Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 21.11.1896, Qupperneq 3

Dagskrá - 21.11.1896, Qupperneq 3
129 nóg fyrir sig að leggja en safnaöi þó ekki fje. Það helsta sem hann lagði fyrir sig var seladráp og við- gerðir á byssum. Halldór gamli dó um sjötugt, og hafði hann áður gjört þá ráðstöfun að bóndi skyldi taka það sem eptir hann var til, cn kosta jarðarför sína á móti. Meðal þess sem fannst eptir Halldór gamla voru nokkrar gamlar guðsorðabækur, og inni í einni postillunni lá handrit eptir þann látna sjálfan, mað stórri stafagerð og að því er virtist skrifað á mörgum árum, því rithöndin var mjög misjöfn og fremstu síðurnar orðnar upplitaðar. Síðustu línurnar voru nýskrifaðar að sjá, og stóð nafn karls undir með feitu letri. Sá sem þetta skrifar hefur fengið handritið að láni; innihald þess er svo, nokkuð stílfært að orðalagi og efnis- skipun: »Jeg er fæddur við sjó og hef alltaf síðan annað- hvort verið nálægt sjónum eða úti á honum. Jeg man ekki eptir því, að jeg væri nokkurntíma spurður að því hvað jeg ætlaði að leggja fyrir mig, en jeg veit að jeg hafði frá fyrstu álitið sjálfsagt að komast á sjóinn, helst út yfir hann, til þeirra landa sem liggja að hafinu hinum megin. Jeg misti foreldra mína svo ungur að jeg man ekki eptir þeim og svo ólst jeg upp sem tökudrengur hjá fjarskildum ættingjum mínum nálægt þeim stað sem jeg er fæddur á. — Þar háttaði svo til að háfjöll byrgðu allt útsýni til landsins, en sjáfarmegin breiddi sig út flatn- eskjuvellir ogsandar, alla leið niður í fjöruborð1 svo tók við opið hafið lengra en augað eygði. Ströndin var þar brimsæl og gaf sjaldan til róðra en væri fært út fyrir fjöruna var ekki langróið og optast gott um afla. — í byggðinni eru ekki nema einir tveir bátar til, og sjósókn ekki mikil en þó hafði eg verið nokkrum sinnum úti á handfæri þegar jeg var kristnaður.« [Meira]. ,,Bec“ og Bókmenntafjelagið. I fimmta ári »Tímarits« bókmenntafjelagsins bls. 198, 4—iostendur þessi kafli úr æfisögu Vilhjálms Rúðu- jarls Bastarðar: »1 júní mánuði 1066 veitti hann tveimur mönnum ábótadæmi, var annar þeirra nafnfrægur maður Bec að nafni; hann varð ábóti yfir klaustri hins helga Stefáns, er þá var því nær fullgjört; seinna varð hann erkibiskup í Kantaraborg. Sá maður var gæddur miklu andlegu atgjörvi og var hann Vilhjálmi hin mesta stoð«. Hjer er orðin sú söguleg skekkja, að Bec, sem er þorp í Normandí, er gert að nafnfrægum manni, ábóta og erkibiskupi! Hjer við skal jeg leyfa mjer að gera stutta leiðrjettingu. Tiginn maður, Herluin að nafni setti á stofn Maríu- klaustur hjá þorpinn Bec í Normandí árið 1034. Hann var fyrsti ábóti klaustursins og dó 1078. •— Árið 1005 fæddist í Pavía á Ítalíu maður, sem til þcssa dags hefur haldið hátt frægð sinni meðal feðra kirkjunnar, b:eði svo sem lögspekingúr og guðfræðíngur. Maðurinn hjet Lanfranc. Hann varð frægur fyrir lærdóm í átthögum sínum þegar á unga aldti. En fór, maður um tvítugt, til Avranches í Normandi og hjelt þar eigin skóla um nokkur ár. Árið 1042 lugði hann í ferð til Róm. En er hann var skammt á leið kominn fjell hann í hendur stigamanna, sem rændu hann öllu fje- mætu er hann hafði með sjer, og skildu við hann bundinn í eyðiskógi. Þar fundu farandi menn hann og fluttu til Bec; var honum þar vel tekið og gjörðist hann munkur þar, og hjelt skóla sem á örskömmum tíma varð frægastur fyrir norðan fja.ll, og segja klausturannálar og æfisöguritarar Lanfrancs að þangað hafi sótt heyrendur frá öllum löndum Norðurálfunnar; enda var Lanfranc sinnar tíðar einn hinn lærðasti og djúpsæjasti lögspek- ingur og guðfræðingur. Árið 1045 gerði Herluin ábóti hann að príor yfir klaustrinu og þeirri stöðu gegndi hann þangað til 1066, að Vilhjálmur jarl skipaði hann ábóta yfir klaustri heilags Stefáns í Caen; og þeirri tign hjelt hann þangeð til 1070, að Vilhjálmur, þá orð- inn Englandskonungur, flæmdi Stigand erkibiskup í Kant- araborg, frá stóli og kjöri Lanfranc til; var hann erki- biskup þar til dauðadags, 1089. Hann var Vilhjálmi hin mesta aðstoð, því hann setti Norðmenn hvervetna í kirkjuleg embætti, ýmist með lögum eða yfirgangi. Þetta er maðurinn, sem Bókmenntafjelagið segir að Bec hafi heitið, og má það undrum sæta ef hann hefur ver- ið svo nefndur í Historisk Archiv. [Meira]. Egill« kom hingið 16. þ. m. frá Seyðisfirði og með honum margir farþegar frá austfirskum verstöðvum. Samkvæmt hraðfrjett frá »Bjarka« hafði frjettst til Seyð- istjarðar að Mc Kinley er kosinn forseti Bandaríkjanna. »Egill« fór aptur austur þann 18. og með honum cand. theol. Geir Sæmundsson með frú sinni, Sigríði Jónsdóttur. Fiskiskipið > Gunna«, eign Guðmundar bónda Einarssonar í Nesi rak á land af Bakkavík á Seltjarn- arnesi 18. þ. m. — Fyrir sjerstaka heppni sakaði skút- una samt ekki, og öllum farminum (c. 16000 af fiski) varð bjargað úr henni óskemmdum. Landsskipið »Vesta« kom í gærkvöld og með henni nokkrir farþegar, ritstj, »Þjóðólfs« Hann’es Þor- steinsson, Halldór Jónsson bankagjaldkeri o. fl. •—Póstur úr »Vestu» náðist ekki fyr en eptir hádegi í dag, sök- um óveðurs. Utlendar frjettir í nœsta blaði.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.