Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 5

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 5
»Miðlunin« hefur verið og er enn óhœft fyrirkomu- lag, þegar af þeirri einu ástæðu, að hún felur í sjer af- j nám hinna sjrrst'óku landsrjettinda ís/ands, sem því ber, j frá elstu tímmn. Miðlunargrein hr. J. O. stefnir að því ótvírætt og afdráttarlaust að reyna að sanna að Island hafi að lögum misst þéssi rjettindi, en hann fer villt í því. Hann blandar þar saman því tvennu: hver rjett- indi Island hefur nú og hver rjettindi það mundi hafa, ef miðlunarstjórnarskráin hans væri orðin að lögum. »Miðlunin« er frá fyrstu vanhugsuð tillaga og eitt hið mesta óhyggindaráð, þegar af þeirri ástæðu einni, að slíkt fyrirkomulag er einungis sniðið eptir bresku stjórn- arfari — en getur hvergi blessast þar sem ekki er eig- inlegt þingræði cg stöðugt samræmi milli þjóðarvilja og stjórnar eins og á sjer stað í Bretalöndum. — Allir sem þekkja stjórnarsögu og rjett Breta, þó ekki sje nema af afspurn, vita það að hið »praktiska« lögmál hefur þar yfirhöndina, myndast svo að segja af sjálfu sjer eptir þörfum lífsins og rýmir burtu eldri, óhentugri ákvæðum að efninu til þótt formi og nafni þeirri sje haldið. — En allir sem þekkja nokkuð til stjórnarfars og rjettar hjá Dönum að fornu og nýju, vita að það eru hin ákveðnu lög (skrifuð lög, orð þeirra og andi) sem ráða þar öllu svo lengi sem þau eru ekki afnumin með öðrum ákveðnum lögum. í viðureign Dana gegn íslendingum sjest það ómót- mælanlega að stjórnin fylgir jafnan því ýtrasta sem hún þykist geta rjettlætt með bókstaf laganna eða lagaþýð- ing — á móti politisku frelsi íslands og með sínu eigin einræði yfir högum þess. í afskiptum Bretastjórnar af nýlendum sínum sjest alveg þveröfugri aðferð beitt. Og svo kemur hr. J. Ó. og býður íslendingum upp á að kippa burtu þeim rjettargrundvelli er þeir standa á gegn Dönum — og heldur að hann þurfi einskis annars til þess að sannfæra menn um ágæti tillögu sinnar heldur en að nefna: »Bretland ið mikla«. ísland er að lögum vlýðland eða lýðskylduland« Danmerkur(!!!) segir »Nýja Öldin". Vilja íslendingar skrifa undir þennan »nýjasta sáttmála« — sem hr. J. Ó. hefur gefið út í lok »Gömlu Aldarinnar« ? — Ekki væri það ólíklegt, að minnsta kosti, að »skilnaðarmennirnir« hugsuðu sig um áður en þeir gerðu það, og senr.ilegt er það einnig, að þeir sem vilja fá stjórnarbót fyrir \ ísland að geytndum og óskertum óllum rjetti þess frá elstu tímum, muni víkja »sáttmálanum« frá sjer. — Á j dögum Kópavogsmannanna (1662), á verstu kúgunar- tímum landsins, hefði enginn einasti málsmetandi ís- lendingur fengist til að játa, að ísland væri vlýðskyldu- ! land Danmerkurt.. Svo mikið er oss farið fram í byrjun »nýju aldarinnar«. Lagaverndin. íslendingar eru ágætlega settir, að því er snertir lagaverndun gegn yfirgangi útlendinga. Því þó Heimdallur gjöri lítið sem ekkert af því sem gjöra þyrfti til þess að halda lögunum uppi, og þó landsstjórnin sjálf hafi það eitt til úrræða að kíkja á botnverpingana þegar þeir koma nógu nálægt landi til þess að gleraugu yfirvaldanna »dragi« — þá mega menn hreint ekki gleyma hinu bjargfasta og áreiðanlega úrræði sem vjer höfum hjer á landi — sem ef til vill enginn stjórn í víðum heimi hefur nema við hjcrna hcima. — Þetta úrræði er jafndjúpviturlegt, scm það er óbrigð- ult. Úrræðið er þetta: að sr.úa sjer með sverði rjett- lætisins að íslendingum sjálfum, banna peim að veiöa^ banna þeim að hafa nokkurn hagnað af fiskibrellum út- lendinganna, banna þeim að koma nálægt skipbroti (s- lenzku bátaútgerðarinnar, ef skc kynni að einhver moli kynni að hrökkva til þeirra af borðunum. Á þennan hátt getur alveldi og víðsýni hinnar glögg- vitru landstjórnar opinberað sig í allri sinni dýrð. »Trawlararnir« sveima að vísu fram og aptur uppi með landsteinunum, sem maður segir á góðu landsmáli »við nefið" á rjettarins þjónum; — cn hvaðgjörir það, úr því að kraptur hinnar æðstu tímanlegu forsjónar hjer á landi, getur bitnað á eigendum fiskimiðanna allt um það, úr því að öldungar og gáfnaljós alþingis vernda sjóinn fyr- ir yíirgangi og ofríki sjálfra landsmanna, sem vafalast mundu geta hagnýtt sjer hann enn þá betur en útlend- ingarnir — og úr því að við getum alltaf með nýjum °g nýjum »samningum« sýnt að við kunnum að halda »akkorðið«, hjerna megin, hvað sem meðsemjendum okkar kynni að Hða?. Er það ekki einhver siðferðisleg fullnæging, einhver fögnuður, sem er svo að segja ekki af þessum heimi, í því fólginn, að vita sig sjálfan standa stm tryggan og dyggann efnanda allra loforða, en hafa jafnframt fyrir augum breiskan og brotlegan meðsemjanda—sem sækist einungis eptir veraldlcgum ávinningi. — Og þegarsamn- ingsrof hans eru orðin svo mörg og tíð, að tilvera sam- komulagsins má kallast svo gott sem upphafin — þá getur alþingi og stjórn samið á snýjum grundvelli« — til nýrrar glcði og fagnaðar fyrir hina orðhcldnu samn- ingsaðila hjer innan lands. Það er þesskonar einkennileg, alveg »sjerstök« lagavernd sem kemur fram í þeirri ráðstöfun að lands- menn megi ekki versla við botnverpingana ensku um þann fisk sem landstjórnin getur ekki hindrað útlending- ana frá að afla. Það erþessi lagavernd sem Islendingar ætla sjer víst að beita frarnvegis í viðureign sinni við botnverpingana.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.