Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.09.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 28.09.1897, Blaðsíða 3
arvald hefur að sönnu myndað nokkurskonar samheldi meðal þingmanna gegn hinum sameiginlega andstæðing (Danastjórn) að því er kemur við hinum fyrri flokk tnála. — Hefur þetta samheldi jafnvel á stundum orð- ið svo ríkt að alþingi í heild sinni hefur komið sjer saman um að semja lagafrumvörp um rjett Islendinga gegn Dönum með ákveðnu innihaldi og hvað eptir ann- að (sbr. stjórnarskrármálið). — En þó má það segja með fullum sanni að sannfæring þingsins mun ekki vera komin lengra en svo, að menn sjeu alljlestir að vísu samhuga um hvað fara eigi fram á t. a. m, í þessu máli er vjer nefndum, en hver höndin aptur upp á mód annari um það hvernig eigi að fá því framgengt. —- Og vjer skulum bæta því við að svo mikið er politiskt stefnuleysi þingsins enn að til munu vera smádeildir innanþings sem skilja heldur ekki að hverjic stjórnar- barátta Islendinga miðar. Stór flokkur manna villtist á þessu á síðasta alþingi, og fylgdi frumvarpi, sem fór í alveg öfuga átt, nefnil. þá, að binda málefni Islands frekar en nú er, við geðþekkni hinnar dönsku ríkis- stjórnar, og sami skortur þekkingar eða skilnings kom einnig fram hjá hinum svokölluðu »miðlurum« er virt- ust blindir fyrir því hverja þýðingu það mursdi hafa fyr- ir framtíð laadsins ef íslendingar gengjust, að lögurn, und- ir nokkur afskipti rikisráðsins af sjermálunum. Frh. Láta þeir ekki sannfærast enn? Nú er þó komið svo langt að íslendingar þeir sem flutt hafa til Vesturheims eru sjálfir teknir að skýra rjett og afdráttarlaust frá líðaninni þar, sumir að minnsta kosti. Þegar lesin hafa verið brjef að vestan að undan- förnu hafa þau flest verið þannig, að kostirnir einir eru taldir, en forðast er að nefna alla ókostina, sem ef til vill eru ekki svo ýkja margir, en aptur á móti svo stórir og skaðlegir að þeir gjöra meira en jeta upp alla kost- ina. Einstaka maður hefur verið svo hreinlyndur að skrifa kunningjum sínum rjett og satt frá öllu, en allt ti! þessa tíma hafa fáir fundist svo drenglyndir að rita um það í opinber blöð svo að almenningi gæfist kostur á að þekkja það. Einstakir menn hjer heimahafa, eptir því sem sumir halda, af einhverjum »praktiskum« ástæð- um, fyllt flokk ginningarmannanna vesturheimsku og gjört sitt til að tæla burt af landinu fáfróða alþýðu, og unnið þannig tvö illverkin í senn, þar sem þeir fyrst og fremst svipta landið vinnukrapti og stuðla að hnignun sinnar eigin þjóðar, og hefur margur verið nefndur landráða- maður fyrir minna, og í öðru lagi ginna þeir landa sína út á þá galeiðu sem þeir eiga ekki apturkvæmt af, hversu fegnir sem þeir vildu og hversu miklar kvalir sem þeir kunna að líða þar. Skyldi- þess verða langt að bíða að enginn íslendingur vestan hafs fengist til jafn sví- virðilegrar atvinnu ogþaðer, eða ætti að vera, í augum allra ærlegra manna að leigja sig útlendri stjórn til þess að smala saman löndum sínum vestur í þá eymd og volæði sem ómótmælanlega hefur þar átt sjer stað nú að undanförnu? Og skyldi þess verða langt aö biða uö -87 enginn finnist svo mikill ódrengur hjer heima að hann dirfist að mæla bót slíkum liðhlaupum ? Það þykir ef til vil! of djúpt tekið í árinni að segja: slíkuin illvirkjum? En er það ekki náttúrlegt að öllum hugsandi og sönnum íslendingum sárni þegar þeir sjá menn ganga hjer um göturnar dag eptir dag, viku eptir viku og mánuð eptir mánuð, sem launaðir eru stjórfje til þess að reyna að veiða bræður sína í netið vesturheimska, sem þeir fæstir geta losnað úr aptur? Og eru þeir ekki sömu fyrirlitn- ingar verðir sem halda hlífiskildi yfir slíkum mönnum og hjálpa þeim til framkvæmda þessu loflega(l) starfi ? Hafa menn ekki tekið eptir því hversu ískyggilegum meðulum er beitt, ekki einungis til þess að tæla menn vestur, heldur einnig til þess að halda þeim kyrrum þegar þangað er komið, þótt þeir vildu hverfa heim aptur? Af hverju halda menn að það sje að fargjald frá Vesturheimi og hingað er nálægt helmingi dýrara en hjeðan og þangað? Það er auðvitað af þeirri ein- földu ástæðu, að ineð því hefur stjórnin komið í veg fyrir það að menn sneru heim aptur þegar þeir sjá hversu alit hefur snúist gagnstætt vonum þeirra; með því hefur hún tryggt sjer það að þeir beygi sig undir þrældómsokið fyrir fullt og allt og sjeu algjörlega úti- luktir frá því að losna. Einmitt þetta eitt ætti að vera nóg til þess að sýna mönnum fram á og sanna þeim, að eitthvað er óhreint á botninum, sýna þeim og sanna, að það er í eigin hagsmuna skyni, að reynt er að ná íslendingum vestur, en ekki af einskærri umhyggju fyrir þeim, því væri svo, þá mundi stjórnin búa svo um hnútana að burtförin væri jafngreið og innflutningurinn, ef mönnum líkaði ekki þegar þangað kæmi. Það er óhætt að trúa því, að Islendingar eru ekki ginntir vestur af umhyggju fyrir þeim. Það er líka óhætt að trúa því að þeir sem hafa leigt sig stjórninni j þar vestra til þessara ginninga gjöra það einungis í eigin j hagsmuna skyni; það eru menn sem frá mínu sjónar- miði eru svo óvandir að meðulum, að þeir vildu fegnir selja ættjörðu sína og landa sína í æfilangan þrældóm, ef þeir hefðu ráð á og ef þeir gætu einungis sjálfir haft dálítið upp úr því. (Frh). Sig. Jíd. Jóhannesson. Ungiinga m e n n t u n. I 36. tölubl. „Dagskrár" þ. á., er ritgjörð eptir einhvern Þránd, sem vill — að því sem sjeð veröur — leiða í ljós, að barna- eða unglingaskólar komi ekki að notum, bæði sökum kostnaðar við þá og að kennslan geti ekki orðið eins notadrjúg, scm hin svokallaða um- gangskentisla, og því til sönnunar færir hann til, að hann hafi þekkt menn, sem verið liafi 2—3 vetur á barnaskóla, sem ekki hafi kunnað svo mikið sem skrifa stórlýtalaust utan á brjef. Hjer getur ekki verið att við éinstök dæmi, — því þau sanna aldrei neitt, — heldur að slíkt sje nokkuð almennt. Slík yfirlýsing, ef sönn er, sem ætla má, því Þrándur mun vera kunnugur skólum og skólagengnu fólki, er mjög sorgleg oghlýtur að vera að kenna einhverju óhentugu fyrirkomulagi, annnðhvort kennurunum, eða stjórn skólanna, sem fljótlega væri þörf að laga, því fáir munu vilja afnema þá, enda virðist það ekki ineining Þr. iieldur að unigangskennsla

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.