Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 21.11.1896, Síða 2

Dagskrá - 21.11.1896, Síða 2
126 Það kemur að því sem vjer höfum fyr sagt. Þeir útvegsmenn sem dður voru mjög kampakdtir yfir dgæti þeirra rdðstafana er gjörðar voru til mdlamynda og í orði kveðnu tilverndunar fdum verstöðvum hjer viðFaxa- flóa, hafa nú rekið sig hraparlega d það, að uppgjöf stjórnar vorrar d landslögunum braut niður síðustu tak- mörkin fyrir yfirgangi ensku fiskaranna, cins og hver maður hefði dtt að geta sjeð fyrir. Nú kenna þeir auðvitað fyrst um því yfirvaldi scm stendur næst þeim, sem sje hlutaðeigandi sýslumanni. En það gegnir allri furðu, að menn skuli ekki sjd hve þýðingarlaust er að sýslu- menn sjeu að halda próf d próf ofan um aðgerðir botn- vörpumannanna, úr því engum rjettarrekstri verður beitt á eptir, samkvæmt því sem upplýst verður við prófin. Auk þess mun landshöfðingi hafa lagt allt annað fyrir sýslumenn heldur en að þeir skyldu fara strangt í sakir við útlendinga þessa. Þannig munu sýslumenn t. a. m. ekki mega vænta sjer goldinn ferðakostnað í þessum málum, líkt dg gerist þó í öðrum opinberum lögreglumál- um. Nei. Sunnlendingar munu sjá það, að hjer verður að hafa önnur ráð ef duga skal eins og »Dagskrá« hefur þegar áður skýrt tekið fram. Það dugar ekki fyrir sjómenn eða útvegsbændur hjer syðra, að skella skollcyrum við sannleikanum í þessu máli. Neydin knýr þá innan 'skamms til þess, hvort sem er, að játa það rjetta; því er best að þeir gjöri það strax, og leggi fram öflugt fylgi sitt til þcss á næsta sumri að alþing bjargi útveg landsmanna úr hershöndum botnverpinganna. Það er rangt að fullyrða nú þegar að rjettur íslendinga gegn breskum fiskurum muni verða algjörlega fyrir borð borinn og að Danir muni alls ekki ljá fylgi til þess að sjá um rjettarreksturinn. — Þetta er ekki fullyrðandi vegna þess að þjóðarheiðnr Dana væri í veði ef þeir legðu bjargræðis- vegi varnarlausrar sambandsþjóðar sinnar undir eyðilegg- ing útlendinga. Og Englendingar munu heldur ekki spenna bogann svo hátt að krefjast þess af Dönum að þeir ofurselji liskimiðin við Island. — Hitt er annað mál að hjáleigustjórnin islenska getur flónskað sig á slíku að þarflausu, og makkað og bruggað saman endemissamn- inga líka því, sem kváðu hafa gerst milli landshöfðingja og enska flotaforingans í sumar. En þess ber vel að gajta að stjórnin í Danmörku er ekki óháð ríkisþinginu þar, og kæmi það mál fyrir danska þingmenn, hvort halda ætti uppi gildum lögum á Islandi gegn svo hróplegum yfirgangi sem Englar hafa beitt hjer þetta ár, eða hvort ætti að slá stryki yfir þau til geðs við nokkra útgerðarmenn í Hull, er ekki mikill vafi á því að mál vort fengi ann- an byr licldur en það hefur hlotið í skriffinskuklefum fs- lensku stjórnarinnar. Alþingi verður að endurskoða lögin um botnvörpu- veiðar við ísland, Og um leið fá skorið úr því til fulls, hvort það cr ásetningur stjórnarinnar að leggja árar í bát og gefa upp alla löggæslu gegn botnvörpumönnun- um. — Verra en það er nú getur ástandið ekki orðið, og er því óhætt að fara fram á að svo ströng lagaá- kvæði verði samin, sem almennur þjóðarjettur ýtrastheim- ilar, og sjerstakar ástæður Islendinga gjöra nauðsynleg. Það eru sjómenn og útvegsmenn hjer syðra sem standa næst því að senda öflugar áskoranir í þessa átt til þingsins. Forboðslögin um erindislausar siglingar trawlara innan landhelgi stefna rjett, ogu er alveg sam- kvæm þeirri grundvallarsetning bæði í þjóðarjetti og öðrum rjetti að hindrunarióg gegn væntanlegum laga- brotum eru heimil, þar sem er yfirvofandi hætta eða mjög erfið löggæsla. — Eptir því sem torveldara er að reka rjettar síns gegn lagabroti og eptir því sem það stend- ur opnara fyrir hverjum sem er, að drýgja brotið, verða auðvitað sektarákvæðin að vera strangari, sje ábyrgð lögð við á annað borð. Auk þess stendur ein- mitt svo á hjer, að sjálf sektarákvœðin gegn botnverp- ingum yrðu svo gott sem þýðingarlaus, ef hindrunar- ákvæðið væri ekki með, því botnverpingur getur alls óhræddur dregið vörpuna inni á miðum og látið mann sitja upp í siglu með kíki, til þess að gá að Heimdalli og síðan innbyrt veiðarfærið ef svo óheppilega skyldi fara að herskipið reykti kolum sínum nógu nálægt laga- brjótnum, til þess að hans yrði vart. Það er að eins fyrirsláttur stjórnarinnar að hin gild- andi ákvæði ríði í bága við mannúð og þjóðarrjett. — Vjer gætum vel ákveðið með lögum, að hvert botn- vörpuskip skyldi gert upptækt sem yrði einusinni upp- víst að broti, og hin sem finndust afsökunarlaus innan landhelgi skyldu að vísu fá að fara heim, en skildu skilja eptir veiðarfæri sín hjer. — Við Bretlandseyjar er farið mikið ver með þessa ránvarga. Þar eru fa.ll- skotabátar — sumstaðar kostaðir af sjálfum verstöðv- unum — á hælum botnverpinganna, og er skotið hiklaust á þá ef þeir haga sjer grunsamlega eða sýna mótþróa. — En það sýnist þó liggja í augum uppi að harðara er að beita slíku þar sem hægt er að sekta þá er þeir koma til lands, heldur en hjer, þar sem enginn rjettur næst yfir þeim, sjeu þeir ekki teknir þar sem þeir eru staðnir að brotinu. Tillagan um sjerrjettindalög fyrir botnverpinga und- ir íslensku merki innan landhelgi kvað hafa verið tekin mjög óstinnt upp af ýmsum útvegsbændum hjer syðra og hafa þótt mjög vanhugsuð og óráðleg. — Líklega verður það þó endinn á því, að alþingi neyðist til að samþykkja lög í þá átt, ef Danastjórn skyldi synja Is- lendingum um lagavernd gegn botnverpingunum. Verði hvorugt af þessu gjört eyðileggjast þær sjáfarbyggðir sem lifa á bátafiski tijer við land, þar sem botnverpingar komast að. Sjáfarbyggðirnar hjer syðra eyðileggjast fyrst, vegna þess að þar er sjósókn komin lengst áveg, og þar hafa menn þvíbyggtmest upp á þann bjargræð- isveg. En hvort sem Danastjórn vill vernda Islendinga eða ekki — er það víst að sjerrjettindalögin, samfara afar- .ströngum sektarákvæðum gegn útlendingunum, mundu bjarga þessuvið, því til þess að hindra innlend botnvörpu-

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.