Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1960
SIGURÐUR J. ÁRNESS:
Sagnir úr Hrunamannahreppi
Niðurlag
Nautavík og Rolluklauf
Á 15. öld bjó á Tungufelli
í Hrunamannahreppi maður
sá, er Halldór hét, Brynjólfs-
son bónda ríka á Sólheimum,
Eifíkssonar ríka á Skarði í
Landsveit. Kona Halldórs var
Ingunn Árnadóttir prests í
Hruna (1484-1520) Snæbjarn-
arsonar bónda á Héðinshöfða
í Þingeyjarsýslu, Helgasonar.
Halldór þótti ribbaldi mikill
og héraðsríkur.
Þá bjó í Hamarsholti, efsta
bæ hreppsins, Þórður sterki
Hansson, eða Hannesson, sem
mun réttara. Var illt samlyndi
milli þeirra nábúanna.
Það var eitt sinn á túna-
slætti, að Hamarsholtskýrnar,
fimm að tölu, komust um mat-
málstíma inn á túnið á Tungu-
felli og ruddu um koll hey-
sæti af svo miklum móði og
krafti, að ekki þótti einleikið.
Þegar Halldór sá aðfarir
kúnna, varð honum að orði:
„Það er eins og andi Þórðar
sé í djöfuls gripum hans. En
ekki skulu þeir framar gera
hér spellvirki.“
Skipaði hann svo mönnum
sínum að hrinda kúnum
fram af hamri þeim, er um-
lykur Víkina, en þar undir
niðri fellur Hvítá með ofsa
straumköstum. Þetta var gert.
Kúnum var öllum hrundið
fram af hamrinum og þar létu
þær líf sitt. Síðan er víkin
nefnd Nautavík, en áður var
hún kölluð Hamarsvík.
Þórður í Hamarsholti krafð-
ist skaðabóta fyrir missi
kúnna, en var synjað, því að
Torfi sýslumaður í Klofa
skarst í málið með Halldóri
frænda sínum; þeir voru syst-
kinasynir. Liðu svo nokkur
ár, að Þórður fékk engar bæt-
ur fyrir kúadrápið. Hugði
hann því á hefndir.
Svo var það eitt sinn að út-
hallandi sumri, að Þórður fór
með tvo sonu sína, vinnu-
mann og vinnukonu, út í fjár-
haga Tungufells á Dalsárdaln-
um, og smalaði saman ám
Halldórs, 180 að sögn. Þessi
ærhópur var svo rekinn ofan
í Illapassa neðan undir Gull-
fossi. Þar fellur Hvítá með
dunum og dynkjum eftir kol-
myrkri gljúfraþröng og háir
hamrar að henni. Niður í
Illapassa liggur einstigi á ská
niður á grasflöt. Er þar tals-
verður gróður og volgt vatn,
sem sprettur upp undan foss-
inum. Djúp dæld er í passan-
um út á brúnina og fram úr
henni skora eða lítil klauf. í
þessari dæld var öllum kví-
ám Halldórs í Tungufelli
þjappað saman og síðan
hrundið öllum niður skorina.
Eftir það hefir skorin verið
nefnd Rolluklauf.
Þessi tvö örnefni, Nautavík
og Rolluklauf, hafa haldizt
þarna hjá Hvítá í hálfa
fimmtu öld og haldast enn, og
eiga að benda til þessara at-
burða. En ekki hafa mál
bændanna komið til dóms svo
fundið verði.
Synir þeirra Ingunnar og
Halldórs á Tungufelli voru:
Snæbjörn bóndi á Keldum
á Rangárvöllum, faðir Þór-
kötlu, sem átti Torfa sýslu-
mann Jónsson á Kirkjubóli.
Oddur prestur í Gaulverja-
bæ í Flóa.
Freysteinn munkur í Viðey
og
Brynjólfur prestur í Odda
á Rangárvöllum.
Halldór í Tungufelli var
ríkasti maður á Suðurlandi
eftir pláguna miklu 1496, því
að þá erfði hann marga ætt-
ingja sína. tít af honum er
komin m i k i 11 ættbálkur,
Bjarnarnesætt í Hornafirði.
Meðal afkomenda hans má
nefna Eirík meistara Magnús-
son í Cambridge og Magnús
Gíslason fyrrum sýslumann
og skrifstofustjóra í stjórnar-
ráðinu.
Útburðarholl og Prestskora
1 Hruna sat séra Gunnlaug-
ur Jónsson 1612. Hann var
hinn mætasti maður. Heimil-
ið var mannmargt, en þangað
sóttu líka margir til þess að
fá huggun í lífsstríðinu.
Vinnukona var í Hruna,
sem Þóra hét, alltaf kölluð
Sel-Þóra til aðgreiningar frá
öðrum Þórum. Mun hún hafa
verið alin upp annað hvort á
Efraseli eða Syðraseli. Hún
var ung að aldri og laglegasta
mær.
Það gerðist nótt eina á vor-
dögum, að Sel-Þóra laumað-
ist úr rúmi sínu og fór út.
Prestur sá til hennar og grun-
aði hvað um mundi vera.
Hann snaraði sér því í ein-
hver föt og hélt í humátt á
eftir henni, en Sel-Þóru grun-
aði ekki neitt um að sér væri
veitt eftirför. Hún hélt rak-
leitt út á svonefnda Skarða-
mýri og lagðist þar niður í
holti nokkru. Prestur faldi sig
í klettaskoru, þar sem hann
gat haft gætur á henni, og
heitir þar síðan Prestskora.
Eftir góða stund rís Sel-
Þóra á fætur og heldur rak-
leitt heim í bæ og upp í rúm
sitt. Prestur gengur þá niður
á holtið og finnur þar nýfætt
barn lifandi, og var sokka-
bandi Þóru bundið utan um
það. Eftir þetta fékk holtið
nafnið Útburðarholt, og hafa
bæði þessi örnefni haldizt við
um 347 ár.
Prestur tók barnið og fór
með það heim. Fór hann svo
hljóðlega, að enginn varð var
við. Geymdi hann svo barnið
í sæng sinni og hlúði að því
sem kostur var á. Prestur svaf
í sérstöku herbergi innar af
baðstofunni. Um fótaferðar-
tíma gekk hann fram í bað-
stofuna þar sem vinnukonur
sváfu. Var hann þögull og
sýndist óvenju alvarlegur á
svip. Allt í einu bregður hann
sokkabandi á loft og spyr:
„Hver ykkar kvenna á rétt
á þessu bandi?“
Stúlkur litu hver á aðra,
nema Sel-Þóra, hún fór að
hljóða. Var henni þá sinnt
eftir þörfum, að beiðni prests,
og er hún var heil orðin, var
henni afhent barn sitt. Prest-
ur skírði barnið og réð sjálfur
nafninu. Þetta var stúlka og
hét Náttfríður. Hún ólst svo
upp þar á heimilinu og var
yndi og eftirlæti prests, svo
að hann mátti vart af henni
sjá. Sýndi hann Náttfríði all-
an sóma og svo gerðu þá aðr-
ir á heimilinu.
Séra Gunnlaugur andaðist
að Hruna 1624. Þá var Nátt-
fríður 12 ára gömul. Harmaði
En hvergi birtist jafn ómæl-
anleg töfrandi fegurð sem á
öræfum íslands. Hver sá sem
einu sinni hefir litið inn um
það „gullna hlið“ verður svo
töfraður af fegurðinni, að
hann þráir hálendið jafnan
síðan. Svo verða menn djúpt
snortir, að vinnudrengurinn
og bóndinn, sem smalað hafa
fé um heiðar og háfjöll í
hreggviðrum haustsins (en
stundum eru líka dýrlegir
haustdagarnir og haustlitirnir
yndislegir), þrá göngurnar aft-
ur. Að það er fegurð hálend-
isins, sem seiðir og laðar,
sannar þessi vísa Ásgríms
Kristinssonar, er varð til þeg-
ar honum enn á ný opnast sýn
um suðurheiðar og til háfjalla
og jökla:
Enn um þetta óskaland
ótal perlur skína.
Átti ég fyrir sunnan „Sand“
sumardrauma mína.
Og margir munu mæla vilja
hið sama. Fáum hefir auðnazt
að sjá alla fegurð lands síns
og allra sízt átt þess kost að
ferðast um nema lítinn hluta
hálendisins. En hver sá er
sælli en annars væri sem notið
hefir fegurðar þess á einum
eða öðrum stað.
Forganga Ferðafélagsins
Ferðafélag íslands hefir á
undanförnum áratugum unn-
ið ómetanlegt starf. Það hefir
hún sárt og lengi þann bless-
aða guðs þjón.
Fyrir dauða sinn fól séra
Gunnlaugur syni sínum, séra
Jóni, sem fékk Stóranúp 1625,
að taka Náttfríði á heimili
sitt og sjá um hana. Þetta
gerði séra Jón og lét Náttfríði
fá betra uppeldi og meiri
menntun en þá var títt um
ungar stúlkur. Dvaldist hún
hjá séra Jóni þar til hún gift-
ist efnuðum manni.
Sá orðrómur gekk, að séra
Jón mundi vera faðir Nátt-
fríðar og þetta hefði Gunn-
laugur vitað, en slíkt eru get-
gátur einar og að engu haf-
andi. En Sel-Þóra hvarf í
móðu gleymskunnar. Fyrir
framferði sitt var hún ættar-
skömm og skyldi því gleym-
ast. En svo fer raunar um
flesta, þegar aldir líða.
fegurstir eru og sérkennileg-
astir á hálendi Islands, eru
Hveravellir og næsta ná-
grenni þeirra. Hveravellir
liggja sem kunnugt er við
hinn forna Kjalveg milli Hofs-
jökuls og Langjökuls, en þó
mun nær Langjökli. 1 björtu
veðri varpa þeir báðir ljóma
yfir svæðið. Vellirnir og aðal-
hverasvæðið liggur í bug-
hvilft milli Kjalhrauns að
sunnan og austan og Melöldu
norðvestan. Fjöldi stærstu
vatnshveranna er á litlu svæði
og hefir myndað milli sín gár-
aða kísilhellu, sem líkist mest
marmara með blágráan aðal-
lit. Er þetta einstæðasta og
fegursta hverasvæði á land-
inu.
1
Enginn veit um orkuna
Ólgandi vatnshverirnir eru
sumir með ýmsum blæbrigð-
um. En mesta eftirtekt vekja
Bláu hverirnir — stóri og
litli. Þarna eru og margs kon-
ar önnur hverafyrirbrigði,
gufuhverir, svo sem ösku-
hólshver og fleiri, sem nú er
búið að skemma með grjót-
fyllingu. Þá er þarna og hinn
sögufrægi Eyvindarhver. Utan
við hverasvæðið eru margir
vellandi leirhverir. Og langt
suður um hraun sjást margir
reykir skammt frá jökulrönd-
inni. Sú orka, sem þarna er
undir yfirborði jarðar, má
telja í milljónum hestafla þó
enginn viti um magn hennar.
Eins og áður segir er út-
Hveravellir eru ferðamannastaður
Flestir eða allir erlendir
ferðamenn, sem hingað koma,
telja»ísland í fyrsta flokki
þeirra landa sem tígulegust
eru og fjölbreyttasta náttúru-
fegurð bjóða ferðmanninum.
Hvar sem um landið er farið,
opnast ný tilbreytileg fegurð.
Ekkert byggðarlag er öðru
líkt, svo að hvert þeirra birt-
ir gestinum sína sérkennilegu
fegurð. Hvert fjall ber sinn
eigin svip og eigin tign. Jökul-
bungur og skriðjöklafossarnir
varpa hver um sig frá sér
sínum sérkennilega töfra-
ljóma. Svo má lengi telja.
öllum öðrum fremur opnað
augu okkar fyrir dásemdum
öræfanna og ekki látið sitja
við orðin tóm. Það hefir sem
kunnugt er reist sæluhús í
óbyggðum á fegurstu og sér-
kennilegustu stöðum og skipu-
lagt margar hópferðir um há-
lendið og til ýmsra landshluta.
Fyrir atbeina Ferðafélagsins
og áhugamanna hafa verið
gerðar greiðfærar leiðir víða
um hálendið, svo komast má
auðveldlega á bifreiðum.
Einn af þeim stöðum, sem
NOW!
is the time
to pay your j
M.H.S.P.
i*
Hvar
S|
íbúra sveita á sveitarskrif-
stofu yðar.
• íbúar í Local Govemment
Districts, til yðar Local
Govemment District.
• íbúar í Unorganized Terri-
tories, borga beint til The
Manitoba Hospital Services
Plan, 116 Edmonton Street,
Winnipeg 1, Manitoba.
Hvenær
þann eða fyrir 31. maí 1960
Ef að einhver greiðir ekki allt
spítalagjald sitt þann eða fyrir
31. maí 1960, á hvorki hann
eða áhangendur hans, ef
nokkrir eru, tilkall til spitala-
aðhlynningar fyrir tímabilið
númer 2, fyrr en að mánuði
liðnum eftir að iðgjaldið hefir
verið greitt.
. . . Borgið í reiðum pening-
um—gerið svo vel og framvísið
iðgjaldatilkynningunni.
Með pósti—sendið iðgjaldatil-
kynninguna ásamt ávísun yðar
eða póstávísun.
Gerið svo vel og lesið bak-
síðu iðgjaldatHkynningar yðar
Fullkomnar upplýsingar.
THE MANITOBA HOSPITAL
SERVICES PLAN
116 EDMONTON STRFET, WINNIPEG 1, MANITOBA r
Dr. G. Johnson, G. I fVkunnq,
Hvernig ..,
:P!S
V
60-B