Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.09.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 28.09.1897, Blaðsíða 2
286 margir hafa veitt þeim eptirtekt, einkum uppi til sveita þar sem Sölfi fór um. — Það sem hann lagði mesta stund á að mála voru rósir, eða eitthvað sem átti að líkjast rósum. Enginn gat sjeð hvaðan þær væru sprottnar, eða hvert þær stefndu —- og var blómstur- gerð hans einnig að því leyti lík endileysum Isafold- ar. — Litirnir voru afkáralegir og smekklausir; innan um rósafljetturnar voru teiknuð mannsandlit, fáránleg á- sýndum. Skeggfyllurnar á þessum andlitum voru lík. astar útflenntum lúðusporðum, en í kampbroddunum hjengu rósir, heiðgular og fagurgrænar. — Uppi yfir öllu saman voru svo óendalegar orðasamsetningar, með mörgum tugum atkvæða hver, gagnlíkar hinni alkunnu »átjánatkvæða þvælu« ísafoldar. Vjer viljum ekki þreyta lesendur vora með ler.gri samlíking af þessu tagi nje ofbjóða fegurðartilfinning j manna með því að taka upp tilvitnanir, er sýna þessa J hliðina á starfsemd Isafoldar. Vjer vildum aðeins benda á það einu sinni, svo það væri þó ekki ósagt, hverju stíll ísafoldar líkist mest af því, sem menn þekkja að komið hafi fram á voru landi. Þing-saga. ii. Hvernig er flokkaskipun á alþingi? Um allan víðan heim er flokkaskipun skýr og greinileg á hverju löggjafarþingi — nema einu. Það er alþingi íslendinga. Þar eru engir flokkar til í þeim skilningi er menn tala um annarsstaðar. — Hvar sem leitað er fyrir utan ísland munu menn skiptast í þingfjelög, smærri og stærri, eptir því hverja stefnu menn aðhyilast í helstu þingmálum. En þetta er svo að segja óþekkt á alþíngi. Menn skiptast þar auðvitað við atkvæðgareiðslur um hvert einstakt málefni, en það er ekki eiginleg flokka- skipting. Hún kemur ekki fram fyr en hægt er að sýna fram á samræmi og samheldi, í skoðunum fleiri þing- manna í ýmsum málum. Einangrun og samtakaleysi þingmanna er sprottið af sannfæringarskorti, vöntun menntunar og þekkingar og politiskri deyfð hjá hinum einstöku þingmönnum. Alstaðar þar sem margir menn vinna að málum hljóta flokkar að rnyndast undir eins og áhuga eða lcappi er beitt til þess að koma einhverju fram. Menn sjá það fljótt að þeir verða að láta aðaláhugamál sín sitja fyrir öllum sjerskoðunum um lítilvægari atriði og sameinast þannig fleiri eða færri í fjelagsskap til þess að fá því framgengt er þeir álíta meira varið í. -— Allur fjelags- skapur byggist á því. — En alþingi er ekki enn þá komið á svo hátt stig, að slík flokksmyndun sje sjáan- leg þar, nema í einstökum málum. og þá ef til vill helst í þeim óverulegri. Tveir aðalflokkar, íhaldsmenn og framsóknarmenn koma alstaðar fram þar sem kapp og menning er til. Hjá oss er slíkt ekki til nema í molum og brotum. En á alþingi síðast, þar sem lágu fyrir svo mörg mikilvæg málefni, sást það glögglegar en nokkru sinni áður, ad þingmenn fylgja yfirleitt engri stefnu, hvorki til íhalds nje framsóknar. Þessi stefnunöfn hafa í einu orði alls enga merkingu á alþingi. Sömu mennirnir sýna það einatt með ræðum og atkvæðagreiðslum að þeir geta jöfnum höndum fallist á hin viðtækustu afskipti fjelagsvaldsins af einstaklingshögum og takmarkalaust sjálfræði einstakl- ingsins í hinu borgaralega lífi, einmitt þar sem þetta greiningareinkenni mundi skipta öllum öðrum þingum í tvo andvíga flokka. Ekki sldptist þingið heldur um það, hvort beri að Icggja meiri rækt við landbúnað eða sjáfarútveg, •— því þingið lætur sig svo að segja hvorugt af þessu tvennu skipta neinu, enn sem komið er, og er það þó alls ekki af því, að það sjáist að þingmenn sjeu á móti íhlutun hins opinbera um þessi mál. — Slíkt gœti komið fram, sem ástæða fyrir afskiptaleysi þingsins um framleiðslu þjóðarinnar. En það er öðru nær heldur en að sú á stæða sje borin fyrir, síst þannig að rakið verða til neinn- ar pólitiskrar stefnu eða sannfæringar.—Eitt ogeitt orð kann að heyrast á stangli í þá átt, en það er þá ef til vill einmitt frá þeim sömu, sem eru trúgjarnastir á ráðs- mennsku hins opinbera í öðrum greinum. Ekki skiptist þingið heldur um traust eða vantraust til landsstjórnarinuar, og getur maður að vísu sagt, að það sje eðlilegt úr því að vantraustið gegn henni get- ur ekki komið þvt sama til leiðar, sem annarsstaðar, þar sem stjórnarábyrgð er til. En þó verður það að nefnast, sem einn merkilegasti vottur um hið sanna á- stand alþingis, að það er einmitt stjórnin, sem sækir fram hjer, ef nokkuð er, en þingið, sem heldur aptur, í öllum fjölda borgaralegra innanlandsmála. En þetta kemur til af því, að þingið veit ekki yfirleitt neinn mun á íhaldi eða framsókn — að alþingismenn hafa yfirleitt alls engar meginskoðanir um hlutverk og tilgang lög- | gjafarvaldsins, eptir því, sem málefni landsins liggja nú fyrir, nje eptir alviðurkenndum reglum fyrir tilhlutan löggjafarvalds. Að því er snertir þennan vott um stefnuleysi og ! sannfæringarskort þingmanna, verða menn að gjöra glögga grein á þeim málefnum er Islendingar í heild sinni eiga hlut að á eina lilið, en útlendingar á hina og þeim málum er Islendingar eiga hlut að hver á móti | öðrutn innan löggjafarsvæðis þess, er alþingi ræður yfir. Margra alda reynsla og viðureign við útlent stjórn-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.