Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. APRÍL 1960 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edltor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr. Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolís: Mr. Valdimar Bjömson Montreal: Prof. Áskell Löve Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed as Second Class Majl, Post Office Department, Ottawa. Borðbænir Þegar ég fékk tækifæri til að kynnast lífi kristinna þjóða í Evrópu og Ameríku, var eitt, sem ég tók fljótt eftir. Það voru borðbænir. umræðurnar á síðasta þingi stakk einn fulltrúinn upp á því góða ráði, að kaupendur blaðsins ættu annað hvort að hætta að lána nágrönnum sínum blaðið eða kaupa auka- blað til að lána þeim. Bara að aukablaðið sé þá ekki lánað af mörgum, skaut þá annar fulltrúi inn í. Ekki er okkur kunnugt um, hve margir lesendur blaðsins fá blaðið að láni, en okkur þykir ólíklegt, að ef þeir hafa ánægju af að lesa blaðið og þeim er sýnt fram á, hve ís- lenzkt blað á erfitt uppdrátt- ar, vegna þess hve þjóðarbrot okkar er fámennt og kaup- endafjöldinn þar af leiðandi lítill á við önnur blöð, að þeir INGIBJÖRG JÓNSSON: myndi ekki þegar gerast kaupendur blaðsins, ef farið væri fram á það. Við viljum nú enn fara þess á leit við deildirnar, að þær beiti sér fyrir því að afla blað- inu nýrra kaupenda og styðji það á annan hátt. Rætt var um það á þinginu, að deildirnar útveguðu blað- inu fréttaritará í byggðum sínum, og er það ánægjuefni, að þrjár deildir hafa orðið við þeim tilmælum, en blaðið þarfnast fréttaritara frá fleiri byggðum. Við viljum þakka deildinni Brúin í Selkirk fyr- ir fallegt bréf og $25.00 gjöf, er blaðinu barst í marz- mánuði. Er fjölskyldan hafði safnazt saman við matborðið kvölds og morgna, lutu allir höfði og sögð var borðbæn. Annað- hvort sögðu allir sama bænarversið eða einhver úr fjöl- skyldunni bað upphátt. Að því búnu hófst máltíðin. Fljótlega hafði ég vanizt þessum sið, og hann var mér kærkominn. Ég vil benda öðrum á, að hann breiðir blessun sína yfir heimilið. Við lifum á tímum hraðans. Þessi öld þekkir lítið af hljóð- um stundum, kyrrlátum augnablikum. En þeirra er þörf fyrir manninn. Hætta er á, að hraðinn beri hann ofurliði. Vér þurfum að geta numið staðar, lyft huganum í bæn til Guðs, sameinazt í bæn fyrir augliti hans. Heimilisguðrækni er hverju heimili nauðsynleg. En hvað skyldi vera mesti Þránd- ur í Götu þeirrar iðju? Ekki andúð og meiningarmunur, heldur tímaleysi. Meðlimir fjölskyldunnar eru á þönum frá morgni til kvölds, einn í þessa áttina og annar í hina. Hvar er þá sameiginleg stund? Vér þurfum mótvægi gegn hrað- anum. Það þarf átak, — Grettistak, liggur mér við að segja, — til þess að snúa dæminu við, að vér fáum tóm til þess að líta á oss, ekki í gegn um þann blekkingarhjúp, að vér séum eigendur og gerendur, heldur þiggjendur og það af náð. Maðurinn situr við borð hins Almáttka og þiggur af náð hvern munnbita, hverja mínútu. Hvað ætti að vera oss nær en að þakka? Vér þökkum „þjónunum“, en sneið- um fram hjá „veitandanum". Borðbænin er leiðin til að lækna það og koma á þeim friði, sem æskilegur er. Ég vil benda á eina borðbæn, sem er mjög vel til þess fallin, að heimilisfólkið segi um leið og það setzt að matborðinu. Hún er eftir Valdimar Briem: j Gef oss í dag vort daglegt brauð, vor Drottinn Guð af þínum auð. Vort líf og eign og bústað blessa, og blessa nú oss máltíð þessa. En gef vér aldrei gleymum þér, er gjafa þinna njótum vér. Pétur Sigurgeirsson (Kirkjuritið) ☆ Til deilda Þjóðræknisfélagsins Það hefir verið hamrað á því ár eftir ár og það rétti- lega, að án íslenzks blaðs yrði þjóðræknisstarf okkar lítt mögulegt, vegna þess að þá myndi sambandið milli íslenzku byggðanna og sambandið við Island rofna. Og á meðan ís- lenzkt blað kemur vikulega inn á fjölda mörg heimili í Vest- urheimi er íslenzka lesin og töluð. Margir einstaklingar, sem eru búsettir langt frá öðrum íslendingum, hafa og látið svo ummælt, að fengju þeir ekki íslenzkt blað, myndi þeir sennilega týna íslenzkunni að mestu, auk þess að þeir myndi þá ekki fá neinar fréttir af samlöndum sínum hér í álfu. Blaðið er því ein af aðalmáttarstoðum þjóðræknisstarfs- ins, enda hefir jafnan á hverju þjóðræknisþingi verið skorað á erindreka frá hinum ýmsu deildum að vinna að útbreiðslu blaðanna, og seinast á síðastliðnu þingi var rætt um að nú mætti enginn liggja á liði sínu að styðja og styrkja þetta eina íslenzka blað, sem við nú eigum, þannig að útgáfa þess sé tryggð. Því var lengi borið við, að erfitt væri fyrir meðlimi deildanna að leggjast á eitt við að útbreiða blöðin, vegna þess að þau væru tvö, en nú er ekki því til að dreifa. Við Skemmtanir á frumbýlingsárunum Ræða fluii á sumarmálasam- komu í Sambandskirkjunni í Winnipeg 21. apríl 1960. Kæru áheyrendur og vinir. Það hefir verið venja, að þeir, sem hafa flutt ræður á sumarmálasamkomum, hafa jafnan lýst því, hvernig dag- urinn var hátíðlega haldinn á Islandi og hafa kryddað ræð- ur sínar með hinum fögru ljóðum íslenzkra skálda um vorið og um sól og sumar. Ég er ekki fædd og uppalin á ís- landi og á því engar æsku- minningar þaðan, sem bundn- ar eru við sumardaginn fyrsta. Og þó mér hefði gefizt tími til að afla mér efnis um sum- ardaginn fyrsta úr bókum, myndi ég hafa hikað við það, vegna þess hve margir ræðu- menn hafa mælt fagurlega um daginn og gert því ræðuefni svo miklu betri skil en ég gæti gert. Ég tók því það ráð að renna huganum aftur í tímann til æskuáranna í Mikley og rifja upp þær skemmtistundir, sem við áttum þar á frumbýlings- árunum, einmitt á þessum tíma árs og fyrr á árinu — strax og vetrarhörkurnar fóru að láta undan síga hinni hækkandi sól. Þær eru ekki bundnar sum- ardeginum fyrsta, því ég minnist ekki þess að honum væri fagnað að öðru leyti en því, að eldra fólkið óskaði okkur gleðilegs sumars, en dagurinn sem slíkur festist ekki í huga okkar, sem hér vorum fædd sem sérstakur hátíðardagur. Enda er hér öðru máli að gegna en á Is- landi, þar sem skammdegið ríkir á vetrum og sums staðar sést ekki til sólar svo vikum skiptir. Aftur á móti eru hér glampandi sólskinsdagar um háveturinn. Þess vegna kunna íslendingar á íslandi betur að meta sólskinsdagana en við. Eigi að síður fögnum við vordögunum hér, engu minna en þeim er fagnað á íslandi, þegar kuldinn fer að réna og snjórinn, sem er ekki lengur hvítur og bjartur, bráðnar og rennur á burt, þegar fuglun- um fer óðum að fjölga. Jafn- vel gargið í hrafninum hljóm- aði fagurlega í eyrum okkar á vorin, því hann er vorboði engu síður en hin ljúfi söngur lóunnar á Islandi. En við unglingarnir fögnuð- um ekki einungis því, að klakabönd vetrarins væru að bresta, við hlökkuðum til, að nú hlypi nýtt fjör í skemmt- analífið á eyjunni. 1 lok febr- úar og í marz og apríl héldu hin ýmsu félög skemmtisam- komur, félagið Hjálp í við- lögum, lestrarfélagið, söfnuð- urinn og kvenfélagið o. fl. Það var svo sem nóg af félögum á eyjunni þótt þetta væri lítið byggðarlag og öll þurftu þau á peningum að halda, starf- semi sinni til framgangs, og þess vegna voru samkomurn- ar haldnar — „til að trekkja út peninga“ sögðu gárungarnir. En þær”voru líka uppbyggi- legar á margan hátt. Löngu áður en þær voru haldnar var byrjað að æfa söng og leikrit, hagyrðingar fengnir til að yrkja kvæði, ræðumenn til að semja ræður og svo fram- vegis og allt hafði þetta bæt- andi áhrif á mannfélagið. Talsvert kapp var á milli forseta félaganna að ná haldi á bezta leikfólkinu, söngfólk- inu og öðrum skemmtikröft- um fyrir hinar fyrirhuguðu samkomur. Og eins að fast- setja heppilegasta kvöldið fyr- ir sínar samkomur, þ. e. a. s. þegar færið væri sem bezt á samkomustaðinn bæði fyrir byggðarfók og þá ekki síður fyrir fólk frá Fljótinu, ísafold- arbyggð, Hnausum og öðrum nálægum byggðum, en stund- um sótti fólk samkomurnar þaðan, ef færi var gott yfir vatnið. Samkomur voru því sjaldan haldnar eftir að ísinn var orðinn ótraustur. Það var ekki lítill fögnuður meðal unglinganna, þegar loks auglýsingin kom um fyrstu samkomuna. Byggðin á Mikley liggur um austurströnd eyjarinnar um 12 mílur á lengd. Fyrst var venja að senda tvær auglýs- ingar frá miðbiki eyjarinnar, norður og suður. Auglýsing- arnar voru í opnum umslög- um og á þau var skrifað: „Auglýsing þessi berist hús úr húsi norður að Grund,“ og á hina: „Auglýsing þessi berist hús úr húsi suður að Skógar- nesi.“ Krakkarnir voru sendir með þennan fagnaðarboðskap milli húsanna. Og hvað var svo auglýst til skemmtunar? Stundum voru það leikrit. Ég man eftir Sálinni hans Jóns míns (ekki Davíðs St.), Vesturfararnir, Skuggasveinn, Farið, Syndir annarra og oft voru þýdd leikrit úr ensku. Þá var stundum ein söng- samkoma á vorin, því á þeim árum voru allmiklír söng- kraftar á eyjunni. Grundar- bræður, eins og þeir voru nefndir, skemmtu oft með fjórrödduðum söng og voru þekktir um allt Nýja ísland fyrir söng sinn. Á öðrum samkomum var nokkurs konar variety pro- gram, upplestur, söngur, kapp- ræður og ýmislegt annað, stundum harla nýstárlegt. í eitt sinn var einn liðurinn á skemmtiskránni phonograph- solo og svo nafn þess manns, sem ætlaði að leika á þetta nýja hljóðfæri. Þetta vakti heldur en ekki forvitni ungl- inganna, sem hrúguðust í fremstu bekki. Þegar tjaldið var dregið upp, sást á borði lítill kassi með sveif og úr honum var stærðar lúður eða horn. Við borðið sat leikari hljóðfærisins, alvörugefinn og íbygginn. Hann setti hólk á þetta tæki, sneri sveifinni hægt og rólega og setti það á stað. Ekki urðu menn neitt sérstaklega hrifnir af músik- inni, en þetta þótti allt furðu- leg uppfinning, enda fyrsti grammofónninn, sem fluttur var til eyjarinnar. En þetta var og í fyrsta og síðasta skipti að þess konar tæki var veitt sú virðing að vera talið með á prógrammi. Jafnan voru fengnir eldri og virðulegir karlar til að stýra þessum samkomum. Þá þekktist ekki, að konur skip- uðu það vandasama embætti að stýra samkomu. Ég man þegar konur fluttu þar ræður í fyrsta skipti opinberlega. Ein eyjarstúlka og kvenkenn- ari frá Gimli kappræddu við tvo karlmenn um kvenrétt- indi. Stúlkurnar stóðu sig vel og voru hvergi hræddar, en skeggjuðu karlarnir á öftustu bekkjunum hreint og beint hnusuðu, að hnusa er nýyrði, að ég held (fann það hvorki í Geir eða Cleasby), sem mynd- aðist þá og þýðir að fussa og sveia. En stúlkurnar létu það ekki á sig fá og ræður þeirra voru birtar í vikublaðinu Baldur, sem gefið var út á Gimli. Alllöngu síðar mynd- aði unga fólkið félag til þess að æfa sig í að standa á fætur og koma fyrir sig orði opin- berlega. Það nefndi félagið

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.