Dagskrá - 21.11.1896, Qupperneq 4
13«
Á ísland að vera sjerstakt konungsríki?
Það er allmerkilegt að rithöfundar þeir er fengist
hafa mest við ransókn á landsrjettarsögu íslands virð-
ast hafa kynokað sjer við að halda því fram að íslánd
sje sjerstakt konungsríki að rjettu lagi.
Jón Sigurðsson fullyrðir þannig að ísland sje alveg
óháð Dánmörku að rjettum lögum, og að það standi
að eins — að því leyti sem sáttmálarnir ákveða — und-
ir konungi Dana, og mætti þá kalla svo að íslendingar
væru í »kongalögum« við Dani (Personal Union) líkt og
Norðmenn eru nú í við Svía. — En þessi höfundur
tekur það ekki skýrt fram að hann álíti landið konungs-
ríki út af fyrir sig. — Og þó er það óhjákvæmileg af-
leiðing af þessari skoðun hans um óskert, sjerstök lands-
rjettindi Islands undir Danakonungi.
I'lestir Islendingar, sem um þetta mál hafa hugsað
rækilega, munu vera á þvi að Jón gamli Sigurðsson hafi
haft rjett að mæla, að því er snerti stöðu Islands í ríkinu,
en menn hafa ekki fremur en hann virst þora að hugsa
hugsunina til enda, og gjöra sjer það ljóst að þeir álitu
þetta land að rjettum lögum sjerstakt konungsríki.
Þessi hugsun er þó alls ekki neitt ægilegri í sjálfu
■sjer heldur en ýmsar aðrar uppástungur og lagaþýðing-
ar er komið hafa fram í þessu efni. Til dæmis að taka
er aðskilnaðarhugmyndin mikið stórkostlegri og mundi
heimta margfalt meiri þjóðarþrótt ef skilnaðurinn kæm-
ist á heldur cn þær breytingar er þyrftu að leiða af
hinu.
Islendingar þyrftu sem sje alls ekki að hafa neina
hirð eða konungsvist hjer á landi fyrir þessa sök. —
Meira að segja þyrfti Danakonungur alls ekki að vera
konungur vor — et það þætti of míkið í munni — held-
ur gæti hann t. d. verið hertogi yfir Islandi í sambands-
lögum við Norðurlönd. — Væri það fyrirkomulag hið hent-
ugasta til þess að ljetta iyrir stotnun landstjóraembættisins,
sem nú þykir erfitt að koma stjórnskipulega fyrir.
Menn hafa svo lengi barist fyrir rjettarbótum ágrund-
velli stöðuglega og stjórnarskrár án þess þó að játa neina
breyting á sögulegum óskertum landsrjettindum Islands,
að það er hætt við aðmargirsjeu farnir að gleyma því að
bak við endurskoðunarkröfuna erönnur óuppfyllt, óumtöluð
krafa um algerða sjállstjórn bœdi í hinurn sjersjöku og
ahnennu málum. A hinn bóginn fara menn alls ekki
fram á afnám þeirra tignarrjettinda sem Danakonungur
hefur haft gagnvart Islandi, eptir gamla og nýja sátt-
tnála —- þó hvorugur þeirra bindi ísland lagalega, að
því er haldið hefur verið fram. En af kröfunni um al-
gerða sjálfstjórn og viðkurkenning á tignarrjettindum
Danakonungs leiðir auðvitað þetta, að Island á að vera
sjerstakt konungsríki, hertogadæmi eða hvað sem menn
nú kynnu að vilja kalla það.
Ýmsum kann að þykja hlægilegt að nefna ísland slíku
nafni. En sje rjett litið á málið er það ekki vitund
kátlegra að gera ísland að konungsríki heldur en að halda
við ýmsum smákonungaveldum í Norðurálfunni, svo sem
Danmörku. ísland getur fætt mikið fleira fólk en Dan-
mörk ef landið væri skaplega notað, er miklu betur
sett til þess að varðveita landsrjettindi sín óháð, og
þjóð vor talar tungumál sem er að minnsta kosti fullt
eins vænlegt til frantbúðar eins og danskan.
Ef Danir halda áfram að neita endurskoðuðum
stjornarlögum fyrir Island eptir að Islendingar hafa gert
skyldu sína i stjórnarskrármálinu og ekki síst ef þeir
bæta því ofan á að leyfa Englendingum að eyðileggja
verstöðvar vorar með ólöglegum veiðiskap munu menn
fara að íhuga betur hinn sógulega grundvöll undir stjórn-
arbaráttu Islands, og þá mun það verða álitið liggja nær
að heimta Island viðurkennt sem konungsríki eða her-
togadæmi undir Danakonungi, án þess nokkur danskur
stjórnaraðili sje þar á milli, heldur en að heimta algerð-
an aðskilnað frá Danakonungi og þegnum hans, sem
mundi lítt verða kleyft fyrir Islendinga svo lengi sem
þjóðin ekki magnast að mannfjölda og efnum.
Frá farstjóranum.
Hr. D. Thomsen, farstjóri landskipsins »Vesta« hefur
sent eptirfarandi skýrslu til »Bjarka« tölubl. 5, sem vjer
leyfum oss að prenta hjer upp, af því vjer hyggjum að
mörgum þyki fróðlegt að sjá hvernig farstjórinn sjálfur
lítur á það mál sem um er að ræða, enda er ætíð rjett
að láta báða aðila rnáls komast að með sín gögn.
Flutningur sunnienskra sjómanna.
Óánægja hefur verið talsverð milli sjómanna hjer út af
því, að þeir hafa orðið að bíða á höfnunum á Austurlandi
eptir skipaferðum hingað og er það von, því sjaldan hefur
gengið eins illa með flutning suður fyrir þá og í ár.
Sumir hafa viljað ltcnna eimskipaútgerð landssjóðs og far-
stjóra hennar um allar þær tafir, sem á hafa orðið, því þetta
eina skip á, eins og menn vita, ekki að eins að borga sig
heldur einnig að bæta það upp sem hin skipin láta ógert, og
uppfylla allar þær kröfur, sem gerðar verða bæði til fjórðungs-
báta og millumlandsferða.
Aðalástæðan fyrir óánægjunni er sú, að engar samgöngur
hafa verið frá Austfjörðum suður fyrir land í septembermánuði.
Um undanfarin ár hafa eimskip Wathnes sjeð um, að menn
hafa getað komist suður um rjettir, en í ár hafa skip þessi haft
nóg að gjöra með síldarflutninga til útlanda, og þar sem flutn-
ingur þessi hefur gefið af sjer svo tugum þúsund króna skiptir,
hefur hann verið arðsamari fyrir skipin en mannflutningar
suður, og því látinn sitja í fyrirrúmi.
Það er ekki 1 fyrsta skipti að mcnn hafa orðið að bíða
eptir hentugleika þessara skipa af ýmsum ástæðum, en í ár á
ástæðan að hafa verið sú, að minnsta kosti að því er »Egil«
snertir, að ráðandi landsskipsins hafi hótað eiganda »Egils«
öllu illu, ef hann dirfðist.að keppa við það uth flutninginn.—
Þetta eru helbcr ósannindi. Um fargjald hefi jeg skrifað hr.