Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. APRIL 1960 7 Jess Frá bls. 3. ekki langt að sækja að vera nokkuð grálynd, þegar til annarra hunda kom; en við fólk var hún einkar gæf. Hún var farin nokkuð að eldast og því orðin heyrnardauf og lyst- arlítil. Kvað svo mikið að lyst- arleysinu með köflum, að hún snerti ekki við því, sem henni var gefið að morgni, fyrr en undir kvöld, og þá oft treg- lega. Var ég því, svona við og við, að hygla Nell einu og öðru, er ég hélt frá Jess, því hún þjáðist aldrei af lystar- leysi. Var Jess einkar lykt- næm, en þefvísi Nell var aftur á móti á svo sérlega lágu stigi, að hún reyndist gagnslaus við að leita upp veiðifugla. Þegar einhvern bar að garði, var það ávallt Jess, sem varð þess fyrst vör, og við gelt hennar þaut Nell allténd af stað eitthvað út í skóg, geltandi í óðaönn, því hún vissi venjulega ekki úr hvaða átt persónan var að koma; það leið ekki á löngu, þar til Jess virtist vita um þetta einkenni hennar, og í viðlögum að færa sér það í nyt. Snemma sumars 1897 varð Sigríður mín að fara til Vic- toria og dvelja þar um hríð. Annaðist ég þá algerlega um báða hundana; gaf þeim snemma morgna og svo aftur á kvöldin, þegar ég kom heim úr vinnu. Gat ég skilið bæði Nell og Jess eftir heima óbundnar með fullvissu um, að báðar yrðu kyrrar heima. Fær nú Nell eitt lystarleys- iskastið enn. Þegar ég kom heim úr vinnu eitt kvöldið, sá ég að hún hafði ekki snert það, sem ég gaf henni um morguninn. Lá hún þennan dintinn með hausinn á fótum sér í dyrum húss síns, svo hún gæti séð um, að Jess stæli ekki því, sem henni var ætlað, en Jess var svo sólgin í. Fyrir fíkni sína var Jess oft óþyrmi- lega bitin. Þetta kvöld kom ég óvenjulega seint heim, sökum þess að yfirmaðurinn var að skýra mér frá verki, sem lá fyrir höndum næsta dag. Var Jess því orðin langeygð eftir matnum; en Nell hafði enn ekki snert við morgunskerfi sínum. Bjó ég nú til ginnandi matarskammt fyrir Nell, og af því ég var seint fyrir, gaf ég Jess sinn skerf af þeirri sömu fæðu. Var Jess nú ekki lengi að hvomsa í sig sínum skerfi. Ég tyllti mér niður á dyra- þrepið, svo ég gæti haft vak- andi auga á því, sem við kynni að bera. Þegar Jess er búin að hvomsa í sig, lítur hún í átt- ina til Nell, sem virtist vera í fasta svefni; hleypur hún þá umsvifalaust þangað sem skál- in stendur og ætlar að gera matnum, sem í henni var, góð skil. En hún er ekki fyrr kom- in þangað en Nell hleypur út og bítur hana grimmilega og fer svo inn í húsið aftur, án þess að snerta matinn. Jess brá sér lítið við þetta, því hún var slíku vön, en sezt niður skammt frá og horfir út í blá- inn, auðsýnilega í djúpum þönkum. Allt í einu þýtur hún geltandi í áttina til skógarins, og í sömu andránni hendist Nell með ofsagelti á eftir. Hún er ekki fyrr komin fram hjá Jess en að Jess snýr aftur og með það sama í matarskál- ina og fer ósleitilega að gleypa í sig matinn, því hún vissi, að Nell yrði lengi geltandi úti í skógi, eins og að vanda. Þeg- ar svona langt var komið, gat ég ekki fengið af mér að reka Jess frá skálinni, því hún hafði með vitsmunum einum unnið fyrir þessum óvænta fengi. Við frásögu þessa gæti ég mörgu bætt, en læt hér nú samt staðar numið. Point Roberts, Washington, 13. marz 1960. Árni S. Mýrdal Kvenfélagið Björk Frá bls. 1. andi. En þó það fari stundum hrollur um mig, þegar ég hugsa um þá erfiðu vinnu, sem foreldrar mínir og eldri systkini bjuggu við, án þeirra tækja, sem við á þessum tím- um njótum, þó sýnist mér, að fólkið hafi verið alveg eins farsælt og fjörugt og við erum nú — ef ekki meira svo. Fólk- ið á þeim tímum varð lítið vart við stríð, jafnvel þó að Búastríðið hafi verið nýlega afstaðið. Kreppa var annað, sem snerti ekki fólkið mikið. Og það sem kalda stríðið snertir, — maður hafði aldrei heyrt svoleiðis nefnt. Fólk á þeim tímum mundi hafa hugsað sér, að kalt stríð væri einhvers konar stríð við snjó og kalt veður og ís — og það kannaðist fólkið vel við. í stuttu máli, þó vísindin hafi þroskast vel á síðustu 50 ár- um, þá hefir verið, ekki þrosk- un, heldur döpur afturför í heiminum, frá siðferðislegu, andlegu og stjórnarfarslegu sjónarmiði. Og hvað frelsi einstaklingsins snertir, þá er það nærri algjörlega afnumið meðal að minnsta kosti þriðj- ungs af íbúum heimsins. En þetta er ekki skemmtilegt mál að ræða hér, svo við skulum snúa til baka og sjá hvað með- limir kvenfélagsins B j ö r k gera næst. Eftirtaldar konur voru kosnar til að draga upp stjórn- arskrá fyrir félagði: Mrs. J. Westman, Mrs. G. Breckman, Miss Maria Halldorson, Mrs. D. Backman, Mrs. S. Sigfús- son. í skrá þessari stendur: „Markmið félagsins er að styðja kirkjuna og önnur góð fyrirtæki, hjálpa sjúkum, bág- stöddum og öldruðum, og að auka af mætti vellíðan fólks í byggðinni.“ Á einum af fyrstu fundun- um voru konurnar allar beðn- ar að stinga upp á nafni fyrir félagið. Mrs. D. Backman stakk upp á nafninu Björk. Björk er íslenzka nafnið yfir „birch tree“. Presturinn ykk- ar sagði mér í gær, að það sé eina laufberandi tréð á Is- landi. Hugmyndin var sú, að eins og lauf og greinar trésins veita skjól frá of miklum sól- arhita, svo mundi einnig fé- lagið veita hjálp þeim, sem bágt eiga. Það fyrsta, sem félagið tók að sér að gera var að hafa matsölu á skógargildi, sem Forrestersorðan hélt á Oak Point í júlí 1910. (Getur mað- ur ímyndað sér erfiðleikana að undirbúa matsölu á stað að minnsta kosti í þrettán mílna fjarlægð.) Einnig var mat- sala höfð á skólagildi að Lund- ar á sama ári. Að haustinu 1910 höfðu þær þakklætishá- tíðarmáltíð, sem haldizt hefir við í öll þessi ár. Svo héldu þær danssamkomur með góð- um skemmtiskrám á undan, tombólur og kökuskurði. Mat- ur var alltaf borinn fram á þessum samkomum. Svo héldu þær bazara og spilasamkom- ur, og matreiddu fyrir gift- ingar. Á mörgum síðastliðn- um árum hafa þær boðið öldr- uðu fólki og þeim, sem ein- mana eru, í „Turkey supper“ rétt fyrir jólin. Máltíðinni var skilað heim til þeirra ,sem ekki gátu sótt samkomuna. Konurnar, sem voru í söfn- uði Lundar kirkjunnar, höfðu safnað einhverjum peningum áður en félagið var stofnað, og þá peninga gáfu þær kven- félaginu á öðrum fundi þess. Þrjátíu dollarar af þessu var látið í sjóð, sem kallaðist byggingarsjóður kirkjunnar, fimmtán dollarar voru gefnir söfnuðinum, og það sem eftir var, var látið í sjóð félagsins. Á sama fundi gáfu þær söfn- uðinum orgel. Seinna til- kynntu þær söfnuðinum, að ef kirkja yrði byggð, skyldu þær leggja til allan útbúnað, og hafa þær haldið loforð sitt. Þær keyptu bekkina í kirkj- una, fyrstu ljósin, sem voru gasljós, tvö af þremur orgel- um, sem kirkjan hefir átt, — og lögðu til það þriðja, gáfu fyrsta ræðustólinn og alla stóla, gólfábreiðuna, sem var í kirkjunni, skírnarskálina, ljósastikur á altarinu, lögðu peninga í hitunarvél í kjall- ara og létu mála kirkjuna að innan. Einnig gáfu þær ýms- ar peningaupphæðir á ýms- um tímum til stuðnings kirkj- unni. Þegar Thordur Backman, sonur eins stofanda félagsins, dó, var blómasjóður stofnað- ur í hans nafni. I þennan sjóð gefur fólk peninga í minn- ingu um ástvini, í stað blóma- sveiga, og þeir peningar eru notaðir til að hjálpa sjúkum. Fyrir mörgum árum stofn- aði félagið barnakór og fékk Miss Dóru Guttormsson til að æfa hann. Miss Halldórson gat aðeins unnið að þessu í skólafríinu, og þá tók Miss Guttormsson við. Þetta er tek- ið orðrétt úr fundargjörning- unum, þar sem er bætt við, góðfúslega, „og það var ánægjulegt að heyra börnin syngja“. Þegar á kreppunni stóð, sameinaðist f é 1 a g i ð Björk öðrum kvenfélögum byggðar- innar og héldu stóra samkomu til að afla sér fjár til að senda á jólhátíðinni gjafir til þeirra, sem bágstaddir voru í byggð- inni. Þegar á stríðunum stóð, sendu þær matarböggla til hermanna úr byggðinni, og í samvinnu með öðrum kven- félögum byggðarinnar, fögn- uðu þeim með samkomu, þeg- ar þeir komu aftur heim. Allt að þessum tíma hafði félagið verið byggðarfélag, þótt eitt markmiðið hefði ver- ið að styðja kirkjuna. En 14. apríl 1922 varð það kirkju- kvenfélag, og 7. ágúst 1925 varð það meðlimur Bandalags lúterskra kvenfélaga (Wom- ens’ Luther League). í dag hefir félagið 42 starfandi með- limi. Embættiskonur eru sem hér segir: Forseti — Mrs. Anna Byron Varaforseti — Mrs. Ibbie Rafnkelson Vararitari — Elinor Byron Féhirðir — Björg Howardson Varaféhirðir — Sigga Guttormson. Það gleður oss að hafa hér við háborðið í dag Mrs. Guð- rúnu Sigfússon, sem er eina konan eftirlifandi af þeim göfugu konum, sem stofnuðu félagið. Einnig við háborðið er Ólöf Hallson, sem hefir verið starfandi meðlimur félagsins í 49 ár. Gamalmannaheimilis sjóður var stofnaður með því, að fé- lagið gaf $50.00 í minningu um Daniel Backman og Jón Eyjólfsson 7. desember 1947. Björk Club Rooms voru byggð árið 1933. Þessi bygg- ing stendur á eign kirkjunn- ar, og er þess vegna til nota fyrir söfnuðinn á hvaða tíma sem er. Nú er verið að hugsa um að endurbæta þessa bygg- ingu. Nú er þetta mál nærri á enda. Það hefir verið eins kon- ar skýrsla yfir verk þessa fé- lags, og allir hljóta að vera sammála um að reikningarnir sýna mikinn ágóða í góðverk- um. Konurnar hafa sennilega fullnægt markmiðum félags- ins, áðurgreindum, „að styðja kirkjuna og önnur góð fyrir- tæki, hjálpa sjúkum, nauð- stöddum og öldruðum, og að auka af mætti vellíðan fólks í byggðinni“. Þetta var göfug hugsjón, og hefir henni ver- ið fylgt göfuglega. Að endingu vil ég óska meðlimum þessa ágæta félags til allrar lukku og hamingju, og vona, að fé- lagið eigi eins glæsilega framtíð fyrir höndum eins og við má búast af félagi, sem hefir afkastað eins miklu og kvenfélagið Björk. íslenzka tillagan ... Frá bls. 1. ur og Svíþjóð voru í hópi þeirra, sem greiddu atkvæði gegn henni. Aftur á móti var Finnland meðal þeirra, er hjá sátu. Tillöguna er hægt að taka upp aftur á allsherjar- fundi. Breylingartillögur íelldar Bandarísk-kanadíska tillag- an var samþykkt án breyt- inga. ísland greiddi atkvæði gegn henni, Danmörk var í flokki fylgjenda, en t. d. Finn- land og Svíþjóð sátu hjá. — Breytingartilaga Argentínu um, að „sögulegi rétturinn“ skyldi aðeins gilda fyrir þau lönd, sem veitt hefðu um 30 ára skeið á miðum strandrík- is (ekki 5 ár, eins og miðlun- artillagan gerir ráð fyrir), var felld með 33 atkv. gegn 27. ísland greiddi tillögunni at- kvæði — Breytingartillaga Guatemala var einnig felld með 44:3 atkv. Island sat hjá. — Þessi tillaga fjallaði um það, að „fjarlæg" ríki yrðu að hafa aflað sér söguréttarins með „löglegum hætti“ og án andmæla viðkomandi strand- ríkis til þess að fá notið hans. Á fundinum í morgun, áð- ur en gengið var til atkvæða, dró Tunkin frá Rússlandi til- lögu sína til baka og lýsti stuðningi við 18 þjóða tillög- una — en rússneska tillagan var mjög í sama dúr. Bjarni Benediklsson svarar John Hare Að lokinni atkvæðagreiðslu gerðu ýmsir grein fyrir at- kvæði sínu, m. a. fulltrúi Breta, John Hare. Kvaðst hann engu hafa að bæta við fyrri ummæli sín um íslenzku tillöguna, en vilja benda á, hve margir hefðu setið hjá við atkvæðagreiðslu um hana. Það sýndi, að ráðstefnan teldi sig ekki geta tekið afstöðu til málsins, að því er varðaði slíka sérstöðu, og væri því réttast að vísa því til Sam- einuðu þjóðanna. Stóð þá upp Bjarni Bene- diktsson og kvaðst hafa talið, að við þetta tækifæri skyldu menn gera grein fyrir atkvæði sínu, en ekki, eins og brezki fulltrúinn hefði gert, að skýra atkvæði annarra fulltrúa. — Vegna u m m æ 1 a Bretans kvaðst Bjami vilja lýsa því yfir sem sinni skoðun, að hann skildi afstöðu þeirra, sem sátu hjá, svo, að þeir teldu að íslenzka tillagan ætti að fá nánari athugun á þess- ari ráðstefnu — annars hefðu þeir greitt atkv. gegn henni. Mbl., 14. apríl — Ég ætla að fá gert við skemmda tönn, sagði drengur- inn. — Tannlæknirinn er því miður ekki við í svipinn, sagði stúlkan. — Það var leiðinlegt. Getið þér ekki sagt mér, hvenær hann verður ekki við næst?

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.