Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1960
Úr borg og byggð
Frú Helga (Björnson) Brog-
ger frá Minneapolis kom hing-
að norður í fyrri viku til að
vera viðstödd útför móður-
bróður síns að Lundar, Jóns
J. Hördals.
☆
Mrs. B. S. Benson fór á
föstudagskvöldið vestur til
Vancouver í mánaðar heim-
sókn til dóttur sinnar Normu
og tengdasonar, Mr. og Mrs.
Harold Sigurdson og fjöl-
skyldu þeirra.
☆
Theodore (Ted) Martin
Johnson, 39 ára að aldri, and-
aðist í Vancouver 2. maí. Hann
átti fyrrum heima á Gimli og
útförin var gerð frá lútersku
kirkjunni á Gimli á mánudag-
inn, 9. maí.
☆
Bandalag lúterskra kvenna
heldur ársþing sitt að Lundar,
Man. dagana 27.—28. maí og
fram að hádegi sunnudaginn
29. maí. Nánar auglýst síðar.
☆
Dánarfregnir
Jón Jónsson HördaL 89 ára,
lézt að Lundar miðvikudag-
inn 4. maí. Hann var sonur
Jóns Sveinbjarnarsonar frá
Hóli í Hörðudal í Dalasýslu
og Halldóru konu hans Bald-
vinsdóttur frá Víðidal í Húna-
vatnssýslu. Á yngri árum fór
Jón til Klondyke að leita
gulls; hann var og þjóðkunn-
ur kappgöngumaður og setti
met í Winnipeg oftar en einu
sinni í þeirri íþrótt. (Sjá frá-
sögn Þ. Þ. Þ. á öðrum stað í
blaðinu. Jón var 17 ára, þegar
hann háði þá kappgöngu.)
Árið 1902 nam Jón land ná-
lægt Lundar og kvæntist
Kristínu dóttur Jóns Sigfús-
sonar, fyrsta landnámsmanns
byggðarinnar, og er hún látin
fyrir mörgum árum. Hann
lifa fjórir synir, Sigfús og
Óskar að Lundar, Valdimar
og Skúli að Lynn Lake; þrjár
dætur, Mrs. Stewart Gate-
house, Mrs. Trausti Daniel-
son og Mrs. JoTin Hallson, all-
ar búsettar í Winnipeg. Út-
förin var gerð frá lútersku
kirkjunni að Lundar á laug-
ardaginn; séra Jón Bjarman
jarðsöng.
☆
Guðbjörg Kristjana Leeuw
andaðist eftir langt sjúkdóms-
stríð í Pittsburg, Kaliforníu
laugardaginn 7. maí. Hún var
fædd í Mikley í ágúst 1900,
d ó 11 i r landnámshjónanna
Kristmundar Jónssonar og
Kristjönu Thorsteinsdóttur,
er fluttist ' vestur um haf
1893 og námu land að Kirkju-
bóli í Mikley. Hana lifa eigin-
maður hennar, Hermann;
tveir bræður, Sigurður í Sel-
kirk og Valdimar Johnson að
Hecla, og systir hennar,
Kristín (Mrs. Gunnar Tómas-
son) að Hecla.
Kveðjuathöfnin fór fram í
Pittsburg á þriðjudaginn. —
Bróðursonur hennar, Kris
Johnson, fór vestur til að
dvelja með þeim hjónunum
síðustu stundirnar.
Guðmundur Pétur
Goodman
Þessi vinsæli og vel metni
maður lézt að heimili sínu,
887 Grosvenor Avenue í Win-
nipeg 7. apríl s. 1., eftir all-
langa vanheilsu. Hann var
fæddur (21. sept. 1896) og
uppalinn í Winnipeg, en ætt-
aður frá Hvalfjarðarströnd-
inni í Borgarfirði. Foreldrar
hans voru Kristinn Guð-
mundsson, Ólafssonar frá
Kalastaðakoti, og Sigurbjörg
Jónsdóttir, Sigurðssonar frá
Ferstiklu. I fyrri heimsstyrj-
öldinni varði hann fjórum ár-
um til herþjónustu; hafðist
hann þá lengst við í Frakk-
landi og tók þátt í ýmsum
stórorustum þar. Hann komst
aftur heim ósærður og heill
heilsu um sumarið 1919 og
fékk þá strax atvinnu sem rit-
ari hjá Canadian National
járnbrautarfélaginu. V a r
hann í þjónustu þessa félags
alla ævi síðan og hafði þar
ýmsar ábyrgðarmiklar stöður
á hendi.
Guðmundur var vænn að
vallarsýn og glæsimenni hið
mesta. Á yngri árum stund-
aði hann íþróttir af kappi,
einkum knattspyrnu og „curl-
ing“. Hann vann mikið að fé-
lagsmálum. Hann var alla ævi
meðlimur Fyrstu lútersku
kirkju, um nokkurt skeið var
hann í safnaðarnefnd; einnig
var hann meðlimur eldra
söngflokks safnaðarins um
langt árabil. Var hann mjög
skyldurækinn í öllu, sem
hann tók sér fyrir hendur.
Hann lætur eftir sig ekkju
sína, Jóhönnu Bergþóru, eina
dóttur, Mrs. K. Honey, tvo
sonu, Roger og Gilbert, tvær
systur, Mrs. D. D. Nimmons
og Mrs. A. J. Bonnar, og tvo
bræður, Gísla og Kjartan, og
sjö barnabörn.
Jarðarför Guðmundar fór
fram frá Fyrstu lútersku
kirkju mánudaginn 11. apríl
og var mjög fjölmenn. Sókn-
arpresturinn, Dr. Valdimar J.
Eylands, flutti kveðjumál.
Veitið athygli
auglýsingu Þjóðræknisfélags
Íslendinga á íslandi. Vestur-
íslendingar, sem heimsótt
hafa ættjörðina, hafa undan-
tekningarlaust lofað þær ást-
úðlegu móttökur, sem þeir
hafa átt þar að fagna, og hef-
ir Gestamót Þjóðræknisfé-
lagsins átt mikinn þátt í að
gera heimsóknir þeirra
ánægjulegar og eftirminni-
legar.
Hér fer á eftir kafli úr bréfi
til blaðsins:
„Umrætt Gestamót okkar
er nú að verða fastur liður í
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir ævinlega velkomnir.
starfinu. Þau hafa undan-
tekningalaust öll tekizt vel.
Venjulega eru um 25 Vestur-
íslendingar viðstaddir. Það
kostar alltaf töluverða fyrir-
höfn að hafa upp á þeim, við
vonum að meðfylgjandi aug-
lýsing komi að notum í því
sambandi.
Kærar kveðjur,
Þjóðræknisfélag fslendinga
Sig. Sigurgeirsson
ROSE THEATRE
SARGENT ot ARLINGTON
CHANGE OF PROGRAM
EVERY FOUR DAYS
Foto-Nite Every
Tuesdoy and Wednesday
SPECIAL
CHILDREN'S MATINEE
Every Saturday
—AIR CONDITIONED—
Good Reading
for the
Whole Family
•News
• Facts
• Family Features
Th» Chrhtion Science Monitor
One Norwoy St., Bo»ton 15, Moss.
Send your newspoper for the tima
checked. Enclosed flnd my check or
money order. I year $20 □
6 monthi $10 □ 3 months $5 □
Name
Address
Clty Zone Stote
PBJ»
GOOD GOING
May 26. 27, 28
RETURN LIMIT — 25 DAYS
Return Fares From
WINNIPEG
In Coaches Only:
To Vancouver
You save
To Victoria
You save
To Nanaimo
You save
*In Tourist Sleepers:
To Vancouver $66.15
You save $21.25
To Victoria ........$72.10
You save .......$15.30
To Nanaimo $68.65
You save $18.75
•On payment of tourist berth
fare.
Watch for Bargain Fares
effeciive June 23, 24, 25
Train Travel is
Low-Cost Travel
Full information from your
Agent
$56.80
$21.50
$56.80
$21.50
$56.80
$21.50
H E R E N O W !
Toast Master
MIGHTY FINE BREAD!
At Your Grocers
J. S. FORREST, J. WALTON,
Monoger Soles Mgr.
Phone SUnief 3-7144
(openhagen
Heimsins bezta
munntóbak
Til íslandsíara
sumarið 1960
Gestamót Þjóðræknisfélags ís-
lendinga verður í Tjarnarcafé
í Reykjavík sunnudagskvöldið
19. júní og hefst kl. 20.30.
Öllum Vestur-íslendingum í
heimsókn á fslandi er hér með
sérstaklega b o ð i ð . Æskilegt
væri að þeir gerðu vart við
sig við komuna til landsins í
síma 34502 eða í pósthólf 1121.
— Hittumst heil.
Reykjavík, 2. maí 1960
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Sjötugasta og fimmta afmælisþing Hins
er.-lúterska kirkjufélags fslendinga
í Vesturheimi
verður haldið í Argyle prestakalli dagana 5.—8. júní
næstkomandi.
SUNNUDAGINN 5, JÚNÍ:
Háiíðarguðsþjónusla í Grundarkirkju kl. 2.30 e. h.
(C.S.T.) Herra Sigurbjörn Einarsson biskup Islands
prédikar.
Hátíðarguðsþjónusta á ensku kl. 7.30 í Grundarkirkju.
Dr. Franklin Clark Fry, forseti lúterska Heimssam-
bandsins og forseti Sameinuðu lútersku kirkjunnar í
Ameríku flytur prédikun. Þá fer einnig fram þing-
setning.
MÁNUDAGINN 6. JÚNÍ:
í kirkjunni í Glenboro fyrir hádegi: Altarisganga og
skýrslur embættismanna.
(Starfsfundir á mánudag, þriðjudag og árdegis á mið-
vikudag á sama stað.)
MANUDAGSKVÖLD, kl. 8 e. h.:
Samkoma í Brúarkirkju.
Samkomustjóri: Séra V. J. Eylands.
Ræðumenn:
Séra K. K. ólafsson
Séra Harold Sigmar.
Sérstakir hátíðasöngvar verða sungnir.
ÞRIÐJUDAGSKVÖLD, kl. 8 e. h. í kirkjunni í Baldur:
Ræðumenn:
Séra Frank Madsen, Detroit, Mich. fulltrúi U.L.C.A.
Séra Eric H. Sigmar, forseti kirkjufélagsins.
Samkomustjóri:
Séra Donald Olsen söknarprestur í Argyle.
Hátíðasöngvar verða sungnir.