Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.09.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 28.09.1897, Blaðsíða 4
238 taki skólanámi fram, bæði af því, að unglingar kæmu menntaðri frá umgangskennurum, en barnaskólum, og þar að auki, verði sú kennsla kostnaðarminni. Jeg er ómenntaður alþýðumaður, sem aldrei hef verið einn ein- asta mánuð hvorki á umgangskennsluskóla nje öðrum skólum, hef þ?í ekki eigin reynslu í þeim efnum, en jeg hef komið á heimili þar sem umgangskennsla hefur að nafninu átt að vera, og hefur mjer alit annað en litist glæsilega á það fyrirkomulag, þar sem öllu hefur ægt saman í einni lítilli baðstofu. Sumt af börnunum við lestur, en sumt við skript; kvennfólk við tóvinnu, rokka og kamba, piltum að koma frá útiverkum, gestum við kafhdrykkju og frjettaskraf eins og við- gengst á bæjum. Er nokkur von á að kennarinn geti komið á góðristjórn innanum slíkt arg og þras, en þó skal jeg játa, að sú tilraun sem þannig er gjörð, ti! að glæða menntun og menntalöngun hjá unglingum sje betri en ekki neitt, jeg segi ekki neitt, af því að sum- staðar, það er mjer vel kunnugt, er alls enginn um- gangskennsla, heldur að eins, að einstakir menn taka einhvern til að kenna börnum sínum og sökum rúm- leysis, ekki geta tekið nema I—2 börn að og þetta að eins 3—4 vikur, aptur veit jeg, að á stöku stað, er kennslan nokkuð lengri tíma, og betra húsrúm. „Hvað kostnaðinum líður, er þegar fengin nokkur reynsla". segir Þr. og nefnir til 3 skóla, sem strandað hafi á fjcleysi, jegþekki ekki 2 þessara skóla nema að nafninu til, Hijeskógarskóiinn átti eins og Þr. segir, að verða nokkurskonar Lýðháskóli, en þess konar skóli gat að vonum ekki þrifist, rjett við hliðina á Möðruvallaskól- anum, svo að af þeim skóla er lítil reynsla fengin, að unglingaskólar geti ekki þrifist, Svo til árjettingar fær- ir Þr. það til, að umgangskennsla njóti styrks af lands- sjóði, en sjeu kennslukraptar hvers sveitafjelags fluttir á einn stað haganlega settan, það er sameinaðir 1 einn skóla, þá sjc ekki styrks að vænta. Hvaðan Þr. hefur fengið þessa vitrun, er mjer óljóst, mjer þykir mjög ó- líklegt, að þingið neiti um styrk til fastra sveitaskóla, cn veiti styrk umgangskennslu. Ekki get jeg sjeð þann mikla kostnaðarauka við að sameina unglinga, í hverju sveitafjelagi á einn hentugan stað í hentugt húsrúm, þar sem einn kennari getur kennt helmingi fleiri börn- um, en umgangskennari í vondu húsrúmi. Kennararnir þurfa að vera jafngóðir, hvort sem þeir kenna á um- gangi eða í föstum skóla, og því jafndýrir. Fæði ungl- inga kostar eitthvað heima, eins og útgjörð á skólann, sem vart mun fara fram úr 40—50 aurum á dag, eptir því sem fæði pilta á Möðruvallaskóla kostar, eiginlega væri það húsrúmið, sem kostaði dálítið meira, svo sem hitun bekkir o. fl. nauðsynlegt. Húsið sjálft mætti leigja á hentugum stað, þar sem húsrúm leyfði, ef mer.n vildu ekki kosta neitt skólahús, og væri máske heppi- | legra, á meðan að reynsla fengist. Að endingu vil jeg skora á alla, sem unna mennt- un og framför, að hugsa um þetta mál og láta til sín heyra, því alþýðumenntamálið, er ef til vill, okkar mest áríðandi velferðarmál. Stefán Bergsson, Fiskimærin, Eptir Bj'órnstjerne Björnson. (Framh.). »Þetta er allt eitthvað undarlegt!« hugsaði Petra og ætlaði út, en kona ein gömul, er sat við hlið hennar tók hægt í kjólinn hennar. »Vertu kyr!«, hvísl- aði hún »en sestu niður! — því þeir', sem standa fyrir aptan þig sjá ekkert fyrir þjer; það eiga allir að sitja í leikhúsinu«. Hún settist sem fljótast. »í leikhúsinu« hugsaði hún og tók það upp hvað eptir annað til þess að átta sig Nú leit hún aptur inn í kirkjuna, en hversu ; mikið far, sem hún gjörði sjer um það, gat hún ekki ; skilið eitt einasta orð af því, sem mennirnir töluðu. Fyrst þegar hún tók eptir því að karlmaðurínn (það j var karl og kona) var ljómandi fallegur piltur, skildi hún stöku orð á stangli, en þegar hún komst að því, að hann talaði um ást og kvaðst sjálfur vera ástfang- inn, þá fór hún smámsaman að fylgjast með og skildi loksins allan þráðinn í því, sem hann sagði. Nú kom þriðji maðurinn inn, er dró svo að sjer athygli Petru að hún hætti að veita hinum eptirtekt. Hún sá það, að hann hlaut að vera munkur; hann var alveg eins og munkar er hún hafði sjeð á myndum og þá hafði hana lengi langað til að sjá. Munkurinn var hægur og stillt- ur í framgöngu, guðræknislegur á svip og alvarlegur; hann talaði skýrt og greinilega svo hún skildi nálega hvert einasta orð, en allt í einu snýr hann við blaðinu og talar þvert á móti því er hann áður hafði gjört — »Ó,þetta er einhver þorpari« hugsaði Petra. »Já hann hlýtur að vera þorpari, hann lítur líka út fyrir það! — O, að fallegi maðurinn tæki eptir því! hann ætti þó að minnsta kosti að geta heyrt það. Hann svíkur yður!« sagði Petra í hálfurn hljóðum. »Uss!« mælti konan, sem hafði tekið í kjólinn hennar og sagt henni að setjast. — Nei, ungi maðurinn heyrði það ekki, hann gekk á brott og hinir á eptir; gamall mað- urkemurinn. — »Hvað erþetta!« hugsaði Petra. »Þeg- ar gamli maðurinn talar, þá er eins og maður heyri • málrórn hins unga; þetta er þó afgamall karl! O, þarna j gengur stór hópur af piltum og stúlkum, allar hvít- ; klæddar; það leiðist tvennt og tvennt eptir kirkjugólfinu i

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.