Dagskrá - 21.11.1896, Síða 6
128
það standi kjósendum þingmanna næst að finna að fram-
komu fulltrúanna í þingmálum og að það sje yfirleitt
opinber fundarhöld og töluð orð sem eigi að býta út
lofi og lasti um þá menn er standa undir politiskri á-
byrgð gagnvart almenningi.
Vjer verðum að segja, að vjer álítum að höf. hafi
alveg rjett að mæla þar sem liann beinist að blöðutn
og tímaritum með kröfur um djarfari, óhlutdrægari dóma
og árvakrara eptirlit eptir því hvernig menn vinna hjer
i umboði þjóðarinnar, hvort heldur þeir eru kosnir eða
skipaðir.
Rjettlátir dómar og útásetningar er eitt hið öflug-
asta menningarmeðal bæði í politiskum efnum og öðru.
En það má ekki gleymast að þó meginhluti þjóðarinnar
eigi auðvitað að standa á bak við og aðhyllast politisk-
an áfellisdóm, til þess að hann komi að gagni, er ekki
með því sagt að almenningi, t. d. kjósendum, sje ætlandi
að kveða slíkan dóm fyrst upp. Þvert á móti. — Það
er vafalaust hlutverk hinna opinberu málgagna að gjöra
það, og alls ekki fremur í þá átt sem ætla má að þjóð-
in muni best fella sig við til að byrja með, heldur ein-
mitt eptir persónulegri sannfœring þess sem ritar.
Fjöldinn og þeir fáu vinna saman með skiptum verk-
um að öllum framförum. — Menn hafa hjer allt um
of einblínt á hlutverk fjöldans t. a. m. í stjórnarskrár-
málinu, og það er altítt, þegar það mál er rætt, að heyra
gasprað út í bláinn um »þjóðvilja« í þeim atriðum máls-
ins, sem almennur þjóðvilji samkvæmt eðli sínu alls ekki
kemur nje getur komið til greina við. -—• Og þetta ó-
tímabæra þjóðviljagaspur manna sem aldrei hafa skilið
hvert hlutverk þjóðviljinn á að vinna í framsókn ein-
staks máls eða almennum framförum, hefur verið ein-
hver hinn allra versti þröskuldur fyrir framgangi stjórn-
arbótarmálsins innanlands.
Þegar stjórnarbarátta er háð fyrir milligöngu lög-
gjafamia er það ekki meginþorri þjóðarinnar eða kjós-
endur almennt sem eiga að skera úr, hvað gjöra skal,
í hverju einstöku atriði. Lagasetning um stjórnarfar
þjóðar er vísindalegt vandaverk, sem þorri almennings
á ekki að skipta sjer af, nema að því leyti sem snertir
síefnuna og pau aðalatriði máls sem þorri almennings
skiiur. Hvermg orða skuli lagagrein eða hvernig koma
skuli rjettarbótum formlega á framfæri á almenningur
ekki að þurfa að skýra fyrir fulltrúum sínum. — Þræta
um slík atriði málsíns á að leiðast til lykta af þeim sem
eru færir um að ræða ágreiningsatriðin með rökum, og
rjett varnarþing slíkrar deilu, utan fulltrúasamkomunnar
sjálfrar, er einmitt í opinberum ritum.
Hitt er annað mál, að kjósendur auðvitað lýsa yfir
vilja sínum urn slík atriði málsins pegar pau eriL borin
undir þá, og sú eina trygging fyrir því að þessi úrskurð-
nr verði þá rjettur, er að sá þingflokkur sem getur afl-
að sjer flestra atkvæða mun optast njóta fylgis þeirra ein-
stöku kjósenda, sem best bera skyn á málið, og sem apt-
ur ráða atkvæðum fjöldans.
Almenningur hjer á landi hefur sannarlega unnið
sitt hlutverk í stjórnarskrármálinu. Það sem hefur vant-
að allt til þessa er glögg flokkaskipting meðal þeirra
manna í landinu, sem ættu að ráða sjálfri lagasetning-
unni. Þessum tveim gjörendum hefur sí og æ verið
grautað saman í endurskoðunarmálinu, bæði utan þings
og innan, og er það fyrir þá sök, að vor svokallaða
stjórnarbarátta hefur hingað til í rauninni ekki verið
annað enn barátta við pólitiskan barnaskap ýmsra kjós-
enda og fulltrúa innanlands.
Blöð, tímarit og bækur eiga tiltölulega þýðingar-
meira hlutverk hjer en víðast hvar annarsstaðar, vegna
þess hve strjálbyggt er og erfiðar samgöngur. — Og
höf. greinarinnar í »Eimreiðinni« á þakkir skilið fyrir,
að hafa tekið svo vel til máls um þetta efni, endahefur
sjaldan verið meiri þörf á að »gagnrýna« ýmsar opin-
berar aðgerðir heldur en nú, bæði stjórnarskrárendur-
skoðun síðasta þings og annað. En þess verður þó að
minnast, að flokkar meðal fulltrúa á þingi eiga ekki
ætíð að skiptast eptir því hve hávær eru fundarhöld
meðal kjósenda, heldur eptir gildum rökum sem verða
tekin til álita fyrir rjettu varnarþingi — og samkvæmt
því verða blöðin að rita t. a. m. um stjórnarskrármál-
ið eins og það horfir nú við.
Farmaðurinn.
Innst inni við fjarðarbotn bjó fyrir nokkrum ára-
tugum gamall höldur, hærður og lotinn. Hann var
daglegur gestur á —eyri, dálitlu kauptúni er stóð
við þennan sama fjörð, og skeggræddi við hvern
sem hafa vildi, helst um selaskot og siglingar. Hann
var allvel að sjer og hafði getað bjargað sjer á yngri
árum í nokkrum útlendum tungumálum; blandaði hann
þá opt ýmsum framandi glósum í ræðu sína. En síðar
ryðgaði hann mjög í útlenskunni en lærði sitt eigið mál
upp aptur.
Karl þessi var mjög mislyndur, en var þó vel liðinn
af öllum. Menn höfðu gaman af að tala við hann um
sjómennsku og veiðiskap, því hann var fjörugur og dá-
lítið ýkinn þegar vel lá á honum. En stundum varð hann
hljóður allt í einu og vildi þá ekki segja neinar sögur
af sjer eða öðrum, en lagði byssuhólkinn sem hann
optast hafði með sjer, yfir um öxlina, og hjelt heim í
kofann sinn.
Kofinn lá fyrir neðan eitt helsta býlið í byggðinni og
hafði Halldór gamli, svo hjet karlinn, fengið leyfi jarðeigand-
ans til að byggja þar yfir sig. Hann fjekk þá að hjúkrun sem
hann þurfti frá heimabænum, og komu í staðinn ýms vik er
hann vann fyrir húsbóndann. Annars átti karl allt af
a \ • '-I •