Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 6
Láta þeir ekki sannfærast enn? (Niðurí.). Jeg skal geta þess að jeg hef nýlega fengið brjef frá kunningja mínum í Ameríku, sem feginn kveðst vilja vera kominn heim aptur, en alls ekki treysta sjer til þess og ekki hafa nokkra von um að geta það nokkru sinni. Lýsir hann undrun sinni yfir því hversu góðar viðtökur vesturfarapostularnir fái hjer heima, og ennfrem- ur yfir því hversu lítið blöðin gjöri til þess að opna augu manna fyrir sannleikanum og hrekja allar þær öfgar og ósannindi er sendlar þessir fara með; getur hann þess að »Þjóðólfur« einn hafi gjört dálítið í þá átt, en þó langt of lítið; hin blöðin þegi alit af um það, og sum sjeu jafnvel hlynnt þessum skaðræðisgripum. Segir hann að það aetti samt að vera blaðamönnum og öllum er fást við opinber málefni hið mesta áhugamál, og það sje enda heilög skylda þeirra, ef þeir vilji vinna samkvæmt stöðu sinni, að koma íveg fyrirþennanófögnuð. Frá mínu sjónarmiði eru það ekki einungis blaða- mennirnir sem hafa þessari skyldu að gegna, heldur hver einasti hugsandi maður; það eiga allir að leggjast á eitt til þess að aptra útflutningunum, þegar afleiðingar þeirra eru orðnar svona kunnar. En eitt er það sem menn ættu að gæta að, og það er að hafa sem mest og nán- ust viðskipti, sem best og tryggast bræðraband milli íslendinga heima og þeirra sem villst hafa vestur; þótt þeir sjeu horfnir úr vorum flokki, þá inegum vjer ekki gleyma því að þeir eru bræður vorir; vjer megum ekki gleyma því að þeir hafa horfið frá oss til þess að leita sjer álitlegri framtíðar, þótt þeir hafi flestir gripið í tómt; þeir hafa allir skilið við oss með söknuði og vináttu, þeir þrá margir að sjá aptur ættjörðina sína gömlu, átt- hagana sína fornu, bræður sína og systur fyriraustan hafið. Vjer eigum því að gjöra allt sem í voru valdi stendur til þess að vera í sem nánustu sambandi við þá; með því móti getum vjer líka best komist að sannleikanum um líðan þeirra, og það verður einmitt öruggasta ráðið til þ ess að af afstýra útflutningunum, sem ekki eru ein- ungis til tjóns og glötunar þeim sem fara, heldur einnig' hinum sem eptir eru. Það sjer hver heilvita maður, að vjer íslendingar erum ekki eins fátækir af nokkru öðru eins og af vinnukröptum, og því er það auðsætt að ekkert getur fremur hnekkt framfaraviðleitni vorri heldur en það sem miðar í þá átt að minnka þá enn þá meira. En það eru einmitt vesturfarapostularnir sem ótrauðlegast vinna að því; þeir eru því hinir verstu fjendur sem vjer eigum, og það er beinlínis skylda vor að reka þá af höndum oss með öllu leyfilegu móti ■— jeg vil ekki segja öllu leyfilegu og óleyfilegu móti — þótt mjer virðist þeir beita lítt sæmilegum vopnum til þess að yjnna oss tjón. Geta má þess að fyrir tveimur árum voru tveir nemendur úr lærðaskólanum ginntir til vesturheims með fögrum loforðum um hið sælasta paradísarlíf í gull- landinu, Ameríku. En vonirnar brugðust, loforðin urðu að engu, og lifa þeir nú báðir við verri kjör en dæmi sjeu til að nokkur menntamaður hafi nokkru sinui lifað heima á gamla íslandi ef þeir annars hafa ekki sökkt sjer mður í óreglu og ólifnað, en það þarf ekki að segja um þessa pilta. Ymist ganga þeir nú um götur stórbæjanna í Ameríku, atvinnu lausir, bjarg- arlausir skýlislausir klæðlausir og allslausir, ásakandi sjálfa sig fyrir það að hafa yfirgefið ættjörðu sína og hætt við nám sitt og sjáandi fram á það með skelflng og ótta að þeir aldrei geti rjett við aptur og aldrei geti komist heim aptur eða þeir sætta sig við svo ljelega vinnu og arðlausa að lítt er betra en ekkert. Þetta eru höppin er menn sækja vestur; þetta er fyrirheitna landið, sem vesturfara postularnir vilja leiða í jlanda sína, og enn finnast menn hjer heima er mæla þeim bót. Hvenær skyldu þeir láta sannfærast? Sig. Júl. Jóhannesson. Fiskimærin, Eptir Björnstjerne Bjórnson. (Framh.). Daginn eptir stóð Petra fyrir útidyrum hjá leikstjór- anum; afarmikið rifrildi heyrðist innan úr húsinu. Henni heyrðist ein röddin sem talaði vera lík brúðurinnar, er hún hafði heyrt til daginn áður; hún talaði nú í öðrum rómi, en þó vakti hún einhverjar sárar tilfinningar í huga Petru. Hún beið lengi við dyrnar; en vegna þess að rifrildið og hávaðinn hjelt áfram herti hún upp hugann. og drap högg á hurðina. »Kom innl« mælti dimm og óþjál karlmannsrödd. »Æ, æl« sagði kvennmannsrödd í því að Petra kom inn og hún sá að stúlka ein á nátt- klæðum með flaksandi hári þaut á brott og út um hlið- ardyr á herbergi því er hún kom inn í. Leikstjórinn var maður hár vexti og karlmannlegur; hann setti upp gull- búin gleraugu í því Petra lauk upp og gekk fram og aptur um gólfið reiðulegur á svip; það var . augsjeð að honum var eitthvað mikið niðri fyrir. Hann var eigin- lega ekkert fríður sýnum; nefið var svo stórt að það var eins og allir aðrir partar andlitisins hefðu verið skapað- ir þess vegna, augun stóðu út eins og tveir fallbyssu. kjaptar sinn hvoru megin við þetta heljarvirki, nefið. Munnurinn var eins og hyldýpisgröf fyrir neðan það og ennið eins og mjó brú frá víginu og út í skóginn. Hann staðnæmdist á gólfinu beint fyrir framan hana og mælti: »Hvað viljið þjer? eruð það þjer sem viljið gjör- ast söngliðskona?« »Söngliðskona — - hvað er það?«

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.