Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 3
vallarlögunum fyrir sjerstöku varnarþingi. — Sjálfsagt hefði hr. C. J. fyrirgefist þótt hann vissi ekki hvað varnarþing er — en enginn getur ætlað að maðurinn viti ekki mun á politisku og borgaralegu rjettarbroti.— Slíkt getur ekki verið annað en vísvitandi rangfærsla. Svar herra „Corporis'. Eptir að hafa skilið svo við „ríkisráðsflækjuna" og „ráðgjafaábyrgðina" fer hr. C. J. að svara „Dagskrá". Byrjar hann með því að lýsa yfir að ritstj. þessa blaðs kunni ekki dönsku, og hafi því þýtt rangt greinarnar úr ríkisrjettarfræði próf. Matzens. Vjer höfum meira gaman af að tala við „Corpus sine animo" þegar hann hættir við lögspekingsþvæluna sína og kemur fram eins og honum er lagið — og skulum vjer því með ánægju prenta hjer þessi tvö orð sem hann segir að vjer höfum þýtt ranglega. Annað er orðið resolution, hitt er votum. Resolution segir herra C. J. að þýði: konungs-úrskurður. ■— Vjer höfum nú heyrt hingað til að „kongelig resolution" þýddi „úrskurð- ur konungs", en að „resolution" eitt út af fyrir sig þýddi úrskurð, ályktun o. s. frv., eptir því sem sjeð verður á sambandinu. — Vildi herra Corpus ekki fara dálítið „lengra upp í landið" með dönskuþýðinguna sína á pessu orði. Og svo kemur „Votum". Það segir herra C. J. að þýði tillaga — en vjer höldum því enn föstu að það þýði atkvæði. — Sjálfsagt hefur hr. Corpus skrifað þetta fyrir þá sem ekki skilja dönsku — því vjer getum sýnt honum það í hverri einustu danskri orðabók að „Votum" pýðir atkvæði. — En er það ekki hættulegt fyrir hr. Corpus að flagga þessari vitleysu framan í menn — þar sem dönskukunnátta er svo algeng hjer á landi eins og hann segir? Eða segir hr. C. J. þetta af því að hann kunni heldur ekki íslensku? Að öðru leyti skal „Dagskrá" hrekja svar hr. Corporis rækilega orð fyrir orð — á þann hátt sem ritháttur hans verðskuldar. (Frh.). Þjóðminningardagurinn. Samkomur hafa verið haldnar á stöku stað úti um land í líkingu við »Þjóðminningardaginn« hjer í Reykja- vík þótt ekki hafi verið valinn til þess sami dagurinn. Þess hefur áður verið getið í blöðunum að ein þess konar samkoma var haldin á Egiisstöðum 8. águst. og önnur í Lundarreykjardal í Borgarfirði 28. Jeg hef ný- lega fengið brjef ofan af mýrum þar sem þess er getið að enn fremur hafi samkoma verið haldin í Stafholtstung- um í Mýrasýslu 21. águst. Var það fyrir framkvæmd- ir þriggja bænda þar í sveitinni : Jóns Tómássonar í Hjarðarholti, Olafs Þorbjainarsonar á Kaðalsstöðum og Þorsteins Eiríkssonar í Neðranesi. A fundinum er sagt að verið hafi nálægt 250 manns og er það allmargt. Þar fóru fyrst fram kappreiðir bæði skeið og stökk og svo skemmtu menn sjer ýmislega. Lítið mun þó hafa verið um ræðuhöld. Menn höfðu hina mestu ánægju af samkomunni, segir brjefritari og er hugsað til að hafa hana fjörugri, tilkomumeiri og margbreyttari á næsta sumri — Það lítur annars út fyrir að menn verði yfir hófað fúsir á að taka upp þann sið að lialda Þjóðminn- ingardaginn um land allt þegar til kemur enda væri þess óskandi, því slíkt getur haft miklar og góðar afleiðingar; það vekur þjóðræknistilfinningu og ættjarðarást og það verður til þess að menn æfa sig í ýmsum fogrum listum og íþróttum, verða bæði fjörugri og fjölhæfari og há- tíð þessi þannig ekki einungis til gleði heldur einnig til mikils gagns. En æskilegast væri að allir vildu velja til þess sama daginn og má ætla að það verði fram- vegis þótt það ekki gæti oröið í sumar, sem varla var að búast við. Það var allt í bernsku. Sig. Jitl. Jóhannessou. Botnvörpuskip enskt tók Heimdallur í landhelgi 29. september. Hafði hann það hingað með sjer til Reykjavíkur; voru lagabrotsmennirnir sektaðir um 60 pund, veiðarfæri þeirra gjörð upptæk og afli sömuleiðis; var það hvorutveggja selt á uppboði 30. sept. T V Ö h P O 8 8, brúnn hestur skaflajárnaður, (8 vetra), og hryssa rauð (6 v.) skaflajárnuð, vökur, bæði með lítilli stjörnu í enni, hafa tapast úr vöktun í Læknisnesi. Skilist að Ártúnum. Friðrik Þorsteinsson, Dyrhólum. Skemmtilegt herbergi, stórt, hlýtt og bjart, er til leigu á góðum stað í bæn- um fyrir stúlkur eina eða fleiri.* Hr. L. Lövenskjöld Fellum — Fellum pr. Skien, lætur kaupmönnum og kaupíjelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að rejsa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv.— Semja má við umboðsmann hans, Pjetur Bjarnason, ísafiröi.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.