bóginn er það svo stórvægi- legur hagnaður fyrir hvern þartn sem lán þarf til vöru- kaupa eða annara viðskipta að geta átt við banka eða sjóð um skuldina, að það er óhætt að segja að margur Islendingur mundi glaður borga okurreniu fyrir peninga- lán, gegn fullgóðri tryggingu, gæti hann að eins fengið það og þannig haft frjálsan markað til sölu og kaupa. Af þessu ólagi er það komið að ýms kauptjelög hjer á landi sem stofnuð hafa verið til þess að losa um verslunarböndin hafa orðið til þess að fjötrarnir hafa reyrst enn fastara að þeim, þó menn ef til vill hafi þurft og þurfi enn nokkurn tíma til þess að átta sig á • því til hvers þessi fjelagsskapur hefur leitt. Þessi kaup- fjel'óg eru í raun rjettri einokitnarfjclög eða samtök til þess að tryggja hinum svokölluðu umboðsmönnum ein- okunarhagnað af verslun fjelagsmanna. Það er sannarlega kominn tími til þess að kveða upp úr og lýsa þessu fyrirkomulagi öllu eins og það er. — Rjettlátir og skynsamir Islendingar ættu ekki að kyn- oka sjer við að rekja til rótar það spil sem nú er leikið með framtíð þjóðarinnar einmitt fyrir dyggilega aðstoð þeirra sem hrópa hæst á »samgöngur og hagkvæmari verslun«. Tilraunir manna í þessa átt hafa snúið versl- unarhögum landsmanna upp í herfilega skrípamynd af því sem til var ætlað, og þetta vita nú fleiri en um það tala, bæði á þingmannabekkjunum og annarsstaðar, þar sem það getur verið jafnvítavert að þegja um það sem satt er, eins og segja það sem er rangt. »Dagskrá« hefur aldrei ætlað sjer að halda huliðs- lijálmi yfir neinu skaðvænu athæfi er varðar almennings- heill, hver sem í hlut á. Og vjer munum því afdráttar- laust skýra frá því sem oss sýnist um þetta mál, hvort sem hinum og þessum kann að líka það vel eða illa. En áður en vjer förum lengra út í þá sálma viljum vjer biðja menn minnast þess að dýpsta rótin til verslunar- einokunarinnar nú, hvort sem hún er rekin undir nafni eiginlegra kaupmanna eða svokallaðra kaup- eða pönt- unarfjelaga — er peningaleysið í landinu. Og með pen- ingaleysi er ekki meint fátækt eða eignaleysi heldur hittt að menn hafa ekki almennt tök á því að verja eignum eða lánstrausti í gjaldgengan eyri. [Meira]. Trawl. Alltaf heyrast fleiri og fleiri raddir að sunnan um neyð og vandræði sem meðsemjendur landstjórnarinnar hafa bakað sjómönnum þar. — Menn eru steinhættir að lofa stjórnina fyrir kænskubragðið góða, og nú ber ekki á öðru en rjettlátri gremju og hneykslun yfir því að lög landsins hafa verið troðin fótum einmitt af þeim sem lands- lýðurinn elur í fátækt sinni til þess að halda uppi lög- um og rjetti. Og mönnum er nú farið að verða harðla starsýnt á botnvörpuskipin sem koma hingað ólöglega inn á hafnir undir handleiðslu allra valdanna, sem stjórn- arskráin því miður gleymdi að veita löggjafarvald — en gjörði þó ráð fyrir að yrðu sett hjer upp, til viðvörun- ar öllum þeim sem starfa að samning næstu grundvallar- 1 laga fyrir landið.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.