Dagskrá - 13.01.1897, Qupperneq 5
Það er því furðu djarftaf ritstj. »íslands« að staðhæfa
það blátt áfram að hjer sje enginn ahugi til með þessu
máli, þvert ofan í sannleikann og vitund allra manna.
Jafn undarlegt er það að hann skuli ekki vera of hygg-
inn til þess að blanda persónulegum skömmum inn í
þetta mál. Hann má þó vita að altur fjöldinn af þeim
mönnum sem fjallar um endurskoðunina muni meta það
harla lítils. — En mestri furðu gegnir þó að hann skuli
ímynda sjer að hann geti talið almenningi á Islandi
trú um, að allt sje ónýtt og einkisvert sem þjóð og þing
hefur gjört í þessu máli, og að »skilnaðurinn« hans sje
það einasta góða og heppilega, án þess að hann skýri
með einu orði hvað ætti að koma í staðinn fyrir hið
núverandi fyrirkomulag, hvort Islendingar væru færir um
að taka á móti breytingunni eins og nú stendur, eða
hvernig ætti að koma henni til leiðar.
Endurskoðunarmálið er ekki persónulegt mál. Það
varðar alla Islendinga jafnt og er byggt á sögu lands-
ins og rjetti. — Það stendur ekki nje fellur með nein-
um einstökum manni, heldur með pólitiskri framsókn allr-
ar þjóðarinnar.
Endurskoðunin hefur í f'ór með sjer eðlilega breyt-
ing á pví ástandi setn vjer nú lifuut undir en aðskiln-
aðurinn ekki.
Það er því ekki nóg að slá því fram óhugsað og
óröksfutt að »aðskilnaðurinn» sje heppilegri í sjálfu sjer
heldur er. endurskoðunin. — Til þess að uppástunga um
algerðan aðskilnað sje frambærileg, þarf að minnsta
kosti að benda á þær aðalbreytingar á grundvallarskip-
un landsins sem skilnaðurinn hlyti að leiða afsjer, (sbr.
sldpun æðstu stjórnar, landvörn, rekstur íslenskra mála
í útlöndum o. s. frv.).
Loks er endurskoðunin lógleg og möguleg án pess
að gntndvallarskipun ríkisins sje breytt, en aðskilnaður-
inn ekki.
Það er því furðulegt, að nokkur maður skuli láta
sjer detta í hug að vekja »almennan áhuga» og »leið-
toga« til þess að fylgja fram því sem engin minusta von er
til að geti fengist, og um leið til þess að yfirgefa það mál-
efni, sem getur unnist — án þess aðhann beri annað fyrir
sig heldur en lausleg ummæli eptir einhverjum framliðnum,
dönskum stjórnarandstæðing, fullyrðing um það út í blá-
inn að Danir muni vilja selja Island fyrir nokkur þús-
und krónur, og tilgátu úr lausu lopti um tilhlutan annara
þjóða um þetta mál, þvert ofan í allt sem þjóðarjettur
og stjórnvenja siðaðra ríkja gæti leyft. —
Ljúkum vjer svo að tala um þetta mál að sinni,
því fremur sem vjer þykjumst vita að fleiri muni minn-
ast á það en Dagskrá áður en langt um líður.
Útreikningur.
Það er ef til vill vel »útreiknað« af ritstj. »íslands«
að láta sem blaðiö hans sje sta rst og ódýrast allra blaða
á Islandi.
En það er ekki rjett reiknað.
Rlenn hafa átt kost á því áður að sjá jafnstór blöð,
t. a. m. »Fjallkonuna« tvöfalda, og virðist það síst betra
fyrir kaupendur blaðsins að það sje haft í svo stóru
broti, og látið koma út einu sinni á viku, heldur en að það
væri haft helmingi minna, og látið koma út tvisvar
vikulega.
»Dagskrá« og »Fjallkonan« eru svo líkar að stærð
að þær mega kallast jafnar; Island kemur út einu sinni
í viku, Dagskrá helmingi optar. — Dagskrá og Island
eru sem allranœst jafnstór i’löð. Munurinn er helst
sá að »Dagskrá« kostar 3 kr. yfir árið, en »Island«
3.i6.
En þó hefur ritstj. »íslands« verið að dylgja mikið
um það að »Dagskrá« væri mjög lítið blað.
Það er ckki álitið »fint« að tala mikið um það
hvað dýrseldir keppinautar manns sjeu — jafnvel ekki
á almennum varningsmarkaði. I’egar ræða er um bók-
menntir eða önnur lík fyrirtæki mnndu þó enn færri
verða til þess. — Blöð og bækur eru eins og menn
vita mjög misdýr um allan heim, enda er það ekki ein-
utigis pappírinn einn sem seldur er.
»Dagskrá« hefur aldrei minnst á það hve dýr önnur
blöð væru, eða »hvort aðrir ritstjórar sendu blöð sín með
pósti eða utanpósts«. Vjer höfum álitið og álítum enn,
að slíkt sje ósamboðið nokkru blaði sem vill leita sjer
kaupenda meðal siðaðra manna. Enda skulum.vjer ekki
leggja frekara til um verðlagning »íslands«. — En vjer
vildum þó að eins geta þess úr því ritstj. þess blaðs
ekki kynokaði sjer við að fara að meta blöð annara
til dýrleika, að »Dagskrá« er jafn efnismikið blað eins og
»ísland«, og ekki dýrari.
Skipaskálinn.
»Dagskrá« hefur fengið góðar undirtektir undir uppá-
stungu sína um að reisa skála hjer í bænum til skipa-
bygginga, sbr. »Dagskrá» 38. tbl.
Vjer höfum átt tal við ýmsa helstu smiði bæjarins
um þetta mál, og virðist þeim öllum að það fyrirtæki
væri bæði gagnlegt fyrir handverk þeirra, og mundi borga
sig vel fyrir bæjarfjelagið.
En auðvitað er þess ekki að vænta, að neinn ein-
stakur maður fáist til þess að leggja fje til byggingar-
innar og ætti þá annaðhvort bærinn eða alþingi að veita
peninga, til þessa móti afborgun á hæfilega löngum tíma.
Ef einhver smiður sem vel þekkir til þessa, gcrði
áætlun um kostnaðinn við bygginguna, mundi það að