Lögberg-Heimskringla - 05.05.1960, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 05.05.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. MAÍ 1960 7 Fréttir frá Gimli 28. apríl 1960. Um 35 konur komu saman á heimili Mr. og Mrs. Fred Bailey 30. marz til að kveðja Mrs. Kristínu Kristjánsson, sem þá var að fara á næst- unni heim til íslands til framtíðardvalar. Fyrir veit- ingum stóð Mrs. Fred Bailey, Mrs. Helgi Stevens og Miss Inga Stevens. Fleiri konur hjálpuðu við þær. Mrs. I. N. Bjarnason afhenti Mrs. Krist- jánsson minningargjöf með viðeigandi ávarpi. Næsta dag var Mrs. Kristjánsson haldið kveðjusamsæti af frændfólki hennar í Riverton og afhent falleg ferðaklukka að skiln- aði. 2. þ. m. kom Mrs. Krist- jánsson að kveðja fólkið á Betel, þar sem hún hefir svo oft og lengi ýmist hjúkrað eða matbúið fyrir það góðan ísl. mat. Frá Betel og Gimli fylg- ir henni hlýr hugur og góðar bænir. Mrs. Kristjánsson bað mig fyrir kærar kveðjur til allra vina og kunningja og alúðar þakklæti fyrir langa og góða kynning. Mr. og Mrs. Norman K. Stevens og Mr. og Mrs. Laur- ence Stevens fóru 5. þ. m. í skemmtiferð í bíl. Fyrst var farið til Detroit Lakes, Minn., svo til Minneapolis og St. Paul, þaðan til Duluth, og á heimleið til Fort William, Ont. Fornir Gimli-búar, sem ferðafólkið heimsótti, voru Mrs. Richard Angevine, New Port, Mr. og Mrs. O. N. Kar- dal, og Mr. og Mrs. Ingvar Guðmundsson, St. Paul, og Mr. og Mrs. John Howard- son, Fort William, Ont. Ferð- in hafði verið hin skemmti- legasta. Á sumardaginn fyrsta heim- sótti Mínerva kvenfélagið Betel. Konurnar færðu vist- fólki sumargjöf í peningum, og komu með góðar veitingar og skemmtiskrá. Mrs. Stein- unn J. Johnson ávarpaði heimilisfólk og gesti, stjórn- aði einnig skemmtiskrá sem hér segir: Lynn Holm lék á píanó; þrjú börn sungu barna- söngva, Marilyn litla Melsteð °g litlu bræðurnir Eric og Valdimar Stefánssynir, Lynn Holm var við hljóðfærið; séra K- Sæmundsson flutti ávarp °g las fagurt kvæði, sem hann °rti fyrir mörgum árum og heitir það „Vorkoma“; Mrs. Steina Marin skemmti með harmoníkuspili, þar af voru þrjú íslenzk lög; Mr. Cecil Anderson söng „Kvöldklukk- a*a“ og „Tárið“, Mr. S. K. Hall lék undir á píanó; síðast voru sungnir nokkrir alþýðusöngv- ar, var Mrs. Helgi Stevens við orgelið. Miss S. Hjartarson ílutti innilegar þakkir fyrir heimsóknina og gjafir. Lestrarfélagið á Gimli hélt sina árlegu sumarmálasam- homu 23. þ. m., og var hún mJög vel sótt. Mr. J. B. John- son- forseti félagsins, setti samkomuna með ávarpi; séra K. Sæmundsson flutti ágæta ræðu um sumardaginn fyrsta; Patricia Johnson söng yndis- lega vel; Mrs. Shirley John- son söng einnig íslenzk ein- söngslög og síðast sungu þær mæðgurnar tvísöng. Ungl- ingasöngflokkur Gimli-deild- ar söng tvisvar og stjómaði Mrs. Anna Stevens flokknum, en Miss Carolyn Martin ann- aðist undirleik fyrir alla, sem sungu. Rickey Josephson las sögu og Kathy Stemp flutti kvæði eftir P. S. Pálsson. Svo var kappræða, sem nú er orð- ið fáheyrt á samkomum á Gimli. Forseti skýrði frá, að lestrarfélagið ætti 1700 bæk- ur og margar nýútkomnar bækur keyptar árlega, svo það er ekki að sjá neina aftur- för í lestrarfélaginu á Gimli enn þá. Patricia Gail Johnson, sem vann fleiri verðlaun á söng- og hljómlistarsamkeppni í Winnipeg í síðastl. marzmán- uði, hlaut T. Eaton „scholar- ship“ að upphæð $50.00, sem gengur til kennara hennar, Mrs. Elmu Gíslason í Winni- peg, til áframhaldandi söng- menntunar. Patricia er sonar- dóttir Mr. og Mrs. J. B. John- son að Gimli Man. og hefir oft skemmt Gimli-búum með sínum fögru söngvum. Mrs. Krisiín Thorsteinsson Hálf-tíræður merkismaður Frá bls. 1. Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin barna minna . Landinu því hefir hann helgað starf sitt langan ævi- dag, og þar hefir nú ættstofn hans: börnin, barnabörnin, og yngri ættliðir, skotið rótum djúpt í mold og varanlega. Á nærri 70 ára dvalartíma sínum í Garðar-byggð hefir Gamalíel eðlilega komið við sögu byggðar sinnar með mörgum hætti í félagsmálum, en hann hefir alltaf verið ákveðinn og sjálfstæður mjög í skoðunum, farið sinna ferða í þeim efnum, enda er hann um margt maður sérstæður að persónugerð. Margt hefir þá einnig á dagana drifið á hans óvenjulega löngu ævi- leið, og hann kann frá mörgu að segja og gerir það skemmti- lega á mergjuðu og markvissu íslenzku máli. Hefði ég því feginn viljað eiga þess kost að ræða við þennan margfróða og orðglaða fornvin minn hálf- níræðan, en til þess að bæta það upp, sendi ég honum af- mælisbréf, og leyfi mér að taka upp meginkafla þess, þar sem ég skrifaði það í embætisnafni í t v e n n u m skilningi: „Leitt þótti mér að geta ekki sótt þig heim á þessum þínum fágæta afmælisdegi, en dálítið bætti það úr skák, að ég gat talað við þig í síman- um. Jafnframt því og ég sendi þér hjartanlegustu afmælis- óskir persónulega, vil ég flytja þér innilegar kveðjur Þjóð- ræknisfélagsins og þakkir fyri órjúfandi trúnað þinn við íslenzkar menningarerfðir og stuðning þinn við íslenzk fé- lagsmál vestur hér. Sem ís- lenzkur ræðismaður vil ég einnig færa þér hugheilar óskir ríkisstjórnar íslands og heimaþjóðarinnar.. Þú hefir verið Islandi trúr og ágætur sonur, gamli vinur, og því og þjóðinni til sóma hér á vest- urvegum. Fyrir það þakka ég í íslands nafni, og veit mig tala fyrir hönd hlutaðeigenda heima á ættjörðinni." Sem ofurlítinn frekari vin- áttuvott á þeim merku tíma- mótum sendi ég Gamalíel SIGURÐUR J. ÁRNESS: Dáinn kveður vísu Gröf í Hrunamannahreppi byggði fyrstur Þorsteinn hof- goði um 940. Sonur hans var Bjarni spaki í Gröf, er gift- ur var Þórnýju Þorgilsdótt- ur örrabeinsstjúps, kappans mikla í Traðarholti í Flóa, Þórðar son dofna. Sinur þeirra Bjarna og Þórnýjar var Skeggi bóndi í Gröf, faðir Markúss lögsögumanns á Görðum á Akranesi (d. 1107). Gröf var þingstaður Ytra- Hrepps fram yfir 1800. Um aldamótin 1800 bjó þar Einar Geirmundarson smiður. Hann þótti fjölhæfur maður og lagði á hvað eina gjörva hönd. Hann smíðaði ótal líkkistur um ævina, og alltaf vissi hann um það fyrir fram utan um hvern hann mundi smíða næst, en sízt hélt hann því á loft. Eitt sinn hafði hann lokið við að smíða líkkistu, en um nóttina dreymdi hann að sá dáni kom, horfði á kistuna og kvað þessa vísu: Fáu verður hér um hælt þó hölda sé þingstaður. Naumt hefirðu náinn mælt. Nokkuð er að þér maður. Svo fór, að kistan reyndist tæplega nógu löng, þegar kistulagt var, en samt var hún notuð. Sá, sem í kistuna var lagður, var Einar hreppstjóri á Berghyl, sonur Jóns bónda í Skipholti, sem var bróðir Fjalla - Eyvindar. Einar á Berghyl var vel skáldmæltur og svo var einnig sonur hans, Jón dannebrogsmaður á Kóps- vatni, afi frú Sigríðar móður Sigurðar mag. Skúlasonar í Reykjavík. Þessa sögu ritaði ég eftir frásögn Katrínar húsfreyju á Tungufelli 1893, en hún var dóttir Jóns dbrm. Einarsson- ar bónda á Berghyl. einnig kvæðabók Hjálmars frá Hofi og fylgdi henni úr hlaði með þessum afmælis- vísum: i Hálf-tíræðum vísnavini vorra fræða traustum hlyni, læt ég Hjálmars ljóð, sem bæra ljúfa strengi, óskir færa. Heill sé þér á heiðursdegi, heiðríkt er um farna vegi. Vel þú stóðst og varðist Elli, var þó stundum hált á svelli. Veit ég, að vinir Gamalíels Thorleifssonar víðs vegar taka heilum huga undir þær afmæliskveðjur og óskir. Hann er vorsins barn, í heim- inn borinn á sumardaginn fyrsta, og það er bjart um hann í kvöldskini hárrar elli. Richard Beck Vísa Jóns í Skipholti Jón Jónsson bóndi í Skip- holti var fæddur 1729 í Hlíð í Tungufellssókn. Bróðir hans var Fjalla-Eyvindur, f. 1714 og því 15 árum eldri en Jón. Á útileguárunum átti Eyvind- ur oft athvarf hjá bróður sín- um. Nú er það eitt sinn, að Halla hafði náðst og var geymd hjá hreppstjóranum í Þormóðsdal í Mosfellssveit. Þá hafði tíð verið góð framan af vetri, en skömmu fyrir jól varð Ey- vindur að leita á náðir Jóns bróður síns. Kom hann síð- degis að Skipholt,i og var þá illa útlítandi, að sögn. Þegar Jón sá hann, kvað hann þessa vísu: Kominn er Eyvi að biðja um ból þá blinds hefir troðið slóðir. Vertu nú hjá mér og höldum jól, hjartans ljúfasti bróðir. Þessa vísu kenndi mér hús- frú Hólmfríður Magnúsdóttir í Hlíð 1888. Hún var stálminn- ug kona. Tel ég sennilegt, að vísan sé eftir Jón. En ekki hefi ég heyrt honum aðra vísu eignaða. En Eyvindur hafði mjög gaman að vísum. Sonur Jóns í Skipholti var Grímur stúdent, er þar bjó síðan. Hann átti Valdísi Magnúsdóttur systur Höllu konu Jóns sýslumanns á Ár- móti. Sonur Gríms og Valdís- ar var Einar bóndi á Kotlaug- um, faðir Jóns bónda þar, föður Guðrúnar konu skálds- ins góða Þorsteins Erlings- sonar. Jón í Efraseli átti Marínu dóttur Guðmundar bónda og læknir í Helluholti, Ólafsson- ar. Jón var yfirleitt gleði- maður og gerði góðar stökur. Hann var talinn hestamaður ágætur og tamdi hesta allra Sagnir úr Hrunamannahreppi manna bezt. Þessi vísu kvað hann um reiðhest sinn, sem hann nefndi Blett: Minn er Blettur burðaknár, bráðaléttur, vakur, hárasléttur, hófasmár, holdaþéttur, spakur. Niðurlag í næsta blaði Frá Minneapolis Frá bls. 4. ára, sem verður undir læknis- höndum í St. Mary’s sjúkra- húsi þar í nokkra mánuði. Hryggbrotnaði Viðar, þegar hann datt ofan í súrheys- gryfju í sveit á Islandi fyrir tæpu ári. Þó að hann sé mátt- laus fyrir neðan mitti, er von að æfingar styrki hann þann- ig, að hann komist um á hækj- um. Ólöf, sem er útskrifuð úr Húsmæðrakennaraskólanum í Reykjavík, er bústýra hjá Ás- geiri Ásgeirssyni forseta Is- lands á Bessastöðum og frú Dóru Þórhallsdóttur, konu hans. í Rochester fá þau syst- kinin að hitta íslenzk læknis- hjón, þar sem Guðjón Lárus- son hefir verið á Mayo stofn- uninni í rúm tvö ár við fram- haldsnám, ásamt frú Auði Guðmundsdóttur Albertsson- ar, konu hans, og sonum þeirra, Lárusi og Guðmundi. Er Guðjón læknir sonur Lár- usar Jóhannessonar fyrrver- andi alþingismanns og frú Stefaníu, konu hans, Guð- jónsdóttur Sigurðssonar. V. B. Approved Prjónaðir tvöfaldir. Innra lagið er úthverft, þannig að mjúka hliðin á efninu snýr að fætinum. Reglulega notalegir! P A T E N T E D 2-SOLE SOCKS HM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.