Dagskrá - 07.01.1897, Side 7
170
Jeg hafði áðar orðið var við það, að jeg var karlmaður,
en ekki kona. — Við kirkjuna heima hjá okkur í sveitinni
hafði jeg sjeð allt það af kvennfólki sem til var best og þokka-
legast, og jeg get'ekki neitað því, að jeg fann gott eðli vors
fyrsta forföður streyma gegn um mig við guðsþjónusturnar.
En jeg hafði aldrei verið settur augliti til auglitis gagnvart
konu á sama hátt og þetta kvöld, (Meira).
íslensk rímnaskáld.
Þórður Magnússon frá Strjúgi.
Foreldrar hans voru Magnús lögrjettumaður á Strjúgi og
kona hans Halldóra Þórðárdóttir. Þórður kvongaðist Ragn-
hildi Einarsdóttir 1574, og á lífi er hann 1591, en það vita
menn síðast um hann, að þvl er mjer sje kunnugt; hann hefur
ef til vill lifað eitthvað fram yfir 1600. Ekkert vita menn um
fæðingarár hans.
Svo er um Þórð sem um Sigurð blinda, að margar óáreið-
anlegar sagnir ganga um hann. Einkum er þjóðsögublær á
frásögninni um viðureign hans við Hall skáld Magnússon, er
bjó á Kárastöðum í Tungusveit í Skagafirði um sömu rnundir
og Þórður bjó að Strjúgi, og skal nú segja gjör af viðskiptum
þeirra.
Það var upphaf til óvináttu þeirra, að Halldór öfundaði
það, að Þórður var talinn betra skáld; fundum þeirra bar
fyrst saman á mannamóti og kvað þá Halldór:
Fræða örin furðu mjó
fram af boganum renni!
Þórður svaraði:
í morgun hvessti jeg rnína þó,
máttu sjá við henni.
Piptir þetta hófst hin grimmasta kvæðadeila milli þeirra,
og var ekki við góðu að búast, því þeir voru báðir ramgöldr-
óttir og hin mestu kraptaskáld. Svo fór að lokum að Þórður
kvað auðnuleysi á Hall, en Hallur líkþrá á Þórð; en Þórður
kvað hana af sjer öðru megin, en kvaðst ekki vilja freista
drottins með því að kveða hana af sjer hinu megin, þótt hann
gæti það vel.
Enn er sú saga um Þórð, að eitt sinn er kaupmaður einn
danskur ljet frá landi, hafi hann kveðið ákvæðavísur svo
rammar, að skipið týndist með öllu er á var. Þessar vísur
eru enn til og er fyrsta vísan svo:
Kristur minn, fyrir kraptinn þinn
kongur 1 himna höllu,
gef þann vind á græðis hind
að gangi úr lagi öllu.
En það fylgir með sögunni, að þegar er Þórður hafði
kveðið vísur þessar hafi hann iðrast þess og gjört bragarbót;
en þá varð fyrsta vísan svo:
Kristur rninn, fyrir kraptinn þinn,
kongur himins láða,
gefi þann vind á græðis hind
að gott sje við að ráða.
En svo römm voru ákvæðin, að bragarbótin hreif ekki
baun, en skipið fórst svo sem áður sagði.
Þórður hefur verið gleðimaður mikill og er það í minnum "
haft, eða að minnsta kosti kvað Páll Vídalln svo einu sinni,
er hann reið fyrir neðan Strjúg:
Aptur og fram um Asgarð fló
Óðinn vængja bjúgi,
meðan hann Þórður [/arna bjó
þá draup vín á Strjúgi.
Mjög hefur Þórður unnað ættjörð sinni, og sjest það á
kvæði einu. sem hann hefur ort um Island, og er það eitt hið
fyrsta íslenskt ættjarðarkvæði sem menn þekkja; þar segir
hann meðal annars:
Blindar margan blekkt lund,
blandast slðan vegs grand;
reyndar verður stutt stund,
að standa náir Island.
Barmar hann sjer hjer yflr hinu auðvirðilega ástandi hjer á
landi eptir siðabótina. En að öðru leyti spillir það mjög fyrir
þessu kvæði, að Eddu-prjálið er yfirgnæfandi.
Mönnum hefur ætíð þótt mikið til Þórðar korna sem skálds;
hann er opt fyndinn og kjarnyrtur og afaróhlífinn við þá, sem
hann vill hnýta í, í það og það skipti. Margar lausavísur
hans eru nú húsgangar um land allt, svo sem t. d. þessi vísa,
sem sumir reyndar eigna Páli Vídalín, en Þórði er þóoptast
eignuð:
Þótt slípist hestur, slitni gjörð,
slettunum ekki kvíddu;
hugsaðu hvorki um himinn nje jörð
en haltu þjer fast og rlddu!
Þórður hefur og fundið til þess sjálfur, að hann var gott
skáld eða að minnsta kosti hefur honum eigi verið um það,
að aðrir væru taldir betri skáld en hann, og sýnir þctta saga
sú, er hjer fer á eptir. Rannveig hjet dóttir hans, og er það
sagt um hana, að hún hafi kveðið 16. rímuna í Rollantsrím-
urn meðan hún var að hræra í grautarpotti; faðir hennar hafði
þá lokið við 15 fyrstu rímurnar; en er hann heyrði um tiltekt-
ir dóttur sinnar og fjekk að heyra rímuna, þá er mælt að
að honum hafi þótt hún betri en hinar, er hann hafði ort, og
varð hann þá svo reiður, að hann laust dóttur sína kinnhest.
Oddur hjet sonur I>órðar; hann er skáld kallaður og eru til
nokkrar vísur eptir hann, þar á meðal níðvísa um kaupmann
á Húsavík, fremur vcl ort. Ekki veit jeg til að Þórður hafi
átt fleira barna en þessi tvö, sem nú voru nefnd.
Svo sem fyr var sagt, hefur mönnum ætíð þótt mikið
koma til skáldskapar Þórðar; svo kvað Páll lögmaður Vída-
lín, cr manna best bar skynbragð á slíka hluti:
Þórður undan arnarhramm
aldrei hreitti leiri,
skaraði’ hann langt úr skáldum fram,
sem skírast gull af eiri.
Ku’.
Það lægsta af því lága, sem lifað getur ofan moldar, er
mannskepna mcð skriðdýrseðli. Jeg þekkti einu sinni fyrir
mörgum árum roskinn höld, vtðförlan og fjölfróðan. Hann
var vanur að líkja öllum sem hann veitti eptirtekt við ýms
dýr eptir svip þeirra og yfirbragði, og hann fullyrti að það
væri hægt að dæma um viljastyrk, vit og geðslag hvers manns
eptir andlitsfallinu.
Jeg hef síðan opt og tíðum hugleitt þessa kenning hans
og jeg hef orðið þess var, að hægt cr að fara nærri um skap-
ferli manna eptir því hverju dýri þeir eru líkastir. Dýrin eru
lifandi vjelar, útbúnar til þcss að bcrjast við erfiðleika náttur-
unnar hvert á sinn hátt. Hvert einasta Kffæri dýrsins, hvort
heldur það heitir maður eða skynlaus skepna, er vopn til
varnar eða sóknar í þessari baráttu, og því er eðlilegt, að allur