Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Síða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1959
Magnús
Magnús Einarsson
Magnús Einarsson, bóndi
frá Einarsstöðum í Árnes-
byggð í Nýja íslandi, lézt á
spítalanum á Gimli 13. ágúst
s. 1., 64 ára að aldri (fæddur
28. marz ’95). Útför hans var
gerð frá heimili hans og kirkj-
unni í Árnesi, 18. ágúst, og var
hún afar fjölmenn. Faðir
Magnúsar var Einar Guð-
mundsson, bóndi frá Rauða-
bergi í Mýrahreppi í Austur-
Skaftafellssýslu, og Margrét
Sigurðardóttir frá Sandhöfn í
Vopnafirði, en hún var seinni
kona Einars. Einar fluttist frá
Hvammsgerði í Vopnafirði til
Nýja íslands árið 1887. Er þess
getið, að þegar hann kom til
Winnipeg, hafi aleiga hans í
peningum verið fjórar krón-
ur. En hann lét ekki fátækt-
ina á sig fá. Fór hann norður
í Árnesbyggð, nam þar land,
reif niður skóginn, ræktaði
jörðina og búnaðist hið bezta.
Magnús fylgdi dæmi föður
22. sept. 1959.
Kæra frú Ingibjörg.
Ég hélt þér þætti e. t. v.
gaman af að lesa þetta bréf,
sem skrifað er af 91 árs göml-
um manni, Birni Olgeirssyni
á Mountain, sem ekki hefur
séð ísland, síðan hann kom
hingað aldamótaárið, en sér
samt allt svo ljóslifandi fyrir
sér heima, að það er eins og
hann sé nýkominn þaðan. Ég
fékk að sjá þetta bréf hjá hon-
um og fékk að taka afrit af
því og sendi þér það hér með
til að gera við það, sem þér
sýnist. Hann skrifar bréfið
frú Helgu Friðgeirsdóttur,
frændkonu sinni, sem nýkom-
in er að heiman:
Kæra Helga.
Þú trúir því varla, hvað
bréfið frá þér gladdi okkur.
Við erum búin að lesa það oft-
ar en einu sinni, þú segir svo
vel frá öllu heima og gott að
heyra, hversu vel þið skemmt-
uð ykkur í ferðinni. En hvað
hefði þá verið, ef þið hefðuð
fengið sólskinsdaga, það hefði
gert mikinn mun fyrir mig.
Ég get fylgt ykkur alla leið
norður, en það hefðu orðið
fleiri viðkomustaðir, ef ég
Einarsson
síns. Hann var hinn mesti
dugnaðar- og eljumaður, ósér-
hlífinn og sívinnandi. 28. ágúst
1926 giftist hann Jónínu Jóns-
dóttur Kardal, Konráðssonar
frá Kárdalstungu í Vatnsdal,
og konu hans, Guðfinnu Þor-
steinsdóttur úr Víðidal. Voru
þau hjón mjög samvalin um
áhuga og iðjusemi; munu þau
strax hafa sett sér það tak-
mark að bjargast af sínu búi
og breyta í öllu rétt. Búskap-
ur þeirra blessaðist einnig vel,
og hefir heimili þeirra um
langt skeið verið. eitt hið
glæsilegasta þar í sveit og þau
notið álits og vinsælda sam-
ferðasveitarinnar. Auk ekkj-
unnar lætur Magnús eftir sig
bróður, Magnús, og fjórar
systur, Mrs. M. Einarsson,
Mrs. S. Sigurdson, Mrs. L.
Helgason, og Mrs. T. Helga-
son. Magnús var hið mesta
prúðmenni, hógvær og vin-
gjarnlegur í framkomu. Hann
unni arfleifð feðra sinna, ekki
a ð e i n s landareigninni og
sveitinni, þar sem hann ól all-
an aldur sinn, að undantekn-
um þeim tíma, er hann varði
til herþjónustu í fyrra heims-
stríðinu, heldur einnig menn-
ingararfinum, íslenzkri tungu
og bókmenntum. Hann var um
langt árabil innköllunarmað-
ur Lögbergs, og þau hjón
unnu á ýmsan hátt að íslenzk-
um félagsmálum. E r h i n
mesta eftirsjá að manni eins
og Magnúsi; hann var einn af
hinum hógværu í landinu, en
maður, sem ekki vildi vamm
sitt vita, og lagði ávallt gott
eitt til manna og málefna.
hefði verið með! Þegar kom-
ið var upp í Borgarfjörðinn,
hefði mig langað til að sjá
glæstu fjallasýnina frá „Gils-
bakkanum háa“, næst Botns-
dalinn, „þar dvelur sumardís
við gil í djúpum fjallasölum“,
sagði Steingrímur, en hún
sést líklega ekki nema í sól-
skini. Þá tökum við stökk
norður í Skagafjörð. „Ó, hvað
fagurt er að sjá ofan í Skaga-
fjörðinn". Næstur er öxna-
dalur, þar sem „háir hólar
hálfan dalinn fylla“, og hraun-
drangann ber við loft með
fulla tunnu af peningum, og
„hryggur þráir sveim í djúp-
um dal“. Þá er ekki langt til
Akureyrar, s e m Matthíasi
fannst „fegurst byggð í landi
hér“, og þar sem hún Sigríð-
ur var, sem „aldrei drós lagði
ljóslokka kranz að brjósti
manns, fegri þér, sem ástin ól,
Eyjafjarðarmeyja sól“. Nú er
mér orðið starsýnt á Vaðla-
heiðina. Austan við fjörðinn
á austurbrún hennar heyrast
drunurnar í Goðafossi og sést
reykurinn úr honum. Þá er
að bregða sér yfir Fljótsheiði
upp í Mývatnssveitina, þar
sem flestar fuglategundir eru
saman komnar, og í Keldu-
hverfinu er Ásbyrgi, hóffarið
eftir Sleipni, og ferðalokin
verða við Dettifoss:
Beint af hengil bergi
byltast geysiföll
flygsu fax með ergi, fossa
hristir tröll
hendist hádunandi hams-
laus uðufeikn
undrast þig minn andi
almættisins teikn.
Það er ekki til setu boðið,
ég á eftir að ferðast austur
um Skaftafellssýslur. Fyrst
er að koma í Þjórsárdalinn
og finna Gauk Trandilsson í
Stöng, mestu hetju, sem þá
var uppi, varðist einn lengi
30 mönnum. En Þjórsárdal
hefur mig langað til að sjá,
síðan ég las Kveldræður séra
Magnúsar frá Birtingaholti.
Úr Skaftártungu veit ég, að
er skemmtilegt útsýni, og
hugmynd mín um Goðaland-
ið batnaði mikið við að lesa
línurnar frá bróður þínum
(Sigurði Jónassyni, forstjóra
á Islandi), þökk sé honum
fyrir það.
Ég gæti haldið svona lengi
áfram, en verð að slá í þetta
botninn. Þakka þér enn og
kærar kveðjur.
Þinn Björn Olgeirsson.
Ég vona þú hafir gaman að
þessum línum, og þá einnig
fleiri. Kærar kveðjur frá okk-
ur hjónum, það var gaman að
sjá þig og tala við þig um
daginn.
Blessuð ævinlega,
ólafur Skúlason.
Bréf til Lögbergs-
Heimskringlu
Um leið og ég sendi árs-
gjaldið fyrir okkar gamla
blað, Lögberg, vil ég með hlýj-
um huga þakka innilega það
háttvirta, mikla starf öll þessi
ár, sem svo dásamlega hefur
verið af hendi leyst af hæfum
ritstjórum í marga tugi ára.
Hef ég haft þá ánægju af að
lesa Lögberg, hef ævinlega
lært eitthvað gott í hverju
blaði.
Nú þegar blöðin eru orðin
eitt í bandi friðarins, vil ég
af hjarta óska þessari lang-
þráðu sameiningu til allrar
blessunar í mörg ókomin ár.
Þakka líka fyrir alla hina
færu ritstjóra, sem gera okk-
ur blaðið svo ánægjulegt.
Stórt skarð, sem seint verð-
ur uppfyllt, var fráfall hins
mikilshæfa ritstjóra Einars
Páls. öll, sem höfum lesið
hans blað, söknum hans og
þökkum honum vel unnið
starf.
Enginn veit ævina fyrr en
öll er. Vona að þetta verði nú
ekki of langt mál til að stinga
í eitt horn eftir vild. Mér
finnst þetta nýja blað okkar
vera sérlega vel úr garði gert.
Er gaman að lesa fréttabréf,
og nú tvær sögur í staðinn
fyrir eina. Héðan frá Cali-
forniu er margt, sem ber á
gómana, en of langt mál í
þetta sinn. Má bara til að segja
ykkur frá paradísarveðurblíð-
unni, sólskin á hverjum degi.
Þakka nú innilega fyrir
þennan greiða að gefa þess-
um línum pláss.
Með vinsemd,
M. Goodmam.
From a Briefcase
To 9#500 Square Feefr
The special opening on
Thursday, Ocober lst, of the
modernized and enlarged
quarters of Independent Cred-
it Jewellers Ltd., Notre Dame
Avenue and Isabel Street, will
mark a milestone in -the 22
year growth of this major
enterprise.
Only 22 years ago—in 1937
—with a total investment of
one borrowed dollar, John H.
Epp s t a r t e d the business
which has now blossomed to
its present size.
The original location of In-
dependent Credit Jewellers
was at Notre Dame and Fur-
by. In 1943, the store location
was transferred to its present
place.
Through the years, Mr.
Epp’s enterprise has grown
into a major business with a
staff of at least 17 persons.
Besides handling jewellery,
Independent Credit Jewellers
has expanded to the point
where it now carries a wide
selection of small electrical
appliances and photographic
equipment. They are also
noted for their wide selection
of china directly imported
from England and continental
Europe.
The revamped quarters,
which took six months to
complete, will see an increase
of approximately 4,000 square
feet of floor space. The entire
store was designed and re-
modelled under the direction
of Kent-McClain of Canada,
Limited, Toronto. The store’s
display fixtures are among
the most attractive and up to
date to be seen in the city.
Prestur nokkur norðanlands
var mikill fuglaveiðimaður,
en sóknarbörnunum þótti það
e k k i kristilegt. Presturinn
ráðfærði sig við biskupinn um
þetta. Ég er í sjálfu sér ekki
á móti veiðiskap, sagði bisk-
upinn, en það mundi vera
meir í anda postulanna að þú
stundaðir fiskveiðar.
October Ist — lOth
V.J.E.
Bréf frá Mountain, N.D.