Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 30.08.1897, Side 1

Dagskrá - 30.08.1897, Side 1
Vcrð árgangs .yrir cldri tcanp cndnr innanla ids. 4 krónur. Kemur ut hvcrn vírkan clag. Verð ársfjórðungs (niinnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. 11,50-51. Reykjavík, mánudaginn 30. ágúst. 1897. ísafold og stjórnarskrármálið. (Framh.) Eptir að vjer höfum stuttlega skýrt frá seinasta viðviki ísafoldar, með hennar eigin orðum — frá ein- dregnum andmælum móti Valtýskunni til ótvíræðra með- mæla með hinni sömu pólitík, skulum vier nú líta á skoðanir ísafoldar fyrr og síðar á nokkrum aðalatrið- um stjórnarskrármálsins. Þingseta ráðgjafans hefur eins og menn vita ver- ið ein hin helsta rjettarbót sem Váltýskan hrósar sjer af. — Auðvitað hefur bæði Dagskrá og fleiri sýnt með órækum rökum fram á það að þessari svokölluðu endur- bót á stjórnarfarinu mætti koma á með »praxis« ef stjórn °g þingi þætti svo mikið til hennar koma sem Valtýs- sinnar láta. Þannig þyrfti alls enga stjórnarskrárbreyt- ing til þess að koma á þeirri af tillögum Valtýs- frumvarpsins. — En þótt allir menn hljóti að skynja svo glögglega sem verða má, að það er aðeins fyrir- sláttur að telja slíkt með nauðsynlegum stjórnarskrár- breytingum, sem beitt er til þess að láta frumvarpið sýn- ast allt annað og meira heldur en það er, verða menn samt sem áður að líta á það hverja þýðingu þingseta ráðherrans mundi hafa fyrir pólitiskt frelsi og starfsemi alþingis. Menn hafa fengið ríkulega endurtekna, hvað eptir annað, aðalröksemd ísafoldar og annara Valtýsfylgenda um nytsemd ráðgjafans á alþingi, sem sje, að þá vissi þingið fyrirfram hvað ná mundi samþykki stjórnarinn- ar. — Það er eins og menn hafi viljað forðast að nefna það, að slík vissa um hvað stjórnin mundi leggja til hlyti að bæla niður alla framsókn þingsins í þeim málum er ríða í bága við hagsmuni Dana, svo framar- iega sem menn á annað borð tækju það til greina sem ráðgjafinn segði. Þingseta ráðgjafans hefur í sjálfa sjer afarlitla stjórn- skipulega þýðingu, — og hefur jafnvel verið álitin hættuleg fyrir ungar, lítt þroskaðar, löggjafarsamkomur. Þannig litu til að mynda Norðmenn á það mál fyrst er þeir sömdu grundvallarlög sín með þingbundinni kon- ungsstjórn. Hjá þeim höfðu ráðgjafarnir enga heimild til að sitja á þingsamkomunum, embættisstöðu sinnar vegna, enda skyldu þeir heldur ekki mega kjósast tij þingsins, nje neinir þjónar þeirra eða hirðarinnar. Ráðgjafinn á heldur ekki að geta bægt þinginu frá að samþykkja nein lög, sem það sjáift vill hafa fram. Löggjafarþing með frjálsa stjórnarskipun á ekki að þurfa að haga sjer eptir því hvort raðaneytið cr mót- fallið eða meðmælt einhverju nýmæli, heldur á það ráðaneyti að víkja, sem er ekki á sömu skoðun og meiri hluti þingsins. — En það þing sem gjörir sjer að reglu að beygja sig fyrirfram fyrir andmælum ráðaneytisins er ekki frjálst löggjafarþing lengur — og þó hafa menn heyrst telja það hina öflugustu rjettarbót Val- týskunnar, að þingið þyrfti þá ekki lengur að eyða tíma í að semja lög, sem ekki ættu að ná staðfesting, efstu yfirlýsingum ráðgjafans. Um þetta segir ísafold vel og rjettilega 1 886 XII. 39. — Óskiljaniegt, að nokkrum manni geti vcrið alvara að ímynda sjer, að vjer mundum hóti bættari, þótt vjer fengjtim útlendan ráðgjafa tii að skjótast hingað í selið eða reka inn nefið snöggvast annaðhvort ár á meðan á pingi stæði. - En það er komið annað hljóð í hana unt þetta sama atriði 1897 XXIV, 46. Hvað vinnum vjer svo við að taka boðinu? — Vjer vinnum fyrst og fremst það að samvinna keinst á milli þings og stjórnar, þessi samvinna sem oss hefur vant- að svo afartilfinnanlega. — — — Vjer höfum aldrei átt kost á neinu slíku fyr, og ef þetta er einskisvert þá hefur líka alltir þorrinn af aðfinning- unum við stjórn vora og kvörtununum út af stjórnarfyrirkomu- iagi verið á engu byggðar, verið marklaust hjal eða sandur og ryk i augu almennings — — __________________ (Framh.). Nokkurs konar áskorun til stjórnarinnar um að leysa upp alþingi og utrt leið ávarp til íslendinga um að standa stöðugir með- Val- týskunni, hafa 16 þingmenn birt í Isafold síðast — og er gleðilegt að sjá einn þar í hópnurn, sem menn þótt- ust ekki vita vel áður, til hvors fiokksins skyldi telja, nfl. Þórhall Bjarnarson. í þessari áskorun, hefur því verið komið á fram- færi, sem meiri hluti efri deildar tók út úr biskupsá- varpinu.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.