Dagskrá - 04.02.1897, Qupperneq 5
217
gjöra nokkuð af því sem þeir segja og hafa sagt þar
um, ættu Cubeyingar nú að vera leystir frá styrjöld
þessari fyrir löngu, og vera komnir undan oki Spán-
verja.
Mikla eptirtekt og öfund annara stórvelda hefur
það vakið að Rússum hefur tekist á laun við aðrar
þjóðir álfunnar, að semja um járnbrautarlagning, þvert
gegnum Mandchurí, þannig, að banki nokkur, sem má
telja nokkurskyns útibú hins rússneska ríkissjóðs í
Austurálfunni, leggur fje til fyrirtækisins og ræður því.
Menn telja þetta afarþýðingarmikið stig í framsókn Rússa
í Asíu.
A Indlandi er sagt af skæðri drepsótt í Bombay
og víðar. Var sýkin óðum að breiðast út; þannigvoru
menn dánir úr henni hundruðum saman í Karachi þeg-
ar síðast frjettist.
Eins og nú stendur eru engar horfur til ófriðar,
meðal Evrópuþjóðanna. Síðasta árið sýndi glögglega
að hvorki hinir einvöldu stjórnarar nje þjóðirnar sjálfar
vilja ófrið — fyrir neinn mun. — Venezuelamálið sýndi
að hinir digurmæltu Bretar og Vesturheimsmenn láta
lítið verða úr því þó blaðagreinar þeirra og þingræður
sjeu fullar af ógnunum og ailskyns mikillæti, og var þó
varla hægt að hugsa sjer öllu öflugri ástæðu til ófriðar
milli þeirra ríkja. — Þegar Þýskalandskeisarinn óskaði
Transvaalbúum til hamingju eptir ófarir dr. Jamesons,
braut hann í raun rjettri, — að því leyti sem það verður
gjört með orðunum einum — þær reglur sem gilda um
samneyti hinna siðuðu ríkisstjórna á friðartímum, enda
urraði þá fjandsamlega í Jóni Bola um endilangt Breta-
veldi. — En ekkert var þó framkvæmt af því sem
hvorir hótuðu öðrum út af keisaraskeytinu.
Ekkert sýnir þó betur en Armeningamorðin, að
stórveldin vilja hafa frið — fyrir hvern mun. I hinni
langvarandi böðlastyrjöld Tyrkja gegn hinum armenisku
»trúarbræðrum« Evrópinga hefur svo þrásækilega verið
sorfið að þjóðardrambi þeirra, rjettlætisást og viður-
kenndum stjórnarreglum í utanríkismálum, — en allt til
einskis. Evrópa vill hafa frið, — hvað sem hann kostar,
og að líkindum getur ekkert annað orðið fiiðnum að
meini heldur en byltingar innan þjóðanna siálfra.
Þessar byltingar hljóta að koma, og þær nálægjast
oss meir og meir, sumstaðar hægt og hægt, sumstaðar
stórstígar og hraðvaxandi, og menn munu geta farið
nærri um það nær þær muni gera enda á Evrópu-
friðnum. Byltingarnar koma þegar þjóðirnar eru orðnar
of menntaðar til þess að þola hið gildandi stjórnarfyrir-
komulag. Það er þar á móti hinn mesti misskilningur
að halda að geðþótti stjórnendanna geti brotið friðinn.
I Evrópu er enginn einvaldur stjórnari til lengur, nema
að nafninu.
Það er skiljanlegt hverjum sem les þó ekki sje nema
lítið ágrip af menningarsögu vorri, að það er andi auð-
valdsins' sem stýrir öllum stjórnum til þess að halda friðnum
þrátt fyrir allt.
Það eru hagsmunir auðkýfingatina, sem eru 1 mestri
hættu ef ófriður kæmi upp. Pólitík Englendinga er
pólitík enskra auðmanna. Þess vegna slá þeir stryki yfir
móðganir Þjóðverjakeisarans og þýsku blaðanna, þess
vegna láta þeir undan Ameríkumönnum og viðurkenna
hina alkunnu kenningu Monroes, og þess \egna horfa
Evrópustjórnirnar kyrrar og aðgerðalausar a hiti blóðugu
níðingsverk Tyrkjans.
En ýmsum virðist það vafasamt, hvort sa friður sje
í sjálfu sjer siðmenningunni til góðs, sem á alia sína
stoð og styrk í eiginhagsmunapólitík auðkýfinganna.
Þannig segir Lord Russell, mikils metinn enskur lög-
fræðingur, um þá spurning hvort evrópisk-ameríkanska
menningin verðskuldi að varðveitast eins og hún er:
»Menningin á að njóta hylli mannlegs fjelagsskapar.
Hin rjettu einkenni sannrar siðmenningar er umhyggju-
semi með þeitn snauða, virðing fyrir rjettindum kvenna,
opinská og alúðleg viðurkenning á jafnrjetti allra manna,
an tillits til kyns, lits, þjóðernis eða trúarbragða, tak-
mörkun á stjórnarvaldi ofureflisins í heiminum, ast til
lögbundins frelsis, viðbjóður við ógöfugum, grimmum og
lágum hugsunarhætti, og aflatslaus sjalfstjórn fyrir rjett-
látu máli«. — — »SHk menning«, bætir höf. við, »í
hinum sanna æðsta skilningi þess orðs, vill frið«.
En væri inenningu vorra tíma lýst rjett með því
sem hjer ersagt? Voru það þessar dyggðir sem bundu
hendur Evrópustjórnanna, meðan hinir »rjetttrúuðu« mis-
þyimdu Armeningum og sveltu þá til bana þúsundum
saman, svívirtu konur þeirra og steyktu börn þeirra
lifandi ?
Svarið liggur opið fyrir; en þess ber að gæta, að
| hugsunarháttur pjódanna og stjórnanna fer ekki saman,
| og því munu byltingarnar brjóta evrópiska friðinn fyr
eða síðar, hvað sem auðkýfingapólitíkinni líður.
Laura kom hingað 31. f. m. Meðal farþega:
Benidikt kaupmaður Þórarinsson, S. Fjelsteð, Guðmund-
ur kaupm. Guðmundsson og Guðjón verslunarm. Þor-
steinsson. Enn fremur íslenskur prestur, John Clemens,
I frá Ameríku.
Fyrlrlestur um þilskipaútveg heldur Markús
skipstjóri Bjarnason í leikhúsi W. O. Breiðfjörðs, sunnu-
daginn 6. þ. m., kl. 5 e. m.
F armaðurinn,
(Framh.).
Við Darja mættumst við og viö á þilfarinu, og tuluðum
þá saman með augunum einum. - Enginn annar en við og
skipstjórinn vissu neitt af því að hún væri komin um borð á