Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 07.01.1897, Side 5

Dagskrá - 07.01.1897, Side 5
177 hundrað króna hagnaður fyrir þjóðfjelagið, að eitt brjef hefur verið sent, sem aðeins var frímerkt fyrir tíu aura. En eins verða menn þá að gæta þess, að útgjaldadálk- ur hinnar sömu útgerðar, verður ekki fulltalinn með kostnaðarupphæð þeirri, sem kemur fram fyrir lands- stjórnina og alþingi. Versta útgjaldahlið »Vestu« er hið óbeina tjón setn landsmenn hafa beðið af kunnattulausri farstjórn útgerðarinnar, og heimskulegri ofœtlun, sem lógð hefur verið iyrir skipið og skipshötnina. Til þessa þarf ekki að nefna fleira enn »sunnlensku sjómennina á Austfjörð- um« og þá farþega sem reiddu sig á hina áætluðu komudaga skipsins í síðustu ferð. Farþegarnir bíða með »golutár« í augunum, en »Vesta« siglir fram hjá og reykir peningum landsjóðs upp úti fyrir ströndum. Þessa verða menn að gæta þegar þeir á næsta þingári ræða um, hvort beri að halda þessu fjárglæfra-fyrirtæki áfram eða hætta við það áður en öllu fje landsjóðs er fleygt í sjóinn. Sunnlendingur. Enn um berklasýkina. Mjer kom til hugar, þegar jeg sá »berklasýki«- greinina í seinasta tölublaði »Dagskrár«, livort ekki myndi tiltækilegt, þar nú er fenginn langþráður dýra- læknir fyrir Islands Suður- og Vesturamt, að honum væri gjört að skyldu, svona rjett sjer til dægrasíyttingar, að ransaka að hve iniklu leyti nautpeningur hjer á Is- landi væri haldinn af þessum sjúkdómi, sem jafnt mun mega mega kallast berklasýki á mönnum og dýrum. — Jeg er einn af þeim mörgu, sem geng með ugg og ótta fyrir öllu, sem gæti kveykt eða viðhaldið þessum sjúk- dómi, og mig furðar á að landlæknir vor skuli ekki hafa þegar gjört ráðstafanir til þess að ransóknir fram færu í þessa átt. Bruland, bráðafárslæknirinn norski, sem sat hjer í Reykjavík best og fastast í fyrravetur, mun hafa gert tilraunir með fáa nautgripi hjer, en hver árangurinn varð er víst á fárra vitund, enda skiptir það litlu, því hvort sem þau fáu dýr sem hann reyndi »Tuberculin«- vökvann á, hafa reynst sjúk eða ekki, sannar það of lítið með tilliti til þess, hvort sjúkdómurinn er algengur í íslenskum nautpemngi eða ekki. Til þess að geta fengið játandi eða neitandi svar sjer til gagns, verða tilraunirnar að vera gerðar víðsvegar út urn allt land. Mönnum er nú orðið svo tíðrætt um þennan voðalega sjúkdóm hjer á landi, að það myndu margir geta þegið að fá fulla vissu fyrir, hvort kýr, sem þeir drekka mjólkina úr i mörg ár, og svo að lokum leggja sjer til munns, hafa alið í sjer óteljandi aragrúa ban- vænna smákvikinda, sem draga á eptir sjer sóti og dauða. A hinn bóginn er fengin svo örugg og ómótmæl- anleg reynsla fyrir áreiðanlegleik þessara tilrauna, að það tjáir ekki að hreifa neinni mótbáru gegn sönnunar- gildi þeirra. Flestallir bestu og mestu bændur í öðruni löndum hafa latið ransaka sinn nautpening, og reynslan hefur t. d. sýnt, aðíeinu fjósi, þar sem stóðu 230 mjólkur- kýr, voru einar einustu 18 kýr heilbrigðar. Það er ótrúleg saga en sönn þó. Jeg sje ekki ástæðu til að fara um þetta fleir um orðum, en jeg vona svo góðs af læknum vorum, að þeir tengi höndum saman og geri hið bráð- asta ráðstafanir til þess að fengin verði vissa i þessu efni. — Jeg þarf ekki að fræða þá nje aðra um þann sanleika að það er ekki allt fengið með því að sjá, að maður eptir mann leggst í gröf sína af þessum og þessum sjúkdómi, ef ekki er um leið leitað eptir orsökunum og reynt að hrinda burtu skilyrðunum fyrir vexti og viðgangi sjúkdómsins, og það verð jeg að álíta að sje ógert livað »bcrklasýkina« á Islandi snertir, meðan ósannað er vísindalega hvort »berklar« eru i þeim afurðunr af nautpeningi vorum sem vjer jetum og drekkum. Bóndi. Bæjarfulltrúakosningf fór fram hjeráþriðju- daginn var o^ voru þessir kosnir: Ólafur Ólafsson endurkosinn með 289 atkv Halldór Jónsson 216 Jón Jensson —»— 189 Magnús Benjamínsson — 205. - Tryggvi Gunnarsson . — 198 — í þessari viku koni maðiir hingað til bæjarins fót- gangandi austan af Mjóafirði. 1 Iann gekk sunnanlands og var 2 mánuði á leiðinni; nærri helming tímans sat hann veðurtepptur hjer og hvar. — Hann ljet illa af tíðinni og sagði snjóalög þung austur um Arnes- og Rangárvallasýslur. — Ur Holtunum og alla leið suður að Lækjarbotnum, kafaði hann snjó milli lmjes og klyfta. Dýralíf. 1. Einn naprasta frostdaginn sem komið hefur á þessum vctri, var jeg staddur skannnt frá »póstinum« mcð báðar hcndur á kafi niOri í frakkavösunum og kragann uppbrettan, og var aO tala viO mann. Gusturinn þaut fúll og kaldur cptir götunni og beit mig þar sem hann komst að mjer. Við töluOum uin ekkert það sem vanalega er rætt á þessum söguríku stöðvum, því hvorugur kunni sögur að segja í það sinn, svo nýjar eða merkar, að þeim væri hreifandi svo nálægt sjálfum »póstinum«. Það sem við vorum að talaum var grár hestur sem búinn var að standa lengi — jafnlengi og við og mæna með þessum raunavotu augum, sem fáar skepnur skaparans eiga, svo aö komist til jafns við fjöruhestana hjerna 1 Reykjavík, á vatnspóstinn. Margir vatnsberar komu mcð skjólur sínar; þeir ungu blístrandi eða raulandi, eldri kynslóðin róleg og stillt, eins og sæmir vatnsberum hins »gamla skóla«. —- 1 hvert sinn sem hringlaði í vatnsberakrókunum eða vatnsgrindin datt á gadd-

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.