Lögberg-Heimskringla - 04.03.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 04.03.1960, Blaðsíða 1
Lögberg - Heimskringla % Stofnað 14. jan.. 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 74. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1960 NÚMER 9 Fréttir frá íslandi Sameiginlegt landhelgismál íslands og Kanada Framleiðsluráð landbúnað- arins hefir látið þær upplýs- ingar í té, að mjólkurfram- leiðsla hafi lítið aukizt í land- inu árið 1959, en hins vegar hafi sala innanlands á mjólk- urafurðum aukizt gífurlega. Liggur nú við, að innlendar smjörbirgðir séu þrotnar. Aukin sala mjólkurafurða stafar fyrst og fremst af fólksfjölgun í landinu og einnig vegna sífelldra fólks- flutninga frá strjálbýlinu í þéttbýlið. Einnig kemur hér til, að í sjávarþorpum er fólk nú að kalla hætt við að stunda nautgriparækt sem tómstundaiðju. ☆ Um miðjan febrúarmánuð voru víða þíðviðri mikil, svo að kalla mátti, að mörg ár- sprænan yrði að stórfljóti. Vegir tepptust víða vegna vatnagangs. ☆ Nýlega kom út hjá Helga- felli ný ljóðabók eftir Matthí- as Jóhannessen ritstjóra. Bók- in er myndskreytt af Louisu Matthíasdóttur listmálara. ☆ Hér á eftir fara umsagnir tveggja þekktra hagfræðinga um efnahagsráðstafanir þær, sem nú eru á döfinni á ís- landi, en hagfræðingarnir eru ekki sammála. Dr. Benjamín Eiríksson segir m. a. í grein sinni „Erlendar skuldir": „Undanfarin átta ár hafa verið mikil velgengnisár fyrir þjóðina. Og hvenær á að greiða erlendar skuldir, ef ekki þá? Síðar koma nýir tím- ar og nýjar þarfir, þegar taka verður og taka má ný lán. Þá er það eitt atriði, að þar sem um árabil hefir verið flutt inn talsvert af erlendu fjár- magni, myndi það verka mjög truflandi að taka skyndilega fyrir erlendar lántökur. Finn- ist mönnum of langt gengið, niundi skynsamlegast vera að draga hægt úr lántökunum. Sé þess ekki gætt, breytist innflutningur á fjármagni skyndilega í útflutning á fjár- niagni, og verður greiðslu- byrðin við það óeðlilega þung.“ í svari til dr. Benjamíns seg- ir dr. Jóhannes Nordal banka- stjóri: „Kjarni þessa máls er, að hvaða skoðanir, sem menn hafa á lántökum undanfar- inna ára og réttlætingu þeirra, breytir það ekki því vanda- rnáli, sem við okkur blasir í dag. Þjóðin er komin í stór- kostlegar skuldir við útlönd, bæði fastar og lausar, og af- leiðingin er komin í ljós ann- ars vegar í sívaxandi greiðslu- byrði og hins vegar í því, að frekari lán eru ekki fáanleg með eðlilegu móti erlendis. Samkvæmt greiðslujafnaðar- áætlun er nú svo komið, að á þessu ári þarf almennur inn- flutningur að minnka um 15—20%, ef jöfnuður á að nást í gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinnar, og er þó reiknað með nokkru erlendu lánsfé. Það er af þessum ástæðum, sem nauðsynlegt er að grípa til svo róttækra ráðstafana í efnahagsmálum og leggja á þjóðina nýjar byrðar. Og þær byrðar verða því miður ekk- Skemmtisamkomur Aðsókn að fertugasta og fyrsta þjóðræknisþingi ís- lendinga í Vesturheimi var með bezta móti; umræður voru fjörugar og þingmenn í sólskins skapi. Allar skemmti- samkomur voru og vel sóttar, enda hafði verið vel til þeirra vandað svo sem auglýst var í blaðinu, og munu fáir eða engir hafa orðið fyrir von- brigðum. Ræða séra Ingþórs Indriðasonar birtist í þessu tölublaði og sennilega mun ræða Oscar Björnson þing- manns birtast í Icelandic Ca- nadian tímaritinu. Dr. Árni Helgason flutti og ágæta ræðu áður en hann sýndi íslands- myndir sínar á lokasamkomu þingsins. Söng- og hjlóðafæra- skemmtanir fóru fram sam- kvæmt áæltun og létu áheyr- endur ánægju sína óspart í ljósi. Listafólk okkar á miklar þakkir skilið; tillag þeirra eykur jafnan mikið á þessar þriggja daga miðsvetrarhátíð. Söngvarinn frá íslandi, séra Hjalti Guðmundsson, söng gömul íslenzk þjóðlög (radd- sett af Sv. Sveinbjörnssyni). Þau fundu næman hljóm- grunn í hjörtum hlustenda, ekki sízt þeirra eldri, enda vel sungin. Fannst áheyrend- um þeir ekki heyra nóg af þeim söng. Boð Nokkur undanfarin ár hefir Walter J. Lindal dómari haft það til siðs að bjóða í mið- degisverð á öðrum degi þings- ins ýmsum málsmetandi ís- lendingum í heiðursskyni við aðalræðumanninn á samkomu Icelandic Canadian Club. Fer þessi hópur stækkandi hjá honum með ári hverju og virðist gestrisni hans engin takmörk sett. 1 þetta skipti voru saman komin yfir 60 manns í salarkynnum Hud- son Bay, og heiðursgestirnir voru fjórir, allir íslenzkir ert léttari, þótt reynt sé að sanna, að skuldasöfnun við út- lönd geti við vissar aðstæður verið réttlætanleg.“ ☆ Nýlega er komin útá ís- landi bæði fróðleg bók og fal- leg, og fjallar hún um ísland. Formála bókarinnár ritar Halldór Kiljan Laxness. Bók- in er prýdd um 40 litmyndum og gefin út á þremur tungu- málum, þýzku, ensku og frönsku, og eru um 5000 ein- tök á hverju tungumáli. Um- boðsmenn bókarinnar í Rvík er G. Karlsson & Co., Haga- mel 34. þingmenn á Manitobaþinginu, þótt aðeins einn þeira væri ræðumaður kvöldsins, Oscar Björnsson. Að matverði lokn- um tóku til máls auk dómar- ans fulltrúar ýmissa íslenzkra félaga og stofnana: Dr. Rich- ard Beck, Miss Caroline Gunnarsson, Mrs. Ingibjörg Jónsson, próf. Haraldur Bessa- son, Mrs. Eric ísfeld og Hon. George Johnson heilbrigðis- og velferðarmálaráðh. fylkis- ins hafði orð fyrir kollegum sínum á þingi og mæltist hon- um vel, þótt hann hafi ærið mikið annað að hugsa um þessa dagana. Hafi dómarinn þakkir fyrir þetta höfðing- lega boð. Þau hjónin Dr. S. E. Björns- son og frú Marja hafa einnig, síðan þau fluttu í borgina, haft boð á heimili sínu fyrir utanbæjargesti á þinginu og aðra, og svo var í þetta skipti. Nutu gestirnir vel ánægju- legra samræðna og hinna mörgu gómsætu í s 1 e n z k u rétta, sem fram voru reiddir. Séra Philip M. Pétursson og Dr. Richard Beck þökkuðu fyrir hönd gesta þetta rausn- arlega boð. Slörf þingsins Væntanlega mun skrifari félagsins láta blaðinu í té sam- anþjappaðar fréttir af þing- störfum síðar. Við viljum þó sérstaklega minnast tillögu- samþykkta, sem gerðar voru á þinginu og sem við teljum til þýðingarmeiri mála, sem þar voru rædd. í áliti þingnefndar í útgáfu- málum voru þessir liðir: 5. Þingið lætur í ljósi ánægju sína yfir sameiningu íslenzku vikublaðanna Heims- kringlu og Lögbergs. 4. Þingið hvetur deildir og meðlimi félagsins að styrkja blaðið á eftirfarandi hátt: <a) Með því að út^ega blað- 1 fréttum dagblaðanna síð- astl. viku er skýrt frá því, að varðskipið Albert hefði hleypt af sex skotum á brezkan tog- ara, sem var að veiðum fimm mílur undan landi. Hefði tog- arinn flúið hratt til hafs og varpað fyrir borð fiskitækjum sínum, eftir að hafa komizt undan uppgöngu íslendinga á togarann. Þá kom brezka her- skipið Palliser til sögunnar og fylgdi togaranum út úr ís- lenzkri landhelgi. Hefir flota- stjórnin tilkynnt, að engar skemmdir hafi orðið á togar- anum og muni varðskipið hafa hleypt af tómum skothylkj- um. Nú hefir togaraeigendasam- bandið brezka tilkynnt, að sem vott um góðvilja muni þeir stöðva fiskiveiðar sínar innan tólf mílna svæðisins umhverfis Islands strendur þar til ráðstefnunni um lög- gjöf á höfunum, sem haldin inu fréttaritara í sem flestum byggðum íslendinga. (b) Með því að afla blaðinu áskrifenda í byggðum sínum. <c) Með því að útvega aug- lýsingar í blaðið. (d) Með því að efna til sam- komuhalda blaðinu til styrkt- ar. Þingnefnd útbreiðslumála lagði og fram sams konar til- lögur. Tóku margir til máls og ræddu þessar tillögur ítar- lega, og hlutu þær síðan ein- róma samþykki þingsins. Má vafalaust treysta því, að deild- irnar muni taka þetta mál til alvarlegra íhugunar og fram- kvæmda, enda veltur framtíð þessa eina blaðs, sem við nú eigum, á stuðningi íslenzks al- mennings. Stjórnarnefnd fyrir næstkomandi ár Dr. Richard Beck, forseti, Séra Philip M. Pétursson, varaforseti, Prof. Haraldur Bessason, skrifari, Walter J. Lindal dómari, vara- skrifari, Grettir L. Jóhannson konsúll, féhirðir, Frú Hólmfríður Danielson, varaféhirðir, Guðmann Levy, fjármála- ritari, Ólafur Hallson, varafjármála- ritari, Frú Marja Björnsson, skjala- vörður. verður í Geneva í næsta mán- uði, verði lokið. Enn fremur var skýrt frá því í dagblöðunum, að á ráð- stefnu fiskiveiðasamtaka V.- Evrópu, þar sem voru komnir til fundar 36 fulltrúar þessara samtaka frá níu löndum (Bret- landi, Belgíu, Danmörku, V.- Þýzkalandi, Frakklandi, Hol- landi, Portúgal, Spáni og Sví- þjóð) hafi verið samþykkt að halda fast við hina gömlu þriggja mílna landhelgi. Þetta mun hafa verið sam- kunda f u 111 r ú a útgerðar- manna, þeirra ,er aðallega hugsa um stundargróða, en ekki um varðveizlu fiski- stofnsins við strendur land- anna, sem hlut eiga að máli. Er ótrúlegt, að þeirra stefna nái framgangi í Geneva, en þar vérða mættir fulltrúar frá ríkisstjórnum þessara landa. Þó þykir Winnipeg Free Press útlitið ískyggilegt, svo sem grein er birtist í blaðinu á föstudaginn ber vitni um, og er endurbirt á öðrum stað í þessu blaði. Kanada leyfir ekki sínum eigin fiskimönnum að fiska innan tólf mílna svæðis við strendur landsins, en þykist ekki geta framfylgt því banni við erlenda fiskimenn. Kan- ada mun því væntanlega fylgja Islandi fast að málum um 12 mílna landhelgi, þegar til Geneva kemur. Ráðstefnan þar hefst 17. marz n. k. Aðal- fulltrúi íslands á ráðstefnunni verður Hans G. Andersen, sendiherra og sérfpeðingur í landhelgismálum. Ekki er okkur kunnugt um enn, hverj- ir verða fulltrúar Kanada. Vonandi verða valdir snarpir og' skeleggir menn, sem standa fast um málstað Kanada og þá um leið Islands. Hon. George Johnson, M.D. Um þessar mundir leggur Hon. George Johnson heil- brigðis- og velferðarmálaráð- herra Manitobastjórnar frum- varp sitt fyrir þingið. Er þar um miklar og merkilegar um- bætur að ræða og mun verða nánar skýrt frá þeim og hinu mikla starfi, sem Dr. Johnson er að leysa af hendi, í næsta blaði. Eitt er víst, að flesíum kemur saman um, andstæð- ingum hans í pólitík sem öðr- um, að þetta embætti í ráðu- neytinu sé nú skipað manni, sem þekkir inn á og skilur þau mál, sem deild hans á að f jalla um; manni, sem veit hvað hann vill. H. B. Þjóðræknisþirtgið

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.