Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 8

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 8
Hún las aptur en hálfu ver en áður; þá tók hann bókina frá henni og mælti. »Nú hefi jeg reynt þig og gjört það sem mjer er hægt og það er því ekki mjer að kenna þótt þú getir ekki fengið óskir þínar uppfylltar. Jeg get fuílvissað þig um það góða ungfrú að hvort jeg sendi þig inn á leiksviðið eða stígvjelið mitt, mundi hafa alveg jafn- mikil áhrif; það væri hvorttveggja mjög hlægilegt«. En Petra sagði hálf einurðarlaus og biðjandi: »Jeg held að jeg komi þó til ef jeg aðeins fæ —« »Já, náttúrlega — hver einasti íbúi í fiskiþorpunum hefur betur vit á sjónleikjum en vjer; norska alþýðan er menntaðasta fólk í heiminum! — jæja, ef þú ferð nú ekki burt þá fer jeg«. Petra gekk fram að dyrum og fór að hágráta. »Heyrðu!« sagði leikstjórinn. Það var eins og eitt- hvað rifjaðist upp fyrir honum. »Það ert þó ekki þú sem hleyptir öllu í uppnám í leikhúsinu í gær?«— Hún sneri sjer við og leit á hann blóðrauð og grát- þrungin. -— »Jú það ert einmitt þú! nú þekki jeg þig »Fiskimær- in?«. Jeg átti tal við mann í gær þegar sjónleikirnir voru úti, sem var frá sama þorpi og þú; hann þekkti þig vel. Einmitt það, það er þess vegna að þú vilt komast á leikhúsið! þú ætlar að leika þar þessar fögru listir þínar. Nei það getur ekki gengið, leikhúsið mitt er í full- góðu lagi, jeg þarfnast ekki nokkurrar breytingar á því — farðu út!« — hann kreppir hnefann — »Ætlarðu ekki að hlýða! farðu undir eins út!« — Petra fór út úr húsinu, niður stigann og út á götu há- grátandi; hún hljóp í gegn um mannþyrpinguna á göt- unni og náði tæpast andanum fyrir ekka'. Þstta vakti svo mikla eptirtekt; að fullorðin stúlka skyldi hlaupa hágrát- andi um albjartan daginn eptir götunum! Sumir stað- næmdust og störðu á hana; litlu strákarnir hlupu á ept- ir henni og aðrir á eptir þeim. Petra heyrði lætin á j eptir sjer og datt ósjálfrátt í hug uppþotið heima á kvist- j herberginu forðum. Hún hljóp sem fætur toguðu, en j eptir því sem hún herti meira á hlaupunum eptir því I minningin um það glöggvari fyrir henni og skelf- meiri. Hún sá ótal andlit í huga sjer, er grettu sig fram- an í hana eins og forðum. Hún komst þó heim til sín, lauk upp dyrunum og lokaði þeim á eptir sjer. Þegar hún kom inn hnipraði hún sig saman úti í horni og varð að halda höndum fyrir andlit sjer til þess að sjá ekki voðamyndirnar, andlitin á ofsóknarmönnunum, en hún sá þau samt. Plún hratt þcim frá sjer með höndunum og skipaði þeim á brott — loksins hnje hún útaf örinagna af þreytu og grjet eins og barn. Sama kveldið ferðaðist hún frá Bergen eitthvað út á landið en vissi ekki hvert hun átti að halda, en hún varð að fara eitthvað þangað sem enginn þekkti hana. Plún sat í kerru með ferðatösku sína á handleggnum. Það var steypiregn; hún sat samanhnipruð undir regn- hettunni og starði áhyggjufull upp til fjallanna. Gisin þoka lá yfir skóginum, en hvarf eða færðist undan eptir því sem þau komu nær. Hvert einasta hljóð, er Petra heyrði hafði einhverja þýðingu, boðaði eitthvað leyndardómsfullt — eitthvað mótdrægt. Dimmur og drynjandi fossaniður heyrðist i fjarlægð sem nálgaðist smámsaman, þeir höfðu vaxið ákaflega í rigningunum og steyptust nú beljandi fram af björgunum. Þeir sungu einhvern grimmdaróð sem hlaut að þreng- jast í gegn um merg og bein þeirra sem í nánd voru. Vegurinn lá yfir ána á milli hárra hamra skammt fyrir neðan fossana og þungur niður heyrðist neðan- undir. Nú lá vegurinn niður á við. A stöku stað voru ræktaðir blettir og hús og hús á stangli. Petra var holdvot og skalf af kulda, en hún vildi þó halda áfram á meðan dagur entist, og langt um lengur, hún varð að halda áfram þangað til að hún var viss um að enginn lifandi maður þekkti hana, hvað sem það kostaði. Hún þóttist þess fullviss að guð sem ræður öllum hlutum mundi halda verndarhendi yfir henni og hjálpa til þess að komast úr þessum kröggum. (Frh). P, Rönning & Gjerlöíf’s margverðlaunuðu palíka-" og ailílísilitir, alls- konar öiols: sem nú hefur verið lögskipað í Danmörku sakir hinna miklu gæða þess, fiskalím, gummílím, vatns- stígvjelaáburður,,. “Amorsfægismyrsl og fl. þess konar er komið til undirskrifaðs. Kaupið aldrei aðra liti enn frá P. Rönning & Gjerlöff, því með því eina mótinu er fengin full vissa fyrir því, að það sem litað er, ekki litist upp Allir hugsanlegir litir eru til, þar á meðal kast— ©r SVaiPt. Kaupmnen geta fengið litina og annað með stórkaupaverði, annaðhvort sesit beina leið, eður hjá umboðsmanni verslunarhússins. B. H. Bjapiiason. FJasaskas* kartöflus* eru komnar ( verslun B. H. Bja?nason öygggrjöu og seiuolíu grjón eru ódýrust í verslun , B. H. BjarssasoTa Tvö tierfeergi góð og skemmtileg með hús- gögnurn eru til leigu í Tjarnargötu 4. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Preutsuiiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.