Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.09.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 28.09.1897, Blaðsíða 1
ttemur út hvern virkan dag. Vcrð ársfj^rðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlcndis 2,50. Vero átgangs yríi ■ iriri k.i- p- cnditr innanl.inds. 4 krónur. 11,72-73. Reykjavík, þrlðjudaginn 28. september. 1897. ,Sanngirni og sannsögli*. Þessu nafni kallar ísafold greinarstúf einn í síðasta tölubl. sínu, sem beint er að Dagskrá fyrir nokkrar hisp- urs-lausar og rjettlátlegar athugasemdir er vjer höfðum gjört um framkomu sjera Þórhalla Bjarnarsonar í þing- lokin. — Eða svo á það að minnsta kosti að sýnast, sem ísafold hafi flutt greinina til rjettlætingar Þórhalli, — en þeir, sem þekkja vel aðferð blaðsins munu þykj- ast skynja, að ísaf. hafi þó öllu fremur haft það fyrir augum, að greiða andsvör sín á þennan hátt, gegn nokkrum »tilvitnunum<; úr hinu virðulega málgagni, er Dagskrá hefur tekið upp fyrir skömmu, til sýnis og skýringar um skopparakringlusnúninga Isafoldar í stjórn- arskrármálinu. Má einnig vera að hún hafi um leið haft í huga sinn ófróða og óskýra lögspeking »Corpus juris« — sem þessa dagana hefur hlotið svo óhrekj- andi sannanir fyrir því í Dagskrá að kenningar hans sjeu ekki annað en ein einasta lokleysa frá upphafi til enda. Margir munu nú álíta þetta miður »sanngjarnt« af ísafold, — að ætla sjer að rjettlæta sinn eigin skopp- arakringluleik og vanþekking herra »Corporis« með því að reyna að halda uppi svörum fyrir óviðkomandi þriðja- mann, klerkinn Þórhall Bjarnarson. — En þegar þar við bætist nú að vörnin fyrir Þórhall er fólgin í því, að þræta á móti því, sem nær hundrað manns heyrðu hann segja á síðasta þingdeginum í samemuðu þingi um jafnrjetti þingdeildanna í fjármálalöggjöfinni, og þegar »ísafold« ennfremur hefur fylgt þeim vana sínum í áðurnefndum greinarstúf að snúa sjer að öðrum mönnum, skyldum þeim er hún ritar á móti, í stað þess að koma með röksemdir fyrir því máli, sem þræt- an veltur á — þá verða menn að játa að Isafold hef- ur í þessusem öðru haldið sjer í »stýlnum«, ekki vikið frá þeim reglum, sem blaðið hefur fylgt í fjöldamörg ár, svo að segja í allri sinni opinberu framkomu. Að því er efni greinarinnar snertir að öðru leyti, er hún eins og flest annað af sama tagi í Isafold alveg fyrir utan og neðan það, að henni verði svarað. — Eitt af því, scm greinin teKur fram, er það t. a. m., að sje ísafold ekki sektuð fyrir ósannindi eöa rangan áburð, þá sje það sama scm hún hafi fengið dóm fyrir því að hafa sagt sannleikann. — Fleira skulum \-jer ekki nefna af vitleysum þeim er »ísaf.« hefur hrúgað saman í hinn stutta greinarstúf, en vísa þeim sem vilja hafa meira af sönru vöru í einhverja af þeim mörgu ritsmídum ísa- foldar fyr eða síðar, sem hana hefur skort ssanngirni og sannsögli« til þess að semja, samkvæmt því sem hvert húshæft blað ætti að álíta sjer skylt. En sje eingöngu litið á »stílinn« verðskuldar grein- in fremur að henni sje veitt eptirtekt, — af þvf að hann minnir mann svo einkennilega á aila þessa ó- hrjálegu samsuðu, sem ísafold hefur nú um svo afar- langan tíma borið á borð fyrir menn til væmni og and- styggðar fyrir alla þá er unna nokkurri smekkvísi í rit- uðu máli. Tökum til dæmis fyrirsögnina. — Fyrir framan þesskonar ritsmíðar, er ganga þvert ofan í allan sann- leik og sanngirni er »ísaf.« einkar tarnt að prenta lang- ar, samsettar og uppskrúfaðar klausur ekki óiíkar dæmi- sögu-titlum er menn eiga að venjast í stafrofskverum og öðrum barnabókum. Á þennan hátt á hin alþekkta heilaga vandlætinga- semi og saklausa sannleiksdýrkun ísafoldar að látast í ljósi. — En orðfærið allt er útsteytt með margtvinnuð svigurmæli, ríkulega skreytt hljóðvörpum og afleiðslu- endingum, sem öllu er svo hrært saman í þessa sjer- kennilegu grautarþvælu, — er merkir Isafoid úr meðal þess ófegursta og auðvirðilegasta, sem nú er gefið út á íslensku máli. Þar sem Isafold ætlar sjer að vera listfeng f stíl eða framsetning, er hún að sínu leyti ekki óáþekk því, sem Sölfi heitinn ITelgason var — í röð málaranna. — Sölfi hafðium dagana makað út eina 5 eða 6 hest- burði af veggjapappfr, og getur það sem eptir hann liggur þannig vel borist saman við stílblómstur ísa- I foldar, að vöxtunum til. — En það er ekki nóg þar með. j 011 gerðin á hinum kynlegu meistaraverkum Sölfa, litasamsetning og hugmyndir eru óneitanlega f sinni ; röð af líku tagi, sem ritsnilld ísafoldar. — Hvorttveggja I vekur hjá manni þennan sama næma viðbjóð og hryll- ing, sem.allir þeir munu þekkja er bæði hafa sjeðgóða I list og kunnáttulausa, ósmekkvfsa stæling listar. Skrípamyndir Söifa eru talsvert útbreiddar og munu

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.