Lögberg-Heimskringla - 20.08.1959, Síða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. ÁGÚST, 1959
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr.
Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline
Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal,
Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson.
Grand Forks: Dr. Richard Beck
Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson
Montreal: Prof. Áskell Löve
Subscriplion $G.OO per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorized as Second Class Mail, Post QfTice Department, Ottawa.
Nokkrar útskýingar
1 ritgerðum og kveðjum, sem birtast í þessu blaði, og sem
sem bíða næsta blaðs, er svo margt vel og fagurlega sagt um
þessi tímamót í vestur-íslenzkri blaðamensku, að það væri
að bera í bakkafullan lækinn að ræða um það hér. Hins-
vegar er vert að skýra hér að nokkru ýmislegt varðandi útlit,
innihald og rekstur blaðsins.
Fyrst er nafnið, Lögberg-Heimskringla. Það er langt, það
er erfitt í framburði fyrir annara þjóða fólk, en annað nafn
kom aldrei til mála á fundum nefndanna, sem um sameiningu
blaðanna fjölluðu. Nöfn gömlu íslenzku blaðanna eru sögu-
rík og þau eru öllum Islendingum kær. Þegar rætt var um
samtengingu nafnanna var ákveðið að Lögbergs nafnið kæmi
á undan Heimskringlu nafninu því þannig hljómuðu hin
samtengdu nöfn betur í eyrum en á hinn veginn, en ártölin,
sem gefa til kynna aldur blaðanna, skyldu prentuð fyrir
neðan nöfnin.
íslendingar eru þannig gerðir, að þeir vilja ógjarnan rjúfa
tengslin við fortíðina. Þetta kom í ljós í vali nafnsins Lög-
berg-Heimskringla; ennfremur vildi útgáfunefndin sýna á
annan hátt að þetta blað er beint áframhald gömlu blaðanna.
Stofnendur Lögbergs töldu blaðið áframhald Framfara og
Leifs, en gáfu það þó ekki til kynna með tölu árgangsins fyrir
neðan nafn blaðsins. Útgáfunefnd Lögbergs-Heimskringlu
ákvað að sýna greinilega, að blaðið væri áframhald gömlu
blaðanna með því að merkja það tölum eldra blaðsins Heims-
kringlu. Þetta blað telst því til 73. árgangs og er númer 43.
☆ ☆ ☆
Askrifendalistar blaðanna hafa verið sameinaðir. Það var
vandasamt og seinlegt verk, ekki sízt vegna þess, að sam-
tímis var ákveðið að taka upp fljótvirkari aðferð við undir-
búning blaðsins í póstinn. 1 stað nafnmiðanna eru nú nöfn
áskrifenda prentuð á blöðin (addressographed). Tími hefir
ekki gefist til að próflesa nafnaplöturnar, en við væntum
þess, að ekki hafi eitt einasta áskrifendanafn hvorugra blað-
anna fallið úr. Sumir munu e.t.v. fá tvö blöð — til dæmis,
ef hjón keyptu bæði blöðin sitt undir hvoru nafni; þætti
okkur vænt um að fá tilkynningu um það og eins, hafi ein-
hver fallið af listanum í ógáti.
Við þökkum kaupendum Heimskringlu og Lögbergs fyrir
löng, góð viðskifti og væntum þess að Lögberg-Heimskringla
fái að njóta viðskipta þeirra á ókomnum árum.
☆ ☆ ☆
Gjalddögum blaðsins — mánuði og ári — sem prentaðir
eru við nöfn áskrifenda hefir ekki berið breytt í samræmi við
hið nýja verð blaðsins — $6 á ári — nema þeirra sem þegar
hafa greitt það ársgjald. Skrifstofustörfin við blaðið eru all-
mikil en þau myndu minnka allverulega ef áskrifendur sjálfir
myndu reikna út hvað þeim ber að borga til blaðsins og
senda það sem fyrst. Ennfremur biðjum við þá, sem voru
í skuld við Lögberg og Heimskringlu að greiða þessar smá-
skuldir við allra fyrsta tækifæri. Blaðinu er lífsnauðsyn að
innkalla skuldir sínar og að fá greiðslur ársgjalda fyrirfram,
því útgjöld blaðsins eru mikil. Við treystum á drengskap
áskrifenda. Við treystum því líka að margir vinir blaðsins
sendi e.t.v. eitthvað umfram það sem þeim ber að greiða
fyrfr blaðið.
☆ ☆ ☆
Islenzku blöðin hafa jafnan átt frábærilega trygga og
góða stuðningsmenn þar sem eru innköllunarmenn þeirra 1
borgum of byggðum íslendinga. Um leið og við þökkum
þessum ágætu mönnum og konum ómetanleg störf þeirra í
þágu blaðanna, leyfum við okkur að fara fram á samskonar
stuðning af þeirra hálfu við Lögberg-Heimskringlu. Þar
sem eru fleiri en einn innköllunarmaður, væntum við að þeir
sameini krafta sína í starfinu fyrir blaðið. Við biðjum alla
innköllunarmenn blaðsins að afsaka að ekki vanst tími til að
skrifa þeim bréf, en við treystum því að þeir muni nú sem
Heilloóskir af hólfu
Með sameiningu vestur-ís-
lenzku vikublaðanna, Heims-
Kringlu og Lögbergs, er stig-
ið sögulegt og merkilegt spor
í menningar- og félagslífi vor
íslendinga vestan hafs. Sá at-
burður á sér langan aðdrag-
anda og mun óhætt mega full-
yrða, að þeim hefir stöðugt
farið fjölgandi í vorum hópi,
sem ljós hefir orðið nauðsyn
sameiningar vikublaða vorra..
Fólk vort mun þá einnig yfir-
leitt fagna því, að hún er nú
orðin að veruleika, og ætti, ef
rétt er á málunum haldið af
allra hálfu, at tryggja íslenzku
vikublaði tilverurétt um
mörg ókomin ár vestur hér.
Við þessi þáttaskil í sögu
blaða vorra, vil ég af hálfu
Þjóðræknisfélagsins flytja
öllum þeim, sem átt hafa hlut
að útgáfu or ritstjórn þeirra í
meir en 70 ár, hjartanlegar
þakkir fyrir það mikla þjóð-
ræknis- og menningarstarf,
sem með þeim hætti hefir
unnið verið.
Ég þakka Stefáni Einars-
syni mikið og farsælt starf
hans að ritstjórn Heims-
kringlu áratugum saman. Með
sama þakkarhuga minnist ég
ágætis og áhrifaríks ritstjórn-
arstarfs Einar Páls Jónssonar
við Lögberg í full 40 ár. Enn-
fremur þakka ég frú Ingi-
björgu Jónsson prýðilegt starf
hennar við Lögberg árum
saman, og þá serstaklega verk
hennar sem aðstoðarritstjóri
blaðsins í veikindum manns
hennar og sem aðalritstjóri
síðan hann féll frá. Jafnframt
votta ég öllum heiður og
þökk, sem með dugnaði og
prýði skipuðu ritstjórnarsess
vikublaða vora í liðinni tíð.
í nafni Þjóðræknisfélagsins
flyt ég hinu nýja vikublaði
voru innilegar heillaóskir. Og
ég vil eindregið hvetja félags-
f ó 1 k Þjóðræknisfélagsins
hvarvetna til þess að gerast
áskrifendur að hinu nýja
blaði voru og styðja útgáfu
þess með öðrum hætti. Eins
og margsagt hefir verið, er
slíkt blað ekkert minna held-
ur en líflaug allrar vorrar
félagslegu viðleitni hér í álfu.
Það veit ég, að okkur er al-
mennt ljóst, og þá ættum við
einnig að vera reiðubúin til
þess að leggja vorn skerf til
þess, að íslenzkt blað hérlend-
is geti staðið á sem traust-
ustum fjárhagslegum grund-
velli, er um leið gerir fært að
vanda sem bezt til blaðsins og
tryggja því langlíífi.
Þjóðæknisfélagsins
Minnug meir en 70 ára sögu
Lögbergs og Heimskringlu,
sæmir okkur það eitt að
standa saman einum og heil-
um huga um arftaka þeirra,
sem um leið er beint framhald
þeirra. Það er bæði ágæt
þjóðrækni og menningarleg
framsýni í verki.
RICHARD BECK,
Forseti Þjóðræknsfélags
íslendinga í Vesturheimi.
Heillaóskir
í nafni Western Canada Uni-
tarian Conference, hins fyr-
verandi Sameinaða Kirkjufél-
ags Islendinga í Vesturheimi,
vil ég nota tækifærið til að
óska blöðunum, sem nú eru
að sameinast, Heimskringlu
og Lögbergi, allra heilla.
Ég vona að þetta nýja fyrir-
tæki verði, báðum blöðunum
til hamingju og Islendingum
til blessunar um langa fram-
tíð. Einnig vil ég nota tæki-
færið til að hvetja alla íslend-
inga, sem áhuga hafa fyrir ís-
lenzkum málum að styðja
blaðið Lögberg-Heimskringlu
af öllum mætti,.
— Philip M. Pétursson,
Regional Director,
Western Canada Unitarfan
Conference.
Það minsta sem
við getum gert
Nú blandast söknuður of til-
hlökkun. Margir munu sakna
Heimskringlu og Lögbergs,
eins og blöðin voru, hvert
fyrir sig. En allir hlakka til
þess að sjá nýja blaðið. Allir
óska ritstjórn og útgefendum
brautargengis við þau þátta-
skipti er nú fara í hönd.
Kunnugur blaðamennsku
siálfur, tel ég eitt víst — ekki
verða allir ánægðir. Sumir—
eins og ég — vona að fram-
haldssögurnar verði lagðar
niður. Blað af takmarkaðri
stærð má ekki eiða prent-
svertu á annað eins. Þeir sem
endilega vilja lesa skáldsögur
geta flett upp í Jóni Trausta á
ný. Blaðið á að flytja þýðing-
armeira lestrarefni.
Lesendur eru samt ekki
sammála um hvað sé ‘þýðing-
armeira,’ og verða það aldrei.
Sumum finnst of mikil áherz-
la lögð á endursagðar fréttir
frá íslandi. Dómgreind verður
sjálfsagt að ráða vali á slíku
efni, og hér munu saman-
þjöppuð yfirlit vera betri en
langar greinar.
Fólk vill fá fréttir úr ís-
lendinga-byggðum — og helzt
á þann hátt að fréttapistlarnir
skapi ekki þolraun handa les-
endum. Lesmál á ensku um
íslenzk efni finnst manni ó-
hjákvæmilegt að taka með
í framtíðinni, ef hugsað er um
að auka útbreiðslu blaðsins
meðal yngri lesenda. Þar sem
Lögberg og Heimskringla hafa
bæði, á fyrri árum, flutt í
fyrsta skipti margt það bezta
sem hefur verið ort á íslenzku
vestan hafs, þá ætti sannar-
lega að beita gagnrýni í vali á
ljóðum til birtingar.
Svona mætti lengi halda
áfram. “Hægara er að breyta
en bæta.” En, sem einn þeirra
er sátu nefndarfundi fyrir
fjórum árum um sameiningu
Lögbergs og Heimskringlu,
finnst mér það vafalaust að
virkilegt framfaraspor hafi
nú verið stigið. Svo verður,
ef hönd fylgir máli. Það min-
sta sem við getum gert til þess
að framfylgja faguryrðum
okkar um þjóðræknina er að
efla útbreiðslu og styrkja út-
gáfu eina íslenzka blaðsins
sem við eigum í Vesturheimi!
— Valdimar Björnson.
GREETINGS
A long and fruitful future
to Logberg-Heimskringla. Af-
ter more than seventy years
of lively Icelandic journalism
on the North American con-
tinent, the two distinguished
weeklies have now joined
forces in the interest of those
causes that were always their
mutual concern—the preser-
vation of the Icelandic lan-
guage and culture in the
western hemisphere, and the
strengthening of bonds of
friendship between the people
of the old country and the
new.
Long may Logberg-Heims-
kringla live and prosper.
Caroline Gunnarsson,
President, Icelandic
Canadian Club.
BETELCAMPAIGN
$250,000.00
Make your donations to the
"Belel" Campaign Fund,
123 Princess Street,
Winnipeg 2.
áður ljá íslenzku vikublaði lið. Listar áskrifenda í þeirra
umdæmum verða þeim sendir eins fljótt og auðið er.
☆ ☆ ☆
Það má teljast til nýunga, að ritnefnd hefir verið skipuð
til að tryggja að lesefni blaðsins verði vandað og sem fjöl-
breyttast í framtíðinni. Nöfn nefndarmanna eru birt að ofan.
Ritstjóri blaðsins fagnar því, að eiga kost á samvinnu við
slíkt úrvalslið, en óskar þess jafnframt að aðrir vinir blaðsins,
sem á undanförnum árum sendu blöðunum frétter, greinar,
ljóð, sögur og annað lesefni, styðji Lögberg-Heimskringlu á
sama hátt framvegis.