Lögberg-Heimskringla - 04.03.1960, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 04.03.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1960 7 Ræða fluil á Frónsmóii Frá bls. 4. áherzla á einkaframtaki, en á Islandi er meira ríkisframtak. Þetta hefir bæði kosti og galla. K o s t i r stjórnarfyrir- komulagsins heima eru: al- mennar tryggingar, menntun kostuð af ríkinu, stuðningur ríkisins við félags- og menn- ingarmál í mun ríkara mæli en hér. Þettá eru helztu kost- irnir, sem ég sé. Sjúkratrygg- ing heima, hluti meðalakostn- aðar og læknishjálp innifalin, er ódýrari á íslandi heldur en sjúkrahústryggingin ein hér. Alla mína menntun hefir ís- lenzka ríkið borgað, það er allan beinan kostnað. íslenzka ríkið greiðir mikinn hluta kostnaðar við byggingu sam- komuhúsa og kirkna úti um byggðir Islands og stuðlar að því, að valdir leikflokkar og aðrir listamenn, bæði innlend- ir og útlendir, fari út um sveit- ir og gefi sem flestum lands- mönnum tækifæri til að menntast. En allt þetta hefir einn stóran galla. Þetta drep- ur einstaklingsframtak, og sljóvgar þjóðina fyrir gildi verðmæta. Ef einhverju byggðarlagi dettur í hug að reisa samkomuhús, þá er hringt til Reykjavíkur og rík- ið beðið um peninga. Fólkið hættir að sjá, að það verður að vinna sjálft fyrir því, sem það eyðir. Ríkið er kýrin, sem allir, mjólka, en enginn vill fæða. Ríkisvaldið á þá aðeins um tvennt að velja, annað hvort að verða gjaldþrota eða taka fram fyrir hendurnar á þegnunum. Og einmitt nú stendur sem hæst glíman milli þegnanna og ríkisins. Að mínum dómi hefir hér- lent stjórnarfar einn aðalkost. Það hvetur til einstaklings- framtaks. Mér finnst menn hér meta meira gildi peninga og sjá betur, að ekkert fæst fyrir ekki neitt. Gallinn hér er aftur á móti sá, að sá, sem er minni máttar, verður und- ir. Það er sannarlega vandi að stjórna svo allt fari vel. Niðurstaðan verður sú, að á íslandi lifa menn við jafn- ari kjör heldur en hér. Heima reynir ríkið að jafna kjör manna. Tekið er af þeim ríku og hlaðið undir þá, sem minna mega sín. Hér aftur á móti er meiri munur á kjörum manna, hér eru meiri auðæfi og meiri fátækt. Á Islandi eru til Hæm- is margir prófessorar, sem ekki veita sér að eiga bíla, sumir geta það hreint ekki, en múrarar eiga margir bíl og verkamenn. Munur á kaupi verkamanna og prófessora á Islandi er ekki mikill. Þegar ég - lauk prófi í guðfræði heima, hefði ég getað unnið mér meira inn í byggingar- vinnu heldur en ég hefði fengið í byrjunarlaun sem prestur. Hér eru betri möguleikar fyrir þá, sem eru miðlungs- menn, eða meira að gáfum og menntun, en heima eru betri möguleikar fyrir þá, senr eru undir meðallagi, meðal annars af því, að atvinnuleysi þekkist varla. Nú er bezt að ég snúi mér að menningarmálum. Þekking mín á menningarmálum Kan- ada er mjög takmörkuð og eins og ég hefi þegar lagt áherzlu á, þá tala ég sem leik- maður um þessi efni og sem gestur með takmarkaða þekk- ingu. Mér kemur menning Kan- ada þannig fyrir sjónir, að hér standi verkleg menning á til- tölulega hærra stigi heldur en andleg menning. Raunvísindi (Science) standa greinilega á hærra stigi heldur en hugvís- indi eins og til dæmis guð- fræði og lögfræði. Ég lít svo til, að verklegar framkvæmd- ir séu niiklar og myndarlegar hér í Kanada og vegir eru góðir. Hins vegar finnst mér minni gaumur gefinn listum og bókmenntum. Nú sem áður er heimalandið mælikvarðinn. Við íslendingar erum miklir bókaormar og við erum nýj- ungagjarnir og framfarasinn- aðir. En á hinn bóginn hættir okkur til að gleypa við nýj- ungum án þess að melta þær. Vegna skorts á fjármagni, þá hafa vísindi ekki verðug verk- efni að glíma við á íslandi. Við eigum færa menn t. d. í læknisfræði, en þeir verða að fara til annarra landa til að stunda rannsóknir vegna fá- mennisins heima. Þetta er vandamál allrar æðri mennt- unar á íslandi. Mér virðist, að í barna- og unglingaskólum hér í Kanáda séu gerðar minni kröfur til kunnáttu heldur en á samsvarandi skólum heima á íslandi. En æðri skólar og allir sérskólar virðast betri hér. Sérstaklega eru þeir á- berandi betur búnir öllum kennslustækj um. Vegir á íslandi eru slæmir og margt í verklegum fram- kvæmdum fer miður og er fjárskortur þó oftar ástæða heldur en kunnáttuleysi. Ég þiekki gott dæmi: Sumarið 1958 vann ég við byggingu 14 hæða sambýlishúss í Reykja- vík. Húsið var reist á um það bil 16 dögum, en ég efast um að enn sé farið að flytja í það. Fjárskortur veldur svo mikl- um töfum á framkvæmdum. — Tónlist, leiklist, bókmennt- ir og aðrar listir eru greinilega í meiri metum hafðar á Is- landi en hér. Mér leikur grun- ur á, að sjónvarpið hér eigi nokkurn þátt í þessu. Ég get varla sagt, að ég hafi horft á sjónvarp hér, svo að ég er ekki dómbær um gildi þess, en grun hefi ég um, að það geri mikinn skaða, þótt það hafi auðvitað kosti líka. Bílar eru að mínum dómi nauðsynlegir í nútíma þjóð- félagi. Á íslandi eru þeir enn á skrá með munaðarvarningi, og er því miður farið. Bílar eru óheyrilega dýrir á íslandi. Einn kostur þessa lands er, að unnt er að fá bíla við hóflegu verði. Ekki get ég stillt mig um að nefna húsakost hér. Eftir að hafa verið hér, í Banda- ríkjunum og á Englandi, þá efast ég um, að nokkur þjóð í veröldinni búi almennt 'í eins góðum húsum og Islend- ingar. Ég sagði almennt. Hér í þessu landi eru margar opin- berar byggingar mun reisu- legri og betri en á Islandi, en hér er hið sama uppi á ten- ingnum og áður, að hér er meiri munur en heima. Hér eru margar fagrar og vandað- ar byggingar, mun fallegri og fjölbreyttari í sniðum heldur en í Reykjavík, en munurinn á betri hverfum Winnipeg- borgar og mörgum sveitabæj- um og húsum í smærri bæjum er gífurlegur. Ástæður eru fyrir þessu, ef að er gáð, en svona kemur mér þetta fyrir sjónir. Næst á dagskrá eru kirkju- málin. Um kirkjumál á íslandi vil ég sem minnst tala, því að það umræðuefni hitar mér og ég tala þá líklega fljótt af mér. 1 stuttu máli, saga íslenzku þjóðkirkjunnar síðastliðin 50 ár er sorgar saga. Kirkjan hef- ir misst af samtíðinni, heil héruð mega heita heiðin eða verr en það, prestar ... Nei, nú segi ég ekki meira. Ég vildi að sumt það, sem ég hefi séð og heyrt í íslenzku kirkjunni, væri mér gleymt. Bezt er að gleyma því, sem að baki er og horfa fram á við. Þrátt fyrir mikla niðurlægingu er Kristur enn að verki í hinni kristnu kirkju á Islandi. Þótt margir úlfar séu í hjörðinni, þá á íslenzka kirkjan marga trúa syni. Ég trúi, að kristni á íslandi muni vaxa styrkur á næstu árum. — Af framan- sögðu má ráða, að hérlendis er kirkjulíf ólíkt líflegra. Ég hefi lært mikið hér einkum á sviði framkvæmda innan kirkjunnar. Vera mín hér hefir kennt mér að þekkja betur heima- land mitt og íslenzku þjóð- ina. Hér hefi ég líka lært „margt og fólk hér hefir verið framúrskarandi gestrisið og vingjarnlegt við okkur. Ég er hreykinn af því, hve góðir borgarar íslenzkir menn hafa reynzt hér og hve vel þið hald- ið við íslenzkri tungu. Ég er sannfærður um, að menning- arsamskipti Islendinga annars vegar og íbúa Norður-Amer- íku hins vegar eru báðum til góðs. Ég hygg því, að unnið sé gott verk, með því að við- halda íslenzkum erfðum og stuðla að jákvæðum samskipt- um milli þessara þjóða. Að lokum vil ég þakka gott hljóð og enn á ný þakka fyrir þann heiður, sem mér var veittur, að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér í kvöld. Hafið þökk fyrir. Það var í lítilli sveitakirkju. Presturinn var mitt í hjart- næmri ræðu, þegar hann varð var við óróleika meðal kirkju- gesta. Kom hann á auga á son sinn 10 ára, sem lét hrossatað fljúga í höfuð þeirra. Áður en hann gat áminnt son sinn, irópaði sá litli: — Allt í lagi pabbi. Haltu áfram með ræð- una. Ég skal halda þeim vak- andi á meðan. Hvað er „selfmade man“? Svar: Það er maður, sem hefir skapað sig sjálfur, — og er fullur aðdáunar á „skaparan- um“. KREFJIST ! MEÐ MARGSTYRKTUM TAM OG HÆLUM VINNU SOKKAR ÞEIR ENDAST ÖÐRUM SOKKUM BETUR P E N M A N S vinnu- sokkar endast lengur — veita yður aukin þægindi og eru meira virði.—Gerð og þykkt við allra hæfi — og sé tillit tekið til verðs, er hér um mestu kjör- kaup að ræða. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 WS-9-4 VITIÐ ÞÉR . . . • Manitoba fiskiútvegurinn framleiðir árlega yfir 31,000,000 punda af fyrsta flokks innanlands-vatnafiski, rúmlega sex milljón dollara á innlendum og útlendum 'markaði. • Manitoba fiskafurðir eru með ágætum; framleiddar með vélum af fullkomnustu gerð og ströngu eftirliti með hreinlæti. • Fiskimáladeildin og fiskiútvegurinn eru stöðugt að rann- saka nýjar aðferðir við höndlun og frystingu með sérstöku til- liti til smáfiskipakka, sem nú eru svo vinsælir hjá neytendum. • Selkirk hvítfiskur, pickerel, Manitoba gullauga og styrja teljast til munaðarrétta í mörgum stórborgum í Bandaríkjunum. • í fiski er mikið af protein, en lítið af fitu, og ætti hann því vera þýðingarmikill í hollu mataræði. • Fiskimáladeildin hefir með höndum ítarlegar rannsóknir og lífeðlislegar tiíraunir með það fyrir augum að tryggja fiski- stofninn í framtíðinni. FISHERIES BRANCH DEPARTMENT OF MINES AND NATURAL RESOURCES HON. C. H. WITNEY Ministsr J. G. COWAN Oeputy MinistM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.