Dagskrá - 24.08.1897, Side 3
sem frá því fyrsta hafa verið blindir fyrir því hvernig löggjöf
islendinga átti að sntía sjer í botnvörpumálinu.
Það er ekki ólíklegt að íslenskar trawlútgerðir kornist á
innan skamnis og pd mun mönnum fara að lærast hvað Islend-
ingar gcta grætt á því að veita hinum inniendu trawlskipum
sjerrjettindi innan landhelgi fyrst um sinn þar sem bátafiski er
nú ekki notað af landsmönnum.
Allar hrókaræður manna um »leppa« sem muni fá atvinnu
við þetta falla um sjálfa sig fyrir þeirri mótbáru: að trygg-
ingardkvœði hvers innihalds sem alþing vill, má setja inn í
lögin, til þess að hindra málamyndarsamninga útlendinga,
og þeirra innlendra manna er kynnu að vilja ganga í slíkan
fjelagskap.
Hvað snertir grein þá sem nú var sett inn í lögin, væri
þýðingarlaust að setja þar tryggingarákvæði, því þcssi væntanlegu
íslensku trawlskip geta einmitt síður gjört landsmönnum ógagn
heldur en hin útlendu fyrir þá sök að þau standa undir inn-
lendri valdstjórn, en verða að hlýða öllum sömu lögum sen>
hin útlendu.
Það eina sem ]>ví getur vakið grcmju andmælendanna er
það að þeir sjá einstöku innlenda menn græða á trawlveiðum, í
stað þess að áður hafa menn getað huggað sig við það að allur
arðurinn af þessum vciðiskap hefur streymt í vasa útlendra
tnanna.
Pað er íslenska »jafnaðarmennskan« að enginn eigi neitt;
f>d eru allir jafnir. — Og pað er sú ríkja?idi grundvallarskoð-
un í fjármála-politík vorra háttvirtu samgönguskarfa, sumra
hverra, að einn grannin verði fátækari, við það að ann&r
verði ríkari! —
Hversu óútgrundanleg eru vísdómsráð vorra djúpsæu
þjóðmálagarpa, eins og annars.
Hlægilegur forsetaúrskurður.
Þórhallur Bjarnarson úrskurðaði í gær við atkvæða-
greiðsluna um botnvörpulagaákvæði Jóns Jakobssonar
í neðri deild að fiskifræðingur og stjórnmálaspekingur
Halldór Daníelsson af Mýrunum mætti greiða atkvæði
sitt „um aptur“ eptir beiðni löggjafans sjálfs og ef til
vill eptir nokkurri vinsamlegri bending frá þeim er sátu
andspænis áðurnefndum Sóloni í deildinni, en þeim varð
sumum mikið kappsmál að friða sjóinn fyrir landsmönn-
um, hvað sem öðrum iiði.
Það væri ekki svo illa til fallið ef herra Þórhallur
gæti leitt þá venju inn að menn mættu „reyna aptur"
— einnig eptir nafnakaii, og breyta atkvæðum sínum
eptir því sem menn sæu að verkast vildi, auðvitað þó
því að eins að hin síðari atkvæðagreiðsla væri persónu-
legri meining forseta í vil.
Hr. Þórhallur hefur jafnan virst hafa mikla tilhneyg-
ing til þess að „reyna aptur" — ekki einasta við munn-
ega atkvæðagreiðslu lieldur munu kunnugir menn halda
að honum muni ekki hafa verið á móti skapi þótt „reynt
væri aptur“ að koma Valtýsflugunni inn eptir að hún
hafði vcrið tekin aptur og tví fellcl í þinginu.
Atkvæðagreiðsla.
Forseti: »Fyrst ekki fleiri taka til máls, bcr jeg
málið upp til atkvæða. Þeir sem sumþykkja gjöri svo
vel að standa upp«.
Skrifararnir telja: upp standa 5.
Fors.: »Þeir sem eru á móti!«
Skrifararnir telja; upp standa 5.
Fors.: »Það verður að reyna aptur og bið jeg þá
sem samþykkja, að giöra svo vel að standa upp!«
Skrifararnir telja; upp standa 8.
Fors.: »Þeir sem eru á móti!«
Skrifararnir telja; upp standa 8.
Fors.: »Þetta gengur ekki og verður því að við-
j hafa nafnakail«.
Það er gjört og er þá rnálið fellt með 14 atkv.
j gegn 9.
Atkva;ðagreiðslur líkar þessari eru algengar hjer á
þinginu. Það er rjett eins og þingmenn hafi enga sann-
j færingu fyrir málum þeim, sem um er að ræða, þótt þau
j sjeu mikils varðandi fyrir alla þjóðina og þótt búið sje
| að ræða þau fram og aptur og mönnum ætti að vera
j þau Ijós. Það er hlægilegt að menn sem kosnir eru
J sem fulltrúar þjóðarinnar, skuli ekki hafa rænu eða dáð
j í sjer til þess að greiða atkvæði annaðhvort með eða
móti, heldur vera þess valdir að tíma þingsins sje eytt
í annað eins hringl og átti sjer stað í gær; hann er þó
j ekki svo langur að þingmenn þess vegna þurfi að kepp-
ast við að hugsa upp einhvern barnaskap til þess að
eyða honum og vinna þannig þjóðinni skaða og gjöra
sjálfa sig blægilega í augum allra áhorfenda; auk þess
er það næsta ótrúlegt að nokkur maður sje svo áhuga-
laus og andlega sofandi að honum standi alveg á sama
um nokkurt mál, er miklu varðar frá almennu sjónar-
miði. Það lítur annars helst út fyrir að nauðsynlegt sje
að semja lög er ákveði að þingmenn sjeu ávallt skyldir
að greiða atkvæði í öllum málum, enda virðist ekki of-
mikið heimtað þótt það væri gjört, jafnvel þótt ræða
væri um fjárveitingu til einhvers er horfði framan í þing-
menn meðan atkvæðagreiðslan færi fram, og stofna svo
eitt embættið enn viö þingið til þess að ýta við þing-
mönnum þegar þcir ciga að standa upp.
ö'. 7. J.
Dáin cr í gær hjcr í bæmim frú Herdls Bencdictscn. (ekkja
Benedictsens kaupmanns, f. í Stykkishólmi) rúmlega sjötug
að aldri.
í dag ljest kaupmaður Gunnlaugur Briem í Hafnarfirði.