Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 05.10.1897, Blaðsíða 4
296 Nýtt miðlunarblað. Hr. Jón Ólafsson er farinn að gefa út nýtt blað hjer í Rvík, sem mun aðallega vera stofnað í því skyni að reyna að vekja aptur upp miðlunarpolitikina frá 1889, sem landsmenn kváðu þá svo rækilega niður, eins og allir munu kannast við. Blað þatta kallar hann „Nýju Öldina". Líklega þykir nú mönnum að þeim sje nóg boðið — þegar breytingavinglararnir fara að ganga aptur jafn- óðum og þjóðin fleygir þeim í ruslakistuna. Nú á ekki lengur að vera nægilegt að flónska sig einu sinni á hverju vinglinu fyrir sig, heldur á nú að fara að »reyna aptur« — hvað opt, veit enginn — líklega svo Iengi sem nokkur einasti maður er til í landinu, sem er nægi- lega frekur og fákænn til þess að þráast á móti úrskurði þjóðarinnar sjálfrar. Úr miðlunargreinum hr, Jóns Ólafssonar, Þess skal strax getið að vjer ætlum ekki að leggja neinasjerlegastund á, að svaraöllum hinum margupptuggnu miðlaraklausum, sem mönnum eru svo leiðinlega minnis- stæðar, frá blaðagreinum og fundarhöldum 1889. Hjer skulu að eins teknar upp nokkrar tilvitnanir úr 1. tölublaði »Nýju Aldarinnar«. Hr. J. O. byggir aðallega alla miðlunarpolitik sína á því að ísland sje óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, og að sjermál þess skuli ekki leysast úr ríkisráðinu danska. Hr. J. O. gætir þess ekki að ísland getur verið »óaðskiljanlegur« hluti Danaveldis án þess að ríkisráðið hafi hið minnsta atkvæði um sjermálin. Þó ísland væri einungis í »personal Union« við Danmörk, mætti gjarn- samlega kalla það óaðskiljanlegan hluta Danaveldis í grundvallarlögum landsins. En á hverju byggir nú hr. J. Ó. aptur, að Island sje óaðskiljanlegur hluti Danaveldis? — Á stöðulögun- um, viti menn, sem Islendingar hafa til þessa haidið fram að væru ekki bindandi fyrir þá, heldur aö eins fyrir Danastjórn. — Löggjafarþing íslendinga á ekki minnsta þátt í stöðulögunum. Þau eru valdboðin. aldönsk lög frá löggjöf Danmerkur, en ekki Danmerkur og Islands, og þessi lög vill hr. J. Ó. þó láta afnema »óskert iands- rjettindi íslands frá elstu tímum«. Hr. J. Ó. vill halda sjermálunum í ríkisráðinu; hann er að því leyti frábrugðinn Valtýssinnum og ýmsum öðrum breytingamönnum — því þeir hafa þó látið sem þeim væri annt um að fá ríkisráðshnútinn leystan, þó síðar væri. En hr. J. Ó. vill herða að hnútnum — ekki rekja j hann upp. Hann hefur leiðst út í þessa stefnu af tvöföldum j misskilningi. Fyrir það fyrsta skilur hann ekki hverja þýðing sögulegur rjettur Islands hcfur fyrir framtíð þess. 1 öðru lagi skilur hann ekki hver áhrif það mundi hafa á sjálfræði breskrar nýlendustjórnar ef heimastjórnin eða alríkisstjórnin fylgdi dönskum stjórnarreglum, en ekki breskum. Hr. J. Ó. hefur sjálfsagt af hreinni tilviljun komist inn á þessa svokölluðu »miðlunar»-leið. — Tilviljunin var sú, að hann hafði heyrt og lesið nokkuð um breskt ; stjórnarfar, þegar tvískinnungurinn í stjórnarskrármálinu kom upp á alþingi 1889. Hefði hann þá verið nýkom- inn t. a. m. frá Rússlandi eða frá einhverju öðru ríki utan Bretaveldis, þá hefði hann sjálfsagt stungið upp á því að sníða grundvallarlög íslands í sjermálunum eptir útibús-stjórnarskrám þeirra í stað »innar bresku fyrir- | myndar«. Hr. J. Ó. segir í »N. Ö.« að Danmerkurríki sje j ekki sama sem Danaveldi, og það er rjett hermt af hr. J. Ó. — Svo segir hann að grundvdllarlögm d'ónsku sjeu gefin fyrir Danmerkurríki, og það er einnig rjett hermt. — En loks segir hann að valdsaðilar þeir sem stoínaðir voru með grundvallarlögunum dönsku eigi að stjórna sameiginlegum málum alríkisins (einnig Islands sem er utan Danmerkurríkis). Hvaðan hefur hr. J. Ó. það, að þetta sje lögmæt stjórn — úr því að grundvall- arlögin eru ekki gefin fyrir ísland? Blandar hann hjer ekki saman hinu faktiska ástandi og því sem ætti að vera að rjettum lögum? —- Það er hætt við að Jón gamli Sigurðsson hefði ekki viljað skrifa undir þessa kroníku — og ekki hyggjum vjer vafasamt hverjum Jóninum íslendingar muni fremur fylgja. Hr. J. Ó. telur það hættulegt ef sjermálastjórn íslendinga gæti verið óháð ríkisráðinu Danska, vegna | þess að hún gæti þá (t. a. m. með harðýðgislegum | lögum gegn úflendingum) stofnað »alríkinu« í voða. — i Hvernig stendur á því að hann ber svo mikina .kvíð- boga fyrir því að stjórn Islendinga fremur heldur en , hver 'ónnur stjórn mundi brjóta á móti mannúðar eða rjettar reglum þjóðafjelagsins? Það virðist hijóta að spretta af því að hann álítur íslendinga ekki hæfa til sjálfstjórn- ar, og að þeir þurfi því að »dependera af þeim dönsku«. — Og hversvegna minnist hann 'ekki á þá hættu sem sjálfstjórn íslendinga stafaði af gjörrceði Danaef þeir hefðu ótakmarkað niðurskurðarvald gegn hinu innlenda | löggjafarvaldi?

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.