Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. APRÍL 1960
Jess
Eftir beiðni dótturdóttur
minnar, Mrs. Arníu Lillian
Barnes, get ég hér um nokkur
áberandi einkenni hins minn-
isstæðasta hunds, sem ég hefi
átt, er voru þó átta að tölu.
Allir þeir, sem þekktu Jess
af eigin reynd, að Sigurjóni
bróður mínum einum undan-
teknum, hvíla nú undir
grænni torfu. Þó hún hefði
einkar snoturt vaxtarlag, voru
það samt augun, sem vöktu
fyrst athygli flestra, þau voru
svo skær og greindarleg; og
stundum var eins og hlátri
brygði fyrir í þeim.
Þeir voru sex hvolparnir,
sem um var að velja; mig
minnir að þrír þeirra væru
tíkur, sem venjulega, hvað
vitsmuni snertir, reynast bet-
ur en karldýrin. Móðir hennar
var af vatnshundakyni, en að
faðerni var hún undan ágæt-
is fjárhundi, þó grimmur væri
og illvígur heim að sækja.
Ég kom heim með Jess, þeg-
ar hún var átta vikna gömul.
Eftir því sem hún stækkaði,
líktist hún æ meir og meir
fjárhundinum að útliti og eðl-
isfari, en var gæfari og auð-
sveipnari, og tók honum langt
fram að vitsmunum, þó sjálf-
ur væri hann fljótur að læra
að gera eitt og annað, svo sem
eins og að sækja mjólkurkú
eiganda síns á málum.
Þegar okkur áskotnaðist
Jess, áttum við þrílita læðu,
sem þá var bara hálfstálpaður
kettlingur, er við nefndum
Tricol. Jess og Tricol urðu
brátt góðir vinir. Þær léku sér
saman á allar lundir, en voru
aldrei mjög harðleiknar hvor
við aðra og sváfu í sama bæli;
þær máttu sem sagt ekki af
hvor annarri sjá. Og þannig
leið af þeirra fyrsta haust og
vetur.
Það var einn góðviðrisdag
snemma sumars 1895, að við
hjónin fórum niður í fjöru og
settum fram lítinn róðrarbát.
í þetta skipti eins og endra-
nær, þegar við fórum að heim-
an, fylgdust þær Jess og Tri-
col með. Við vorum ekki fyrr
komin á flot en Jess kemur
svamlandi á eftir. Gerir Tricol
þá nokkrar tilraunir með að
fylgja leiksystur sinni, en
köttum lík, þegar framfæturn-
ir vöknuðu, hikaði hún við að
fara lengra. Afræður hún þá
í skyndi að hlaupa samhliða
okkur rétt fyrir ofan flæðar-
mál. Eftir stundarróður lent-
um við í sömu vör. Er þá kisa
þar fyrir að bjóða okkur vel-
komin.
Ekki löngu eftir þetta, á
hlýjum, sólríkum degi, fórum
við í annað sinn í skemmti-
róður. Eins og fyrr, fylgdust
leiksysturnar með. Þegar við
settum bátinn á flot, hleypur
Jess samstundis út í spegil-
sléttan sjóinn á eftir okkur og
syndir kröftuglega í kjölfari
bátsins. 1 þessari svipan veður
Tricol hiklaust út í sjóinn á
eftir Jess og fer að synda. Við
hægðum undir eins á róðr-
inum, til þess að sjá, hvernig
kisu farnaðist — reiddi af.
Nær hún vonum fremur svona
nokkurn veginn hagkvæmum
sundtökum og reynir að halda
í við Jess. Hún dróst að sönnu
dálítið aftur úr, en hélt samt
áfram sundinu. Og þannig bar
það til aftur og aftur á meðan
Tricol lifði. í þessari íþrótt var
enginn köttur hennar jafnoki;
hún var sá eini köttur, er ég
veit til, sem lagzt hefir til
sunds af sjálfsdáðum, hvað
eftir annað, og virtist hafa
unun af í hvert einasta skipti.
Ég byrjaði snemma að
kenna Jess að gegna einni
eður annarri skipun. Hún var
mjög tilfinningarnæm, eins og
margir fjárhundar eru, sló ég
hana því aldrei né atyrti. Hún
var einkar gegnin, þegar hún
skildi, hvað það var, sem hún
átti að gera. Eitt með því
fyrsta, sem ég vandi hana við,
var að fara með dálitla tóma
mjólkurkönnu til foreldra
minna. Á ótrúlega skömmum
tíma lærðist henni að leysa
alls konar smá viðvik dyggi-
lega af hendi. Ég sendi hana
til dæmis iðulega, annaðhvort
heim eða til mömmu, með
sendiboð, þegar matreiðslu-
maðurinn á verkstöðinni, þar
sem ég vann, þurfti að fá fersk
egg eða nýstrokkað smjör.
Skrifaði ég þá sendiboðið á
bréfmiða og stakk honum í
hálfklofinn enda á smá viðar-
bút og fæ Jess. Ef hún átti að
fara heim með sendiboðið,
sagði ég „go home“, ef til
mömmu, „go over“. Hún fór
aldrei staðarvillt. Eitt sinn
sendi ég hana heim með bréf-
miða þess efnis að koma með
sex tylftir af eggjum. Þegar
Jess er komin um hálfa leið
upp hinn tvö hundruð og þrjá-
tíu feta háa bakka, eru tveir
menn (annar þeirra var góð-
kunningi minn, Jónas Tryggvi,
bróðir Hermanns sál. skóla-
stjóra) komnir dálítið á leið
niður bakkann, þegar þeir sjá
hvar Jess kemur með miðann.
Tryggva var vel kunnugt um
íþróttir hennar og fimleika.
Kemur nú Tryggva allt í einu
í hug að látast ætla að taka
af henni miðann, til þess að
sjá, hvaða brögðum hún beitti,
ef nokkrum. Þegar Jess sér
hvað þeir hafa í hyggju, stekk-
ur hún svo fimlega til hliðar,
að hún skýtur þeim ref fyrir
rass áður en þeir gátu nokkr-
um brögðum komið við. Fá-
um mínútum síðar segir
Tryggvi mér allt af létta um
ætlun þeirra. Sendiboðið
komst skilvíslega heim, eins
og ekkert hefði í skorizt.
Fyrstu árin, sem ég vann
hjá niðursuðufélaginu, fór
Jess tíðum með mér. Lá hún
þá alltént undir smíðabekkn-
um og var því engum til óþæg-
inda. Varð ég stundum að
gegna ýmsum störfum úti á
sjó. Sagði ég Jess þá venju-
legast að fara heim. 1 eitt
skipti varð ég að fara út á sjó
til þess að hafa umsjá með
að koma fyrir vökumannshús-
um við laxagildrurnar. Skip-
stjóri gufubátsins, Oliver að
nafni, sem með mig fór og
allt, sem til áformsins þurfti,
var þá nokkuð hniginn að
aldri. Um langan aldur hafði
hann einungis stjórnað haf-
skipum. Var hann stundum
fremur óþýður og stuttur í
spuna, en var eigi að síður
ágætis maður. Þegar öll áhöld
og efni voru komin út á skip-
ið og húsin á byrðing, stíg ég
á skipsfjöl. Það var stór-
straumsfjara og því mjög lágl
í sjó — 21 fet frá bryggjunni
niður á þilfar. í þetta sinn var
óvenjulega mikið á framþil-
farinu, svo vart varð þverfót-
að fyrir framan káetuna. Mér
hafði gleymzt að segja Jess
að fara heim, þegar hér var
komið sögu. Svo rétt í þeim
svifum sem ég er að stíga inn
í káetuna, stekkur Jess í eina
auða staðinn á framþilfarinu.
Hásetinn, sem var enginn
hundavinur, hafði í heitingum
að kasta henni fyrir borð. í
þessum svip hrópar Oliver
skipstjóri: „Guð komi til!
Aldrei fyrr á minni lífsfæddri
ævi hefi ég séð neitt, sem
jafnast við þetta. Johnson!
snertu ekki við þessum undra-
verða hundi.“
Þegar ég fór fyrst að kenna
Jess tökin á að gera ýmislegt
sér og öðrum til gamans, brást
henni að skilja, hvað ég vildi
að hún gerði. Var hún þá eitt-
hvað um átta mánaða gömul.
Ég lét ofurlitla viðurblökk
framarlega á trýnið og læt
hana, með aðstoð minni, kasta
hénni í loft upp um leið og ég
segi: „One, two, three, catch!“
En blökkin féll til jarðar án
þess að hún r-eyndi til að grípa
hana á lofti. Endurtek ég til-
raun þessa aftur og aftur, en
það fór alltaf á sömu leið. Það
var auðséð á látbragði henn-
ar, að hún hafði enga hug-
mynd um, hvað ég vildi að
hún gerði. Bý ég þá til dálít-
inn hnykil úr bandi. Hún var
þá orðin leikin í að sækja eitt
og annað, sem kastað var eitt-
hvað út í bláinn. Kasta ég nú
hnyklinum nokkrum sinnum,
og kemur hún með hahn, him-
inlifandi af gleði yfir því að
geta nú fullnægt ósk minni.
Kasta ég því næst hnyklinum
gætilega til hennar um leið og
ég segi „catch“, en hún greip
hann aldrei fyrr en hann var
fallinn til jarðar. Fresti ég nú
bandspotta við hnykilinn; læt
hana svo setjast niður. Byrja
ég svo að sveifla hnyklinum
ofurhægt fram og aftur; í
hvert skipti, sem hann sveif í
hennar átt, sagði ég „catch“
í eins laðandi rómi og ég fram-
ast gat. Hélt ég þessu gaman-
samlega áfram í nokkur
augnablik; allt í einu grípur
hún hnykilinn svo fimlega, að
unun var að sjá. Klappa ég
henni nú og kjassa og gaf
henni sykurmola, er ég hafði
alltaf á reiðum höndum við
slík tækifæri, til að sýna henni
hve ánægður ég var með gerð-
ir hennar; það var auðgreinan-
legt, að hún var ánægð líka.
Þegar hún var búin að grípa
hnykilinn þannig eins oft og
ég óskaði, sleit ég bandspott-
ann frá hnyklinum og kasta
honum svo léttilega til henn-
ar; hún greip hann eins og
hún væri gamalreynd í þeirri
íþrótt, og var nú fíkin í að
leika þetta aftur og aftur.
Þessu næst tókst mér að fá
hana til að kasta hnyklinum
í loft upp með hjálp minni. í
fyrstu tilraun sigrast hún á
þeim vanda einnig. Og að
lyktum tek ég sykurmola úr
vasa mínum og kem honum í
jafnvægi á trýni hennar og
segi þýðlega: „One, two, three,
catch“; samstundis kastar hún
upp molanum og grípur hann
á lofti. Eftir nokkrar endur-
tekningar, er allar voru vel
af hendi leystar, gaf ég henni
skipunina „eat“, á augna-
bragði byrjar hún að bryðja
sykurmolann; af því' hún var
fyrir löngu búin að læra hvað
það orð meinti, vissi hún ná-
kvæmega hvað hún átti að
gera. Eftir þetta var eins auð-
velt og hugsast gat að kenna
Jess eitt eður annað. Allt, sem
ég þurfti að gera, var að sýna
henni nákvæmlega aðferðina.
Fyrir utan hæfileika til að
læra, hafði hún með afbrigð-
um gott minni.
Jess var og ágætis veiði-
hundur; sérstaklega þegar til
fugla kom. Hún var þannig
tamin, að auðvelt var að
stjórna henni með vísbend-
ingum einum. Til dæmis út á
víðavangi, þegar fuglaflokkur
var að nálgast og æskilegt var,
að lítið bæri á henni, þurfti
ekki annað en að gefa henni
visbending með hendinni að
leggjast niður; og á sundi, þeg-
ar öldugangur var og illt fyrir
hana að sjá, hvar skotin önd
rak fyrir vindi, hafði hún all-
téndi annað augað á mér, til
að sjá, eftir bendingum mín-
um, hvað stefnunni leið. Var
henni og einkar sýnt um að
reka nautpening. Þegar hún
var um ársgömul, sendi ég
hana til að bægja burt nokkr-
um frávilltum nautgripum.
Var einn gripanna mjög þrá-
látur, svo Jess glepsar í hægra
afturfótinn. Þar sem hún var
öllum nautgripaháttum ó-
kunnug, vissi hún ekki, að
þeir gátu verið hættulega
slægir. Enda lá við sjálft, að
höggið, sem hún varð fyrir,
riði henni að fullu. En eftir
þann atburð kom enginn grip-
ur á hana fóthöggi, hversu
snarlega sem slegið var, vegna
skjótleika hennar að stökkva
til hliðar eftir hverja atlögu.
Fyrstu átján mánuðina, sem
við vorum á Tanganum, urð-
um við að sækja póstinn til
Ladner’s Landing. Þriðju
hverja viku, frá byrjun októ-
ber til 1. apríl, var það mitt
hlutverk að sækja póstinn.
Stundum í þessum póstferð-
um, mér til dægrastyttingar
og svo meðfram til þess að æfa
Jess, tók ég upp einhvern
handhægan hlut og sýndi Jess,
lagði hann svo á hentugan
stað við veginn. í fyrstu til
rauninni gekk ég um mílu
vegar áður en ég segi: „Jess“
og „fetch“. Hún af stað eins og
elding. Fáum mínútum síðar
kemur hún með hlutinn. Fékk
hún hrós og prýðilegt klapp
fyrir. Legg ég svo furuköng-
ulinn í annað sinn fast við
brautina. í þetta skipti geng
ég eitthvað um þrjár mílur
áður en ég geri henni vís-
bending um að sækja köngul-
inn. Það leið ekki á löngu, þar
til hún kemur aftur með hlut-
inn.
Tilfelli ekki ósvipað því, er
nú var sagt frá, bar við nokkr-
um vikum síðar. Bent Sívertz
(Bent var einn landnáms-
mannanna, er með okkur kom
frá Victoria, B.C. 1894) og ég
urðum, af tilviljun einni, sam-
ferða til Ladner’s Landing;
hann að fá einhverju sérstöku
framgengt, en ég að sækja
póstinn. Við landnemarnir
áttum þá enga fararskjóta;
urðum því ávallt að fara fót-
gangandi, hversu löng sem
leiðin var. Þar sem Jess var
einkar þefvís, var hún gjörn
á að elta fugla og önnur veiði-
föng. Var þessi dagur engin
undantekning frá þeim vana.
Hvað eftir annað ætlaði hún
að elta fasan, skógarhænsni
(grouse) eða kanínur, og hefði
útþvælzt á skömmum tíma,
hefði ég ekki komið í veg fyrir
það, með því að skipa henni
„to heel“ — skipun, sem hún
gaf ætíð tafarlaust gaum. Dáð-
ist Bent oft að því um dag-
inn, hve gegnin hún væri.
Við stóðum ekki lengur við
í þorpinu en við nauðsynlega
þurftum, því að veturlagi var
ferðin ströng dagleið fótgang-
andi, sökum þess að þá var
engin braut komin, sem lá
beint norður og suður eins og
nú, heldur var veglaus frum-
skógur sunnan megin landa-
mæranna, en kjarri vaxnar
mýrar fyrir norðan. í útjaðri
bæjarins fældum við upp stór-
an fasan hana (ring-necked
pheasant). Strax og Jess þýtur
á eftir fuglinum, er flaug upp
rétt fyrir framan hana, skipa
ég henni „to heel“, er hún
gegnir umsvifalaust. „Þegar
þannig atvikast,“ mælti Bent,
„ekki einn hundur af þúsundi
myndi hafa gefið svona þýð-
legri skipun tafarlausst gaum,
eins og þessi gerði.“ Ég sagði
Bent, að Jess gegndi undir
eins hvaða skipun sem væri,
svo framarlega sem hún skildi
skipunina. Við stóðum skammt
frá girðingu, sem nýlega hafði
verið dittað að. Rétt þar hjá
sá ég liggja dálítið fjalaraf-
snið, á að gizka þriggja þuml-
unga langt, hálfur annar á
breidd og minna en þumlung-
ur að þykkt, er ég tók upp og
sýndi Jess hvar ég lagði það
aftur hjá girðingunni á stað,
sem lítið var á; veitir Jess öllu
þessu nákvæma athygli. Héld-