Lögberg-Heimskringla - 05.05.1960, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 05.05.1960, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. MAÍ 1960 3 an, var hún að lesa í Passíu- sálmum Hallgríms Pétursson- ar, sem voru henni svo hjart- kærir. Hún hafði sofnað út frá þeim lestri, því þegar næst var komið að hvílurúmi henn- ar, hélt hún enn á þeim. I lífi og dauða Sigríðar birtist skýr- lega sigurafl kristinnar trúar. Eitt sinn, er hún var spurð hvað hún vildi láta skrifa um sig, svaraði hún: „Skrifaðu ekkert um mig; skrifaðu bara ,Eg lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey‘.“ Hún var kona, sem helgaði öðrum líf sitt. Hin óteljandi kærleiksverk hennar voru unnin í kyrrþey og auðmýkt. Hún vildi ávallt gefa meir en hún meðtók. Hún var mjög vinnurækin og hafði unun af að starfa. Og nú, eftir langan og vel notaðan ævidag, hefir hún hlotið friðsæla hvíld Guðs í föðurhúsunum himnesku á land eilífa lífsins. „Fyrir blóð Lambsins blíða, búin er nú að stríða, og sælan,sigur vann.“ Sigríður heitin var frábæri- lega greind kona. Hún var vel heima í og unni heitt bók- menntunum íslenzku, og geymdi mikið af fögru indælu ljóðunum í huga og hjarta sínu. Frú Sigríði lifa fjögur börn: Vigdís (Mrs. George Hansson, Chicago), Bergur (Árborg, Man.), Steinunn (Mrs. Ey- mundur Daníelsson, Árborg), og Margrét (Mrs. Dóri Björns- son, Riverton). Útför hennar fór fram frá Betel 2. marz; séra Kolbeinn Sæmundsson flutti kvéðju- mál. Undurfagur sálmur, „Lítil bænarljóð", eftir lang- ömmu hennar, frú Katrínu á Prestsbakka, var lesinn við útförina. Kveðjuathöfn fór einnig fram að Framnesi, er séra J. Larson stýrði. Og er hin jarðneska tjaldbúð henn- ar var lögð til hvíldar í graf- reit Árborgbyggðar, var sung- ið „Allt eins og blómstrið eina“. En gröfin fær ei haldið sál hennar í fjötrum sínum. Hún er ei hér. Hún lifir og dvelur í þeim heimkynnum, sem Jesús greindi frá með slíkri fullvissu er hann sagði: „í húsi föður míns eru mörg híbýli; eg fer að búa yður stað.“ Endurminning hennar gleð- ur ávallt hjörtu allra þeirra, er þekktu hana. Far þú í friði, elskaða, fagra og friðkeypta sál. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hjá Guði veitist þér nú ávöxtur trúar þinnar og honum helgaðs lífs. (G. H. Séra Kolbeinn Sæmundsson þýddi) Kemst hann í I júlí í sumar mun Demó- krataflokkurinn í Bandaríkj- unum halda þing mikið í Los Angeles, þar sem ákveðið verður hvern flokkurinn býð- ur fram við forsetakosning- arnar, sem fram eiga að fara í haust. En áður en það þing verður haldið, fara fram próf- kosningar í ríkjunum um það, hvern frambjóðanda fulltrúar hvers ríkis eiga að styðja á þinginu. Mikill sigur Einar slíkar prófkosningar hafa farið fram og voru þær í New Hampshire ríki, sem liggur milli Massachusetts og Maineð nyrzt á austurströnd Bandaríkjanna. Þar vann John F. Kennedy, öldunga- úeildarþingmaður Demokrata frá Massachusetts, mikinn Persónulegan sigur og jók verulega möguleikana á því að verða kjörinn frambjóð- audi flokksins við forseta- kosningarnar. Hann fékk alls 42,869 atkvæði, eða tvöfalt Það atkvæðamagn sem Estes Kefauver, frambjóðandi Demokrata fékk árið 1956 og 6,000 atkvæðum meira en Stevenson og Kefauver fengu samanlagt árið 1952. , Einasti andstæðingur Kennedys við þessar kosningar var Paul nokkur Johnson, sem fékk 6,700 atkvæði. Ekki er að vísu beint að marka þessi úrslit, Því enginn af hinum hættu- legu andstæðingum Kenne- Hvíta húsið? dys, þ. e. Hubert Humphrey, Lyndon Johnson, Stuart Sym- ington eða Wayne Morse, buðu sig fram í New Hamp- shire. En hinn 5. apríl n. k. fara fram prófkosningar 1 Wisconsin, þar sem þeir Hum- phrey og Kennedy mætast í fyrsta sinn. (Þar sigraði Ken- nedy, en þar eru kaþólskir fjölmennir.) Fékk Puliizer- verðlaunin John F. Kennedy er 42 ára gamall. Faðir hans var sendi- herra í London í tíð Roose- velts forseta, en honum samdi ekki við forsetann. Mun það vera skýringin á því, að Elea- nor Roosevelt hefir ekki ver- ið hlynnt syninum. Kennedy er frá Boston, er kaþólskur og og írskum ættum eins og al- gengt er um íbúa þeirrar borgar. Hann hefir mikinn áhuga á sögu og bókmenntum og hefir skrifað bækur um þau mál. Ein af bókum hans er ævisagnasafn, sem hann nefnir „Profiles in Courage", en fyrir þá bók fékk hann Pulitzer-verðlaunin árið 1957. Sljórnmál Stríðsárin var hann í bandaríska flotanum, en að þeim loknum hófst stjórn- málaferill hans. Það mun kosta skilding að standa í kosningabaráttu í Bandaríkjunum, en John Ken- nedy átti ríkan föður, sem sett hafði til hliðar einnar milljón dollara sjóði handa hverju af níu börnum sínum. Árið 1946 var Kennedy kos- inn fulltrúadeildarþingmaður í Massachusetts og sex árum seinna sigraði hann , fram- bjóðanda Republikana við kosningar til öldungadeildar- innar, en sá var Henry Cabot Lodge, sem nú er sendifull- trúi hjá Sameinuðu þjóðun- um. Var Kennedy síðar end- urkosinn árið 1958 með mikl- um meirihluta atkvæða. í kosningabaráttu sinni nú hefir Kennedy gert verksvið forsetans að baráttumáli. Hann telur, eins og raunar fleiri, að Eisenhower hafi reynzt of atkvæðalítill forseti, sem hafi misskilið hlutverk sitt í grundvallaratriðum. [ i Annar kaþólskur Mikið hefir verið rætt um trúarbrögð Kennedys. Enginn kaþólskur hefir enn verið kjörinn forseti í Bandaríkjun- um. Aðeins einu sinni hefir frambjóðandi verið kaþólskr- ar trúar, en það var A1 Smith, frambjóðandi Demo- krata 1928, sem tapaði fyrir Herbert Hoover, forsetaefni Republikana með 87 kjörum gegn 444. Síðan hafa það ver- ið óskrifuð lög að tilgangs- aust væri að bjóða fram ka- þólska. Bandarískir mótmæl- endur líta Páfastólinn horn- auga og mundu margir hverj- ir álíta það þjóðarógæfu, ef kaþólskur maður yrði forseti. En kaþólskir í Bandaríkj- unum eru um 36 milljónir og ef þeir finna það, að Kennedy á að gjalda trúar sinnar, gæti það orðið til þess að þjappa þeim saman og styðja hann, hver svo sem stjórnmálaskoð- un þeirra er. Kennedy er ágætur ræðu- maður og baráttumaður, sem er gæddur þeim hæfileika að hitta oft naglann á höfuðið. Ef honum tekst að fylgja eftir sigri sínum í New Hamp- shire og sannfæra þing Demo- krata um að hann sé líkleg- astur til sigurs, er vel hugs- anlegt að Hvíta húsið fái yngsta húsbónda sinn til þessa. Mbl., 31. marz Business and Professional Cards Mývargur og broddflugur Austurrísku dýrafræðing- arnir dr. Schaerfenberg og dr. Krupka hafa sannað, að lykt- arefni í blóðinu, sem ýmist fer út um húðina eða er andað frá lungunum, draga að sér mýflugur og broddflugur. — Vísindamennirnir telja, að ekki sé um neina sérstaka lyktartegund að ræða, heldur sé það blöndun, sem á sér or- sök í Amino-sýru og mjólkur- sýru og öðrum efnaskiptum, sem eigi sér stað í blóðrásinni. I tilraunum með slíka efna að sér flugurnar. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI ForseU: DR. RICHARD BECK 801 Lincoln Drive, Grand Forka, North Dakota. StjTkið félagið með þvf að gerast meðUmlr. Ársgjald $2.00 — Timarlt félagsins fritt. Sendist til fJArmálaritara: MR. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manltoba. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávait hreinlr. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viÖ, heldur hita frá aÖ rjúka út meö reyknum.—Skriftö, símiÖ U1 KEIXY SVEINSSON «25 Wali St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Martha St. WHltehaU 2-0021 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá beztt stofnaö 1894 SPruce 4-7474 PARKER. TALLIN, KRXST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. CUve K. Tallln. Q.C., A. F. Krlstjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Maln Street Winnipeg 2, Man. WHltehaU 2-3561 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Graln Exchonge Bldg. 147 Lombord Street Office WHltehaU 2-4820 Residence GL 3-1820 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shlngles. Roof repairs, lnstall vents, alumlnum windows, doors. J. Inglmundson. SPruce 4-7856 632 Slnicoe St. Wlnnlpeg 3, Man. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managlng Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Bes.: SPrnee 4-7451 SPrnce 2-3917 Thorvaldson. Eggertson. Saunders & Mauro Barristert and Soli citor» 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bld*. Portage and Garry St. WHltehall 2-8201 FRÁ VINI S. A. Thorarinson Barrlster and BolUsitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Residence HU 9-6488 DE GRAVES, EGGERTSON & EGGERTSON Borristers and Solldtors WILFRED R. DE GRAVES, B.A., LL.B. ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B. 500 Powar Butldlng, Portage ot Voughan, Wlnnlpeg 1. PHONE WH 2-3149. Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountantt Winnipeg. Toronlo, Vancouver, Fí. William, Kenora, Ft. Fran- ces, Dryden, Atikokan, Oak- ville, Cornwall, Welland. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Controctor & Bullder • Office ond Worehouse: 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Res. Ph. SP 2-1272 The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — income Tax Insurance 1 Off. SP 2-9509 - SP 2-9500 Res. SP 4-6753 Opposite Maternity Hospltal Nell's Flower Shop 700 Nolre Dame Wedding Bouqueti - Cut Flowert Funeral Designs - Corsages Bedding Plonts S. L. Stefonsson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN Dr. ROBERT BLACK SérfræÖingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Offlce WHitehall 2-38 51 Residence: HU 9-3794 GUARANTEED WATCH & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Dlomonds, Rings, Clocks, Silverwore, China 884 Sorgent Ave. Ph. SU 3-3170 W. R. MARTIN, B.A., LL.B. Barrister and Solicilor GENERAL PRACTICE 327 Edwards Ave. THE PAS MAdison 3-3551 Inveslors Syndicate of Canada, Limited H. Brock Smith Manager, Winnipeg Region 280 Broadway Ave. WH 3-0361

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.